Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1932, Page 22

Stúdentablaðið - 01.12.1932, Page 22
20 STÚDENTABLAÐ íslenzkir stúdentar erlendis. Eftirfarandi upplýsingar hefir blaðið fengið hjá Pétri Sigurðssyni, form. upplýsingaskrifstofunn- ar: Upplýsingaskrifstofan hefir leitazt við að fá sem réttastar upplýsingar um íslenzka siúdenta, sem stunda nám erlendis, en með því að svo skammt er liðið síðan nám hófst í haust, þá hafa stúdentar þeir, sem lofuðu að senda upplýsingar í þessu efni, ekki get- að komið því við ennþá. Verður því að byggja á skýrslum þeim, sem Upplýsinga- skrifstofan aflaði sér í fyrra og munu vera nálægt réttu. Voru þá 88 stúdentar erlendis og stunduðu þessar námsgreinir: Lögfræði.... 1 Dýrafræði . . . . 2 Hagfræði . . . 10 Eðlisfræði .. .. 2 Málfræði 10 Efnafræði . . . . 3 Sagnfræði .. . 6 Jarðfræði 2 Uppeldisfræði . 1 Grasafræði . . . . 1 Bókmenntasögu . 1 Stjörnufræði. . . 1 Heimspeki . . . 2 Landafræði .. . . 1 Læknisfræði.. . 2 Stærðfræði . . . . 2 Tannlækningar . . 7 Tryggingar . . . . 1 Dýralækningar . . 1 Verkfræði .. .. 17 Leikfimi 1 Byggingarlist . . 4 Málaralist .. . 1 Verzlunarfræði .. 4 Hljómlist. .. . 2 Blaðamennska . . 2 Sönglist 1 Rúmlega helmingur stúdenta var við þýzka skóla og rúmlega þriðjungur í Dan- mörku. Af þessum hóp munu einhverjir hafa lok- ið námi síðastliðið sumar, en ýmsir neyðzt til að hætta námi vegna fjárskorts, um stundarsakir, eða þá fyrir fullt og allt. Hin- ir nýju stúdentar hafa flestir horfið til há- skólans hér. Þó hafa nokkurir byrjað nám eriendis, og er Upplýsingaskrifstofunni kunnugt um þessa: 1 við hagfræðinám, 1 stundar bókmenntasögu og frakknesku, 1 byggingarlist, 1 tannlækningar, 3 verkfræði, ] náttúrufræði. Tala þeirra, sem nú dveljast við erlenda skóla, er að líkindum nokkuð lægri heldur en síðastliðið ár. Skákfélag Háskólans var stofnað 19. febr. 1932. Hvem föstudag kl. 8—111/2 síðd. voru taflfundir haldnir og' flestir allvel sóttir. Til frekari lærdóms og skemmtunar voru fjöl- tefli háð við nokkra skákmeistara úr Taflfél. ítvíkur. Hið fyrsta við skákkonung íslands, Jón Guðmundsson, stud. med. fór þanmg, ao hann vann 11 skákir, tapaði 3 og 2 jafn- Lefli. Annað í röðinni var háð við Eggert G. Gilfer. Úrslit urðu þessi: 11 unnar, 5 tapaðar og 2 jafntefli. Sunnudaginn 20. n arz var hið þriðja við Ásmund Ás,geirs- son og lauk því með 14 unnum skákum, 2 töpuðum og 2 jafnteflum. Síðar var enn teflt við þá Jón Guðmundsson og E. Gilfer með líkum árangri sem fyrr. — Þess er vert að geta, að félagið fékk j-íflegan styrk hjá Háskólaráði til kaupa á taflföngum. Stjói’n félagsins skipa nú: Gunnar Thor- oddsen, stud. jur. (form.), Gísli Brynjólfs- son, stud. theol. (féhirðir) og Kristbjörn Tryggvason, stud. med. (ritaiá). Nú stendui’ yfir kapptefli og eru þátttakendur 8 að tölu. Nýr prófessor. Bjarni Benediktsson hefir verið settur prófessor í stj ónlagafræði og réttarfari í stað Einars Arnórssonar. B. B. l&uk prófi vorið 1930 með hæstu einkunn, sem tekin hefir verið við lagapróf hér, og eítir skemmra háskólanám en venja er til. Tók hann þó jafnan mikinn þátt í félags- lifi stúdenta og var þar hinn mesti atkvæða- maður, t. d. formaður Stúdentaráðsins, 0. s. frv. Hann hefir síðan stundað nám í Kaup- mannahöfn og Berlín, enda er hann talinn lærður vel. Ilann hefir þegar getið sér hið bezta orð sem kennari, og mun það mála sannast, að hann muni verða mörgum lík- logri til að fylla skarð það, er varð við brott- fór E. A., hins mikla kennara og vísinda- manns. Þykir og mega ætla, að hann muni vel hlutgengur reynast til vísindastarfsemi, er tímar líða fram. Vill Stúdentablaðið hér- með bjóða hann velkominn að Háskólanum, og óska honum alls farnaðar í hinu veglega og ábyrgðarmikla starfi.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.