Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Síða 10

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Síða 10
2 STÚDENTABLAÐ Haukur He/gason, stud. occon.: ÚTFÖRIN Mér berast úr tóniinu óiuar af klukknanna klii), og kirkjan birtist í fjarska, lukt skýjabólstrum. Það er haustmorgun, hvítar götur af nýfallni mjöll; hundruð skínandi perlna, sem þiðna og eyðast. Allt Hfandi og dautt er lögmáli þessu háð: Lífverur hníga til moldar, hið dána forgengur, jafnvel atómið sundrast, ekkert fær staðizt þau lög, sem alvaldur tímans setti í fyrnd vorri jörð. Eg hrekk upp úr þessum þönkum og svipast um: í þyrpingu stendur fólk undir kirkjutröppum og horfir andagt á líkfylgd, er Hður hjá, likkistu borna af hóldugum virðingarmönnum, prúðbúnum vel, með pípuhatta, t kjól. Postullegir á svip með hálfluktum augum þeir ganga hægt og stillt með fáguðu fasi. Felsi ekki t sérhverjum drætti andvökunótt? syrgjendanna sálarangist og tregi? sorg þeirra manna, er kveðja frænda eða vin? Eða hvers vegna sýnist mér andagtin uppgerðarfals, argvítug hræsni og klókindi fláráðuháttar? sérhver dráttur t andliti yfirborðsmennska? allt þeirra fas sem skinhelgi, ef betur er góð? Eg horfi á sýn þessa hrelldur og skilningsvana, en hugstola mannfjöldinn lítur til jarðar og viknar, og loftið er mettað af helgi, þrungið af þjáning. Þá er sem tómið sé rofið af óhugnarmætti, og spurningin sú eins og himinteikn hálofium á: ,,Hvern á að jarða með sltkri viðhöfn í dag?“ þvi einhver í hópnum heyrist spyrja um það. Hann lítur í kringum sig: „Ætlar enginn að svara?" Orðvana manngrúinn starir sem fanginn til jarðar. Loks segir einn: „Það er ÍSLAND, sem á að grafa. Það átti ekki lengur nóg til daglegrar þurftar og andaðist stðan, örbirgur þjóðalimur, umkomuleysingi, grafinn með samskotafé". Þá er sem himinninn klofni, björgin bresti. Þá byltir sér jörðin setn móðir við nýja hríð. Kólguský hylur sólu og svellkaldur vindur sverfur hrtmgaða kletta með stingandi nálum, og sýnin hverfur í húmið á þeirri stundu, og hér stend ég einn líkt og daufdumbur, skilningsfár. Hvort var þetta einungis ömurleg martröð, draumur, eða ógnvænleg spásýn um lokaskeið vorrar þjóðar? ekki slíkt sambýli til lengdar. Áhrif á tungu þjóðarinnar og menningu alla segja fljótt til sín. Þeirra áhrifa er þegar farið að gæta. — Önnur hætta af hinni erlendu hersetu er þó í dag enn geigvænlegri: Efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er í voða vegna gífurlegra fram- kvæmda á vegum hersins. Framkvæmdir þessar soga til sín mikið innlent vinnuafl til stórtjóns fyrir helztu framleiðslugreinar þjóðfélagsins. Og miklar gjaldeyristekjur af hernaðarfram- kvæmdunum ýta undir óhóflega gjaldeyris- sóun landsmanna. í dag eru þessar fram- kvæmdir í þágu erlends stórveldis ein höfuð- stoð hins íslenzka efnahagslífs. Bresti sú stoð, virðist hrun eitt fram undan. Sví mjög er þjóðin orðin efnahagslega háð hinu erlenda stórveldi. Efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar virðist vera að fara forgörðum. Aðeins þessi mikla hætta, er þjóðinni stafar af dvöl hins erlenda hers i landinu, réttlætir það, að herinn hverfi þegar á brott. Eigi þjóðinni að verða þess nokkur kostur að geta haldið efnahagslegu sjálfstæði, verður hún þegar að hefja viðreisnarstarfið, láta herinn fara og byrja að standa á eigin fót- um. Ástand alþjóðamála er nú friðvænlegra en nokkru sinni fyrr. Ekkert réttlætir því dvöl hins erlenda hers lengur í landinu. Stúdentar vilja í dag benda þjóðinni á hina miklu hættu, er sjálfstæði landsins stafar af hinum erlenda her og framkvæmdum hans. Þeir telja, að þegar verði að bægja þessari hættu frá. Krafa þeirra í dag, 1. desember, er sú, að herinn hverfi þegar á brott úr landinu.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.