Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1932, Page 17

Stúdentablaðið - 01.12.1932, Page 17
STÚDENTAB LAÐ 15 Mér þótti líkingin í síðari hluta vísunnar svo snjöll og íslenzk, að ég lærði visuna. Nú voru nýir fararskjótar komnir til sög- i'nnar, er um þurfti að yrkja, en líkingin var tekin af þeim gömlu. Ég hygg því, að stakan muni ekki detta úr sögunni með breyttum lífsháttum og hún verði líka ort jafnt til sjávar og sveita. Þótt hver vísa sé stutt og efnisgrip hennar lítið, hafa sum skáldin, t. d. Sigurður Breiðfjörð, Páll Ól- afsson, Þorsteinn Erlingsson og Jóhannes úr Kötlum sýnt að yrkja má heil og sam- felld kvæði undir rímnaháttum, um hvað sem vera skal, engu síður en eldri skáldin notuðu rímnahættina að mestu til hlutlægr- tr söguljóðagerðar. Engin ellimörk eru enn sýnileg á stök- unni, þvert á móti nemur hún ný lönd. Orð I’áls Ólafssonar: þegar mín er brostin brá, búið er Grím að lieygja, þorsteinn líka fallinn frá, ferlicndurnar deyja, hafa enn ekki rætzt, og engin líkindi eru fyr- ir, að þau muni rætast fyrst um sinn. Jóhann Sveinsson frá Flögu. Að gefnu tilefni íslenzku bannlögin eru nú búin að ganga í gegnum 17 ára hreinsunareld, og sá þanka- gangur, sem lá til grundvallar þeim, er orð- ir.n að viðundri. Saga bannlaganna er sagan um brostnar vonir þeirra ófyrirleitnu „agita- tora“, sem komu lögunum á, mannanna, sem fóru út um landið fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna 1908 og prédikuðu um það „Guðs dýrðar Kanaan“, sem hvergi var til, mann- anna, sem útbýttu „Templar“ ókeypis um allt land í agitationsskyni, mannanna, sem vorðu 1908 um 20 þús. krónum í agitationir meðal almennings, mannanna, sem töpuðu alstaðar fylgi, þar sem agitationir voru elíki hafðar í frammi, mannanna, sem svif- ust þess ekki að telja tæpa þrjá fimmtu iiluta greiddra atkvæða, fengna með ófyr- irleitnum agitationum, fyrir meiri hluta þjóðarinnar. Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vissu ekki, hvað þeir gjörðu. — Þeim fór eins og refnum, sem misst hafði skott sitt í bog- anum. í 17 ár eru bannlögin íslenzku búin að vera þjóðinni til háðungar, í 17 ár hefir sú siðspilling, sem sigldi í kjölfar þeirra haft o

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.