Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1932, Page 7

Stúdentablaðið - 01.12.1932, Page 7
STÚDENTABLAÐ o inn, en svo setti ég sveiginn á höfuð mér og Lar hann eins og- sá hinn útvaldi". Enn hafði Björnson ekki skrifað staf til blaðs síns og hafði naumast sofið nokkra heila nótt alla ferðina. En er hann kom heirn, svaf hann því nær þrjá sólarhringa samfleytt. Svo reit hann 7 langar blaðgrein- ar, þrungnar af fjöri og eldmóði. Síðan varp- aði hann öllum „blaðskrifum“ fyrir borð, brá sér snöggvast heim, en fór síðan til Kaupmannahafnar. Hann vildi nú vera um stund þar, sem „skilningurinn væri meiri og iistin lengra á leið komin“ en heima í Noregi. --o-- Norræna læknanemamótið í Danmörku 14,—20. ágúst 1932 í byrjun ágústmánaðar s.l. héldum við 9 íslenzkir læknanemar af stað héðan á leið ti’ Danmerkur í því skyni, að taka þátt í móti norrænna læknanema („Nordisk Medi- cinerstevne"), sem haldið var þar í landi um miðjan þann mánuð. Auk okkar stúdentanna voru í förinni Guðm. prófessor Thoroddsen og frú hans. Stjórnaði prófessorinn ferðinni og kom fram fyrir hönd okkar, íslendinganna, á mótinu. Við lögðum lykkju á leið okkar og kom- um við í Hull og Hamborg á útleiðinni. Sjóferðin varð eins og hún gat bezt orðið. Ægir gerði litlar kröfur og honum var litlu fórnað, enda voru -/3 okkar ýmist reyndir „skútumenn" eða gamlir „togarakarlar“. Það var því ekki að undra, þótt mikið væri um gleðskap og kátínu á „Dettifossi“ og óspart sungið um „studentens lyckliga dag“. Við töfðum ekki nema liðlega hálfan sól- arhring í Hull og fengum því þar séð aðeins hið markverðasta, þó aðeins að utan, og það Islenzku þátttakendurnir á útleið stappaði nærri að ekkert yrði úr hinum fyrirhugaða samanburði á enska og þýzka bjórnum. I Hamborg höfðum við betri tíma og bar okkur þar ýmislegt nýstárlegt fyrir augu. Þótti mér þar mest koma til hins gríðarstóra Eppendorf-spítala, hinnar risa- vöxnu hafnar og dýragarðs Hagenbecks. Eppendorf-spítalinn tekur yfir geysistórt svæði, er í rauninni þorp út af fyrir sig með 76 spítalahúsum og rúmum fyrir hátt á þriðja þúsund sjúklinga. Trjágöng og trjágarðar eru þar á milli húsanna, svo n iklir, að öllu meira líkist það skemtigarði en spítalagarði. 1 garðinum eða görðunum ríkir kyrð, órofin af skarkala umheimsins, því spítalinn er sérstæður heimur með sjálf- stæðri, vísindalegri stjóm. I Hamborg fór tími okkar í margt annað en læknisfræðina, því að hvorttveggja var, að ýmislegt var þar að sjá og ekki ómerki- legt, og eins hitt, að innan fárra daga áttum við von á gnægð læknisfræðilegra fyrir- lestra, sjúkrahússvitjana o. s. frv. á lækna- nemamótinu í Danmörku. Þótt sjá mætti merki atvinnuleysis á korlum og' þó öllu frekar konum á götum Ilamborgar, þá bar þó hin volduga höfn borg- arinnar ægilegastan vottinn um atvinnuleys- ið, • ótelj andi mergð skipa lágu bundin við hafnargarðana svo að vart mátti sjá á milli

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.