Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1925, Síða 25

Stúdentablaðið - 01.12.1925, Síða 25
192f. STÚDENTABLAÐ 19 jafnlang-an tíma í landi hinna erlendu stú- denta. Stúdentar kosti þó ferðir sínar sjálfir. Frumkvæðið að stúdentaskiftunum á Lúðvig Guðmundsson. Hann flutti þetta mál fyrst í félaginu „Germania" um haust- ið 1920. þar var ákveðið að koma á skift- um við þýskaland og kosinn einn maður, dr. phil. Alexander Jóhannesson, í nefnd, er fyrir þeim skyldi standa. því næst flutti Lúðvig málið í Stúdentafélagi háskólans og kaus það annan mann í nefndina, Lúð- vig Guðmundsson (þá stud. med.). Síðast sneri Lúðvig sér til Háskólaráðsins og það bætti við þriðja manni í nefndina, pró- fessor Guðmundi Hannessyni. Um haustið 1921 komu fyrstu stúdentarnir á vegum þessarar nefndar til íslands, þjóðverjar tveir. En er nefndin hafði starfað í eitt ár, fékk hún mál þetta í hendur Stúdenta- ráðinu, sem þá var nýstofnað. Hefir Stú- dentaráðið síðan unnið að stúdentaskiftum við þýskaland, Noreg og Danmörku. Til- raunir hafa verið gerðar til þess að koma á skiftum við Svíþjóð, Sviss, England og Ameríku, þó að enn hafi eigi árangur bor- ið. Fyrir þessum skiftum hefir jafnan staðið sérstök nefnd, Stúdentaskiftanefnd- in, og hefir Lúðvig Guðmundsson alt af verið formaður hennar. Á þessum f jórum árum, sem liðin eru. síðan fyrstu skiftin komust á, hafa alls komið á vegum Stúdentaskiftanefndarinn- ar tólf útlendir stúdentar hingað til lands, ýmist til náms, viðkynningar eða skemt- unar. En utan hafa farið á vegum nefnd- arinnar um fimtán íslenskir stúdentar, þar af átta á þessu ári. Mál þetta hefir fengið hinar bestu und- irtektir víða, bæði utan lands og innan. Vert er að geta þess til dæmis, að Eim- skipafélagið hefir stutt mjög að stúdenta- skiftunum, með því að lækka alt að helm- ingi fargjöld landa á milli fyrir stú- denta. Örófi vetra hefir eyjan vor legið einangr- uð og afskekt norður í reginhöfum. þeir fáu, er kunnugt var um tilveru hennar, gerðu sér oft fáránlegar hugmyndir um ...................... llH.Miír, iiIiIiiT ... ..... Bóndi, sem rekur prestskap í sveit, sest inn í stofu með nágrannabónda, er nýlega hefir mist konu sína og vill reyna að hugga hann. Eftir nokkra stund sjá piltar prest hvar hann skýtst út úr stofudyrun- um og sigar gríðarlega á kýr, sem standa í lieyi þar á túninu. þegar hann kemur aftur til piltanna, rennir hann augum til himins og segir: ,,Er það ekki dásamleg- ur vott um æðri handleiðslu, piltar, að allan tímann, sem eg sat inni hjá honum Bimi, þá var eins og því væri stöðugt hvíslað að mér, að nú færi kýrnar í heyið.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.