Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1925, Page 24

Stúdentablaðið - 01.12.1925, Page 24
18 STÚDENTABLAÐ 1925 Við flesta háskólana eru ágæt bókasöfn og lestrarsalir til fræðiiðkana fyrir þá, sem eru langt á veg komnir. Ungir stúdentar fá ekki aðgang að þessum bókasöfnum og eru ströng ákvæði sett um notkun bóka og umgang allan í herbergjum þessum. 1 germönsku deildinni í Leipzig (Germanist- isches Institut) eru mörg þúsund bindi bóka um germönsk íræði og er þeim öllum haganlega raðað niður, málfræði, brag- fræði, tímaritum, orðabókum o. s. frv., hverju á sínum stað. þar geta þeir, er fást við samning vísindarita, setið allan dag- inn og hafa venjulega allar eða flestar þær bækur við höndina, er þeir þurfa á að halda. En vanti einhverja bók, er hægt að fá hana að láni úr hverri borg sem er á pýskalandi og jafnvel frá Norðurlönd- um. Háskólabókasöínin útvega þessar bæk- ur og lánþegi greiðir aðeins burðargjald. Að loknum seminaræfingunum, sem venju- lega eru mjög eríiðar, er sest að sumbli á einhverjum gildaskála. Liðkar þá Rínar- vín tungutak manna og tekur kennarinn stundum þátt í þessum gleðskap. þýskir stúdentar eru yfirleitt mestu lestrarhestar og eru eðlilegar ástæður til þess. Embættin eru fá að tiltölu við stúd- entafjöldann og samkepnin mikil. Margir keppa eftir að ná doktorsgráðu auk em- bættisprófsins og er tala þeirra miklu hærri hlutfallslega en á Norðurlöndum. Iþróttir eru þó iðkaðar meira á síðari ár- um en áður, enda nauðsynlegt, því að marg- ir stúdentar missa heilsuna vegna oflestr- ar. En þrátt fyrir erfiði námsins er stúd- entalíf á þýskalandi vafið ljóma æfintýr- anna; nýir heimar þekkingar opnast og fagrir draumar æskumannsins um óunnin afreksverk heilla og hvetja til dáða. Alexander Jóhannesson. -----o---- Stúdentaskifti. Á þjóðveldistímunum gömlu pótti sá naumast maður með mönnum, er ekki fór utan á æskuskeiði. Utaníörin var talin einn öflugasti þátturinn í þroska manns- ins. Enda er útþráin rík hjá æskumönnum þeirra tíma. Allir, er föng höfðu á, leituðu sér fjár og l'rama erlendis áður en þeir festu ráð sitt hér heima. Gefur þar að líta marga hugprúða drengi, fullhuga og skáld, er settu það jafnan hæst, að vinna sér og íósturjörðinni frægð og sóma. Áhriíin á þjóðlífið eru auðsæ: andríki og Ijör. — En er landsmenn höfðu glatað xrelsinu, lögðust utanfarir mjög niður. Vér verð- um meir og meir einangraðir. Deyfð og drungi færist yíir þjóðlíf vort. Eitir þvi sem aldir líða, fjölgar þó þeim mönnum, er utan fara til náms. En viöhorfið var talsvert breytt. Vér urðum að-sækja ment- unina á einn stað, í sérstaka stoinun er- lendis. Og margir íundu sárt til þess, að æðsta mentastofnunin skyldi ekki vera í landinu sjálfu. En lífið hefir leikið við oss. Vér höfum íengið óskir vorar uppfyltar: eigin háskóla og fullveldi. En þá er hins að gæta, að vér einangrum oss ekki um of. Við það, að háskólinn hér var stofnað- ur, lögðust að mestu eða öllu leyti niður utanfarir stúdenta til náms í þeim grein- um, sem hér eru kendar. Fara því stúdent- ar á námsárum sínum á mis við þá ment- un, víðsýni og þroska, sem dvöl með er- lendri þjóð getur veitt. Til þess að bæta úr þessu og jafnframt til þess að auka þekkingu annara þjóða á tungu vorri og menningu, fomri og nýrri, og afla oss vina erlendis hefir verið stofn- að til stúdentaskifta við aðrar þjóðir. þess- um stúdentaskiftum er komið svo fyrir, að stúdentaráðið útvegar erlendum stúdent- um endurgjaldslaust dvalarstaði hér á landi gegn því, að jafnmörgum íslenskum stúdentum verði veitt sömu kjör um

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.