Stúdentablaðið - 01.12.1932, Síða 13
STÚDENTABLAÐ
11
hverju landi. Byrja veizlur þessar venjulega
með hljómleikum, málverkasýningu eða
höggmyndasýningu o. s. frv. Tilgangurinn er
nefnilega sá, að kynna útlendingum hina
margbreyttu hljómlist og myndlist hins
unga ríkis. Þetta verður auðvitað um leið
til þess að kynna hina mörgu íulltrúa, hvern
fyrir öðrum. Þegar að jólum leið var hafizt
handa, bæði í þýzkum og tékkneskum stúd-
entafélögunum, því að í Praha eru bæði
þýzkir og tékkneskir háskólar, og jafnvel
tinn rússneskur. Ég var boðinn á fund í
einu þýzka félaginu, sem Víkingur hét, en
þar átti þá að taka ákvarðanir um ferðina.
Var ákveðið að fara í skíðaferð norður í
Eisafjöll, fararstjóri var þá og kosinn og
lögð fram áætlun um kostnað, en hann var
sem svaraði 20 kr. íslenzkum, með ferðum
fram og aftur með járnbrautinni, fæðis-
kostnaði og húsnæði í Risafjöllunum í 14
daga.
Þeim þótti sjálfsagt, að ég yrði með, en
þegar ég sagði þeim, að ég hefði aldrei stig-
ið á skíði, urðu þeir steinhissa, „var þetta
ekki Arabi frekar en íslendingur“.
Nú, ég fór samt með.
Við lögðum af stað frá Praha á jóla-
dagskvöldið.
Það var glatt á hjalla í lestinni um nótt-
ina, það var sungið og spilað, og leikið á
allskonar hljóðfæri. Ég uppgötvaði þá að
]?arna voru félagar frá fleiri þýzkum stúd-
er.tafélögum, frá félaginu Sigurður og Guð-
run. Guðrún var félag kvennstúdenta. Þessi
nöfn kunna að hljóma einkennilega í eyrum
manna, en orsökin er sú að þetta eru Þjóð-
verjar, sem tékknesku landamærin hafa lok-
að út úr Þýzkalandi. Reyna tékkamir held-
ur að eyða þýzkum áhrifum í ríkinu, svo að
þjóðverjarnir þurfa stöðugt að vera á varð-
bergi um þjóðemi sitt. Lesa þeir því mikið
fomþýzkar og fomgermanskar sögur og
kveðskap, og kunna Völsungakviðu nálega ut-
an að margir hverjir, þeir haf aog seilst til
Njálu og Grettissögu og annara forn-
íslenzkra rita, sem út hafa komið á þýzku.
Við komum kl. 6 um morguninn til Hohen-
Elbe, sem liggur við rætur Risafjallanna.
Festu menn nú skíðin á sig og héldu af
stað upp í fjöllin. Snjór var lítill hið neðra,
en jókst þegar ofar dró.
Barrskógar miklir klæða hlíðar fjallanna,
urðum við því að þræða mjóa skógarstigu
upp eftir. Stóðu trén í röðum fram með
veginum og hengdu niður greinar og krónu
undan snjóþyngslunum; virtust þau hnípin,
en þolinmóð bíða hins fjarlæga sumars. Það
var bratt upp fjöllin, en samt sóttist leiðin
furðufljótt.
Sérhver ber sinn bakpoka með potti eða
kirnu, matvælum og svefnpoka.
Kl. 10 vorum við komnir á áfangastaðinn.
Það var Rennerbande (Rennerstaðir), eitt
af bændabýlunum í stóru rjóðri í skóginum.
Var nú Renner bóndi kallaður út, en hann
sagði oss heimila gistingu og beina allan,
áttum við að sofa á lofti í húsinu, en mat-
reiða og matast í eldhúsi bónda. Húsaskip-
un var sú á bænum, að byggingin var öll
eitt hús með risi með mæniás þvert á brekk-
una, en sneitt af báðum endum mænisins.
Var húsinu skipt í tvennt í miðju, í öðrum
enda var fjósið, sem hýsti nokkur hænsn
og einn hest auk kúnna. Á loftinu uppi yfir
fjósinu var hlaða. í hinum endanum var
eldhúsið, stærsta herbergið í húsinu. Þar
var matreitt, snætt, setið og sofið, en á loft-
inu upp yfir því voru tvö smáherbergi, hvít-
kölkuð innan, fyrir gesti. Af húsgögnum
var þar aðeins einn ofn og heypokum raðað
á gólfið eins og rúm leyfði.
Þarna sváfum við nú á heypokunum hlið
við hlið í svefnpokum okkar, 12 saman í
hvoru herbergi. Var ofninn rauðleitur áður
tn lagst var til svefns, en á morgnanna var
allt frosið, sem frosið gat og þykkt hrím-
lag á glugganum.
Kl. 8 fóru menn á fætur, tóku kalt bað
og klæddust. Þá var snæddur morgunverð-
ur og síðan lagt af stað út á fjöllin, í allar
áttir. Voru 2—4 menn saman í hóp með
nesti til dagsins bakpokanum.