Stúdentablaðið - 01.12.1932, Qupperneq 10
8
STÚDENTABLAÐ
ITeldur félagið þar hin marg'víslegu Norð-
urlandamót, sem ]->að gengst fyrir og hefir
þar einskonar sumardvalarstað fyrir félaga
sína. Það var norræna félagið, sem hafði
stofnað til þessa móts fyrir norræna lækna-
stúdenta, og því var það, að seinni hluti
n.ótsins fór fram í Iiindsgavl-höllinni.
Umhverfis höll þessa er víðáttumikill
skemmtigarður, einkennilega fagur. Prýða
hann margskonar trjátegundir, tjörn, mor-
andi af gullfiskum, undurfagrir trjálundar
og bugðóttir stígar með margbreytilegum
laufþökum og hrífandi útsýn yfir Litla
beltið og hina fögru, skógi vöxnu eyju,
Fænö, — og þó er það aðeins einn stígurinn,
sem ber nafnið ,,Kærlighedsstien“, Hér átt-
um við að dvelja í 3 daga, aðeins 3 daga.
Það var því ekkert tiltökumál þótt ýmsir
ltngdu dagana með minnisstæðum kvöld-
göngum í þessurn fagra garði.
Það gerði ekki betur en að seinni hluti
miðvikudagsins entist til að uppgötva alla
þessa dýrð. Þó gafst sumum tóm til að ía
sér bað, því Hindsgavl eigninni tilheyrir
ágætur baðstaður.
Fyrsta kvöldið hlýddum við á fyrirlestur
di. Hagedorns um „álit leikra og lærðra
á læknislyfjum“. Eftir fyrirlesturinn söfn-
uðumst við saman í ,,garðstofunni“ og sung-
um þjóðsöngva allra Norðurlanda.
Á fimtudagsmorguninn skýrði dr. V.
Meisen í fyrirlestri „sambandið milli lækn-
irlistarinnar og vísindanna“, en eftir há-
degið þann dag fengum við okkur göngutúr
til Middelfart og hlýddum þar í kvikmynda-
húsinu á próf. L. S. Fredericia halda fyrir-
lestur um fjörefnarannsóknir, um leið og
hann sýndi kvikmyndir frá rannsóknum sín-
um á því sviði. Eftir fyrirlesturinn skoðuð-
um við sjúkrahúsið í Middelfart, en að því
búnu flutti vélbátur okkur heim á leið
til Hindsgavl. Sáum við þá hið mikla mann-
virki, brúna yfir Litla belti, í byggingu.
Þá um kvöldið hófust umræður um
„læknamenntunina á Norðurlöndum“. Tóku
]iar margir til máls, en háskólakennararnir
hófu umræður. Fannst okkur stúdentunum
mikið til um bjartsýni þeirra og frjálslyndi
og hefðum við helzt kosið að hér hefði ver-
ið um löggjafarþing að ræða, þar sem á-
kvarðanir væru teknar um kennslutilhög-
un og próf.
Þótti mönnum æskilegt að auka á ýms-
ai' hátt viðkynningu og samstarf læknastú-
denta og kandidata á Norðurlöndum, m. a.
með því að gera læknanemum og kandídöt-
um eins landsins kleyft að stunda nám og
fá kandidatsstöður í hinum löndunum. Til
að vinna að því að þetta mætti takast, var
nefnd sett á laggirnar daginn eftir. Situr í
henni af íslendinga háliu Ófeigur J. Ófeigs-
son. Eftir að heim var komið, hafa lækna-
nemar hér haldið fundi um þetta mál og
ltosið nefnd til að vinna að framgangi þess
af hálfu íslendinga. Sitja í henni próf.
Guðm. Thoroddsen og Vilm. Jónsson land-
læknir, en af hálfu læknanema auk Óf. J.
Ól. þeir Baldur Johnsen og Jón Sigurðsson.
Daginn eftir hlýddum við á tvo fyrir-
lestra: Generallæge Skot-IJansen um „sið-
fræði lækna“ (Lægeetik) og dr. med Th.
Madsen um „alþjóðasamvinnu gegn landfar-
sóttum“.
Það kvöld sátum við skilnaðarsamsæti,
er að því loknu gerðum við ýmist að danza
eða ganga okkur til skemmtunar í tungl-
] skinslýstum garðinum — afar skemmtilegt
kvöld, ]?ótt blandið væri það angurværð
si ilnaðarstundarinnar.
Út um hallarhlið Hindsgavl-hallarinnar ók,
morguninn eftir, hver bíllinn á fætur öðr-
um, fullur af læknanemum og prófessorum.
Við heyrðum hin norrænu húrrahróp (3
löng og 3 stutt) í síðasta sinn.
Nokkrum dögum síðar sigldum við á
„Gullfossi“ út Eyrarsund á leið til íslands,
þakklát fyrir þá rausn, er við mættum í
Danmörku, jafnt hjá stofnunum sem ein-
staklingum, þakklát Norræna félaginu fyrir
að hafa efnt til móts þessa og próf. Guðm.
r, horoddsen fyrir að hafa gert okkur kleyft
að taka þátt í því. J. S.