Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1932, Side 3

Stúdentablaðið - 01.12.1932, Side 3
STUDENTABLAÐ Reykjuvík, 1. des. 1982 Háskóli og Stúdentagarður Háskóli. Á síðasta þingi voru samþykkt lög um byggingu fyrir Háskóla íslands. Segir í ]vessum lögum, að á árunum 1934-—40 er landsstjórninni heimilt að láta reisa bygg'- ing;u fyrir Háskóla íslands: „Höfuðbygging- in má kosta allt að 600 þúsundum króna, og skal verkið framkvæmt eftir því sem fé er veitt í fjárlögum. Skal svo hagað bygging- unni, að taka megi nokkurn hluta hússins til afnota fyrir háskólann, þótt byggingin sé ekki fullger". 1 2. gr. þessarra laga er skilyrði sett fyrir því, að ríkissjóður leggi fram fé til háskólabyggingar, að samkomu- lag náist við bæjarstjórn Reykjavíkur um, að Reykjavíkurbær gefi háskólanum til kvaðalausrar eignar 8—10 hektara af landi á þeim stað, sem kennslumálaráðherra og háskólaráði þykir hentugt. Nú hefir, eins og kunnugt er, oröið samkomulag um hent- uga lóð og hefir bæjarstjórn Reykjavíkur boðið fram land fyrir sunnan tjörnina, sem er nál. 16 hektara. að stærð. Munu allir sammála um, að lóð þessi sé mjög hentug og' tilboð bæjarstjórnar rausnarlegt. En mikill hluti þessa lands er nú leigður út til ræktunar með erfðaiesturétti og gilda sér- stök ákvæði um, að lóðarspildur þessar skuli afhentar, þegar krafizt er, gegn ákveðnu gjaldi, sem er 25—30 aurar fyrir hvern fermeter. Bæjarstjórn mun líta þannig á, að hið framboðna land sé kvaðalaust, því að í lögunum sé vitanlega átt við óræktað land, en gjald það, sem greiða þarf við af- hendingu lóðarspildnanna, sé fyrir ræktun- Prófessor Alexander Jóhannesson ina og að háskólinn yrði eða ríkissjóður vegna hans að verja svipaðri upphæð til ravktunar, ef um óræktað land væri að ræða, og ákveðið er um þær einstöku lóðarspild- ur. Núverandi kennslumálaráðherra lítur hinsvegar þannig á, að þessi lóð sé ekki kvaðalaus eins og tekið er fram í áður- greindum lögum. Hefir ekki reynzt mögu- iegt að samræma þenna tvennskonar skiln- ing á lögunum og má því vænta, að þingið í vetur verði að breyta lögunum um há- skólabygging, til þess að stjórnin geti tekið við hinni höfðinglegu gjöf bæjarstjórnar. Lögin gera ráð fyrir minnst 8 hektörum, en af þessum 16 hektörum eru ca. 2,75 al- veg „kvaðalausir“, svo að ekki þyrfti fyrst

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.