Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1932, Page 9

Stúdentablaðið - 01.12.1932, Page 9
STÚDENTABLAÐ 7 sína með fagurri flugeldasýningu. Það segir sig sjálft, að dr. Hagedorn var maður vel látinn á mótinu. Er menn, morguninn eftir, höfðu rekið burt síðustu leyfar svefndrungans með hressandi baði í hinni forkunnarfögru sund- höll Kaupmannahafnar, var röðin komin að ljóslækningastofnun Niels Finsens. Þar sá- um við lampa Finsens, gamla og nýja.Hefir eftirmönnum hans tekist, ekki alls fyrir löngu, að gera mikilsverðar umbætur á Finsens-lampanum, svo að nú er lækninga- tiniinn þrisvar sinnum styttri en hann var upphaflega. Jafnframt liefir meðferð lamp- ans verið gerð einfaldari, þannig að nú getur ein hj úkrunarkona annast þrjá sjúkl- irga samtímis í stað eins áður. Svend Lomholt og 0. Chiewitz, báðir yíirlæknar við Finsens-stofnunina, héldu fyrirlestra um berklaveikislækningar og sýndu á sjúklingum áhrif ljóslækninga á húðberkla (lupus). Síðar um daginn hélt dr. med. Th. Mad- sen fyrirlestur á „Statens Seruminstitut“ um þá stofnun og hið mikilsverða verksvið l.ennar og' sýndi kvikmyndir af því, hvernig varnarfrumur líkamans ráðast að sóttkveikj- unum og gleypa þær í sig, og einnig af þvi, livernig blóðvatn er búið til. Þetta kvöld vorum við gestir danska Læknafélagsins í húsi þess„,Domus Medica“. Er það fagurt hús og skrautlegt, áður eign einhverrar aðalsættar. Doktor Fischer sýndi hér merkilegar kvikmyndir úr vefjafræð- inni, m. a. af því hvei'nig krabbameinsfrum- u.v skifta sér og margfaldast. Morguninn eftir, sem var miðvikudag- urinn 17. ágúst, var haldið út á Fjón til llindsgavl-hallarinnar við Middelfart. Hinds- gavl Slot er eldgamalt aðalsmannssetur, sem Norræna félagið hefir nú til umráða.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.