Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 21

Stúdentablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 21
192ö STÚDENTABLAÐ 15 meðal þeirra yngstu. Tala stúdenta mun nú eflaust vera nál. 50—60000 á öllu þýskalandi. Stúdentar eru ekki mjög ung- ir, flestir um tvítugt, er þeir byrja há- skólanám (meðalaldur stúdenta við há- skólann í Leipzig var fyrir nokkrum árum 23 ár). Ef efni og ástæður leyfa, getur sá ungi stúdent valið um 23 háskóla, og vel- ur þá venjulegast þann skóla, er hefir frægasta vísindamenn í þeirri grein, er hann ætlar að nema. Annars' er venja á þýskalandi að skifta um háskóla og meira en helmingur allra þýskra stúdenta hefir stundað nám við fleiri en einn háskóla, er þeir taka próf. Við skulum fylgja nýbök- uðum stúdent frá föðurhúsunum til ein- hvers háskólabæjar. Á járnbrautarstöð- inni koma allmargir stúdentar á móti hon- um, bjóða hann velkominn, halda á far- angri hans og hlusta fúslega á orð hans. En hann verður brátt fyrir vonbrigðum, því að alúð þessara stúdenta, er buðu hann velkominn, var að mestu til þess að veiða hann inn í eitthvert stúdentafélagið. f hverjum háskólabæ eru mörg stúdenta- félög, í Leipzig yfir 30, og vilja þau skara eld hver að sinni köku. Greint er milli þeirra félaga, er gera að skyldu að berjast (schlagende Verbindungen) og hinna, er krefjast ekki þessa. Félögin bera ýms nöfn, venjulegast latneskar myndir þýskra héraða, eins og t. d. Alemannia, Borussia o. fl., eða V. D. St. (Verein deutscher Studenten, stærsta félagið). I-Ivert félag hefir sín eigin ákvæði og regl- ur, er vitanlega eru mjög svipaðar í öllum félögum. Ungi stúdentinn er nú gerður að fúx og verður að fara í gegnum hreinsun- areld fúxatímans uns hann verður „Bursche“. En á meðan hann er fúx, er honum óvirðing sýnd af eldri stúdentun- um og er honum því skipaður eftirlits- maður, fúxmajór, er sjá á um stúdents- uppeldi hans. Stundum er hann „tollerað- ur“, líkt og enn er gert 1 Mentaskólanum hér; hann er settur á klæði og honum varpað í loft upp með því að stríkka á klæðinu (Fuxprellen). Eða hann verður að taka þátt í „Fuxtritt": félagar hans ríða út úr bænum uns þeir koma að hæð; mynda þeir fylkingu í slakkanum, en fúx- inn á að ríða á milli þeirra, en þeir kepp- ast um að hrinda honum af baki. Ýmsar kvaðir eru lagðar þeim unga stúdent á herða; hann verður að vera leikinn í að þamba bjór og hann verður að kunna að skylmast (víðast 1 stund á dag), vera við- staddur samdrykkjur og haga sér í öllu eftir fyrirskipunum félagslaganna. Hann ber einkennisbúning, litla kollhúfu, breið- an linda um brjóstið, fjaðrahatt við hátíð- leg tækifæri, hvítar brækur, hnéstígvél og sverð við síðu. Hann verður að skora and- stæðinga sína á hólm, ef þeir móðga hann og verða við samskonar áskorunum. Til- efnið er venjulega nauða lítilfjörlegt og er þá barist í viðurvist votta og læknis. Arm- ar, háls og brjóst er reifað og gleraugu venjulegast notuð. Er þessi athöfn kölluð !!llllll!l!l!llllllllll!lll!lillllll!!llllllll!l!l!l!lll!lllllll!!!!lllllll!lllll!l!l!l!lll!IU — þe-hikk, þetta er vitlaust, strákur! þú skrifar — hikk — ellefu, (fyllist vonsku): Geturðu ekki séð, að hér á að standa X—1.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.