Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1925, Page 19

Stúdentablaðið - 01.12.1925, Page 19
3925 STÚDENTABLAÐ 18 góðu gagni. Starfsemi flestra þeirra hefir hingað til verið alt of einhliða. þau gætu ekki einungis útbreitt þekkingu á erlend- um þjóðum meðal íslendinga, heldur aukið einnig þekkingu erlendra þjóða á Islandi. þeim veitti sumum ekki af að lífga við félagslíf sitt, og hér er ærið starf fyrir þau. það mætti einnig nota kvikmyndir í þágu þessa málefnis. Mér er ekki kunnugt um, hvort íslenska kvikmyndin, sem sýnd var hér fyrir nokkru, hefir farið víða er- lendis. þess konar myndir eru ágætlega fallnar til þess að vekja athygli útlend- inga á Islandi, sýna þeim á skemtilegan hátt íslenskt landslag og gefa þeim um leið hugmynd um lifnaðarhætti, iðnað og verklega mentun Islendinga. Væri vel far- ið, ef stjórn og þing veittu því lið sitt. Fyrir erlenda menn, aðra en málfræð- inga, er nær ókleift, að afla sér nokkurar þekkingar á íslenskri tungu, eins og hún nú er töluð. það er brýn nauðsyn á að semja handhæga kenslubók í íslensku fyr- ir útlendinga. það þyrfti að semja hana með það fyrir augum, að kenna útlending- um lifandi málið, en þó bygt á rækilegri málfræðisþekkingu. Leskaflar, samtöl og málfræðislegar skýringar ættu að skiftast á, því að málfræði ein kemur að litlu haldi. Slíka bók þyrfti að semja a. m. k. fyrir ensku-, frönsku- og þýskumælendur. Margur erlendur maður, sem hingað kemur, furðar sig á því, hve sumum Is- lendingum virðist vera óljúft að tala móð- urmál sitt við hann. Oft þegar eg hefi ávarpað íslendinga, einkum búðarstúlkur, á íslensku, hefir mér verið svarað á dönsku. þeir útlendingar, sem eru svo fá- fróðir að kunna ekki dönsku, lenda þá í vandræðum og missa auk þess tækifæri til að æfa sig í íslensku. það virðist því að vissu leyti vera íslendingum sjálfum að kenna, að útlendingar eiga svo bágt með að læra tungu þeirra. „Róm var ekki bygð á einum degi“. Eng- inn má heldur búast við því, að starf það, sem hér liggur fyrir, verði unnið á einu eða tveimur árum. Hins er þó að vænta, að er- lendir menn, sem vafalaust fjölmenna hér á þúsund ára hátíðinni 1930, komi hingað með meiri skilningi á íslendingum og menningu þeirra, en þeim er nú kleift að afla sér. Werner Haubold. ----o---- Háskólalíf á Þýskalandi. Margir munu kannast við samræður þeirra Mefistófelesar og stúdentsins í „Faust“, er stúdentinn kemur auðmjúkur að leita ráða hjá þeim fræga manni (Mefistófeles hafði tekið á sig gervi Fausts). Námsmaður: Hér stutta hefi eg víst átt vist; með virðing kem eg allra fyrst til manns að fræðslu ýmsra efna, sem allir hér með lotning nefna. Námsmaðui' ber kvíðboga fyrir náminu og heldur áfram: því innan múra og hárra halla mér heldur illa vill hér falla. ölnbogarúm eg ekkert sé og ekkert gras né nókkurt tré. Hver salar bekki sitja hlýtur, þeim sjón og heyrn og rökvit þrýtur. Mefistófeles svarar honum og segir: Slíkt undir vanans valdi er. Svo vill ei barnið sjúga fyrst um litla bið, en brátt svo fer, að brjóstið tottar það með lyst. þér fellur viskubrjóstið blíða því betur fram -sem stundir líða. Viðræður þessar gætu farið fram enn þann dag í dag, því að djúp mikið er stað- fest milli háskólakennara og stúdenta á þýskalandi. Lítum fyrst á líf h á s k ó 1 a- kennaranna. þeir taka venjulegast

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.