Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 23

Stúdentablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 23
1925 STÚDENTABLAÐ 17 Wer unsern Herrn Inspektor kránkt, wird vierzehn Tage ’rausgehángt. Látum oss nú fylgja stúdent inn í há- skólann, á fyrirlestur. Við komum ef til Vill inn í stórt auditorium með upp- hækkuðum bekkjum eftir því sem aftar dregur. Dyrnar inn í fyrirlestrasal opnar venjulega famulus, sem er einskonar milliliður milli kennara og lærisveina. Sér hann m. a. um útbýting á skriflegum verk- efnum nemanda, fylgir kennara út og inn, segir honum frá stúdentum o. s. frv. Hver kennari hefir sinn famulus og þó að einka- kennari hafi t. d. aðeins 3 nemendur, verð- ur einn þeirra að vera famulus. Til þessa starfs velur kennarinn sér venjulega fá- tækan og gáfaðan, en reglusaman stúdent, og hefir famulus af þessu nokkrar tekjur: hann fær 1 mark fyrir hvert sæti, sem kenslugjald er greitt fyrir, á misseri, en kenslugjaldið er venjulega 5 mörk fyrir hvern tíma í viku, og er þá miðað við misseri (kennari með 6 tíma á viku fær því 6X5 = 30 mk. af hverjum nemanda á misseri). Sumir kennarar hafa 4—500 áheyrendur og geta tekjur famulus’s því orðið álitlegar. Undir fyrirlestri ber oft við, að nemendur láti fögnuð sinn í Ijósi eða andúð og er fögnuðurinn sýndur með því að sparka um allan fyrirlestrasalinn, en kennarinn bandar þá venjulega hend- inni einsog hann vildi segja: Sussu, börn- in góð!, en annars draga stúdentai' fæt- urna fram og aftur og brýnir kennarinn þá raustina einsog til að árétta skoðun sína. Venjulegast er sparkað í hvert sinn, er kennarinn kemur inn, og eins, er hann fer út úr salnum, en famulus er þá búinn að opna dyrnar og fylgir kennaranum út. þýskir háskólakennarar kenna mjög mik- ið og hafa bæði æfingar og fyrirlestra. Nógu er úr að velja fyrir nýbakaðan stúd- ent og sækir hann oft alt að 30 stundum á viku, einkum fyrstu misserin. Verðui' hann því oft að greiða mörg hundruð mörk á ári í kenslugjald, en fátækir stúd- entar fá stundum borgunarfrest. Kenslu- fyrirkomulaginu er mjög haganlega fyrir- komið og því geta þýskir stúdentar venju- legast náð embættisprófi eftir 4—5 ár. Af æfingum ber einkum að minnast á seminar-æfingar. þangað komast aðeins kandídatar og stúdentar þeir, er langt eru komnir í náminu. í seminari því, er eg tók þátt í í Leipzig, voru 8 félagai’ og 16 aukafélagar. Æfingar þessar voru haldnar á mánudagskvöldum kl. 8—10 og var farið yfir í viðræðum úrvalsrit eitt og það krufið til mergjar. Allir þátttakendur urðu að und- irbúa sig og þekkja alt, er um rit þetta hafði verið samið. Síðara hluta misseris- ins íluttu þessir 8 einn fyrirlestur hver, en 2 aukafélagar (opponentar, korreferent- ar kallaðir) skyldu ráðast á kenningu og framsetningu hvers félaga. Fór athöfn þessi fram einsog um doktorsvörn væri að ræða og stóð í rúma 2 tíma (hver fyrir- lesari 1 tíma, hver opponent 1/2 tíma); kennarinn lagði síðan dóm sinn á frammi- stöðuna og var tíðum allharðorður. Sem- inaræfingar þessar eru undirbúningur und- ir doctorsritgerðir og varla mun sá stúd- ent vera, er semji doktorsritgerð án þess að hafa tekið þátt í þessum æfingum. ttttttttttttiuunnnnnnttttttttinnnnnnuttiiittunuunttuttttnninnniiniuunnuttttttttttniuuuuuiuuuuuiiiiiiiiiniiiiiiiiuiiiiiuiiiittiiiii — Voðalega er mikið af litlum og ljótum nýjum stúdentum.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.