Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1925, Page 17

Stúdentablaðið - 01.12.1925, Page 17
1925 STÚDENTABLAÐ ll lllllllllllillllillllllUilllllHiillli Upplýsingaskrifstofa Stúdentaráðsins. Sumarið 1921 stofnaði Stúdentaráðið upplýsingaskrifstofu fyrir menta- og skólamál. Tilgangur skrifstofunnar er: a. að útvega þeim, er þess æskja sem fylstar og áreiðanlegastar upplýsingar um nám við erlenda háskóla og aðra æðri skóla, vísinda- og listastofnanir, fyrirkomulag þeirra, inntöku og notk- unarskilyrði, lög og námsáætlanir o. fl. þessháttar, ennfremur upplýsingar um námskeið. b. greiða eftir megni götu Islendinga, sem utan fara til náms, vísinda- eða lista- iðkana. e. greiða götu erlendra náms- og vísinda- manna, sem hér dvelja við nám eða ferðast um hér á landi. d. útvega íslenskum og erlendum náms- og vísindamönnum og stofnunum, er þess æskja, sem áreiðanlegastar upp- lýsingar um nám við íslenska skóla og vísindastofnanir, fyrirkomulag þeirra o. fl. þessháttar. Allar upplýsingar veitir skrifstofan ókeypis; þó skulu spyrjendur greiða burð- argjald svarbréfa, símskeyti og annan beinan kostnað". (Úr reglum fyrir upplýsingaskrifstofuna). Skrifstofan á allmikið safn upplýsinga- gagna frá innlendum og erlendum skólum og vísindastofnunum. (Er þó sumt af því ver komið en æskilegt væri, vegna ónógra húsakynna). Stendur skrifstofan í beinu sambandi við svipaðar stofnanir við há- skóla í mörgum menningarlöndum Norð- urálfu og nokkrar í Vesturheimi. Síðan skrifstofan hóf starf sitt, hafa leitað til hennar flestir stúdentar, sem ut- an hafa farið til náms eða annars; hefir hún sótt fyrir suma um skóla, veitt öðrum upplýsingar um ferðalög og dvalarkostn- að, gefið þeim meðmælabréf eða einskon- ar vegabréf til erlendra stúdentastofnana eða einstakra manna o. s. frv. Einnig hefir skrifstofan greitt götu kandidata, em- bættismanna og nokkurra annara, sem ut- an hafa farið til náms eða vísindaiðkana og sem til hennar hafa leitað um aðstoð. Frá öðrum löndum hafa skrifstofunni borist ýmsar fyrirspumir um námsskil- yrði og ferðalög hér á landi. Flestir þeirra erlendra stúdenta og nokkrir erlendir vís- indamenn, sem hingað hafa komið á síð- ustu árum, hafa og notið aðstoðar hennar. það eru vinsamleg tilmæli skrifstof- unnar til forstöðumanna og -kvenna allra

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.