Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1932, Side 11

Stúdentablaðið - 01.12.1932, Side 11
STÚDENTABLAÐ 9 Stúdentar útskrifaðir úr Reykjavíkur-Menntaskóla vorið 1932 Myndin tekin i trjágarði Hressingaskálans Austurstræti 20. Ceskoslovensko. Það skröltir og gnötrar, hraðlestin leikur á reiðiskjálfi, hún þýtur með eldingarhraða niður aflíðandi halla Bæheimssléttunnar. Við eygjum ljósahaf framundan, í myrkr- inu. Eftir stundarkorn er lestin stöðvuð. Allt er á tjá og tundri; menn ryðjast með töskur og böggla fram og aftur út um glugga og dyr. Við erum í Praha (Prag). Ljósið varpar fölleitri skímu niður á hattana margvíslegu í hinu iðandi höfðahafi, en skugga ber á andlitin. Brátt dreifist mannfjöldinn. Ég stend á gangstéttinni fyrir framan hina geysistóru járnbrautarstöð. Ég hefi gert margar til- raunir til að spyrja vegfarendur, hvar næsta gistihhús sé o. s. frv., en þeir hrista höfuðið og flýta sér burtu. Ég talaði nefni- lega þýzku. Loks hitti ég lögregluþjón, en allt fór á sómu leið. Þegar hann hafði muldr- að nokkur orð til svars við mínu „Guten Abend“ flýtti hann sér burt, og ég stóð eftir með töskurnar, sína í hvorri hendi og horfði hissa á eftir manninum. Þá hitti ég annan lögregluþj ón, ég yrti á hann, ekki „Guten Abend“, þvi að reynslan hafði kennt ír.ér, að það dygði ekki, heldur „Bon soir Monsiour“. Hverju haldið þið, að maðurinn í

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.