Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Page 32

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Page 32
24 STUDENTABLAÐ SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON, stud. mag.: Við eigum skyldu að rœkja Síðan lýðveldi var sett á íslandi 17. júní 1944, hefur 1. desember mjög horfið í skuggann sem hátíðisdagur. Það hefur fallið í hlut stúd- enta að minnast þessa dags og um leið sjálf- stæðismála þjóðarinnar yfirleitt. Má segja að á því fari vel, því að stúdentar stóðu jafnan í fylkingarbrjósti, meðan við háðum sjálfstæðis- baráttu okkar við Dani. Síðan Island varð sjálfstætt ríki, hafa af- skipti stúdenta af þjóðmálum breytt nokkuð um svip. Ekki hefur verið ríkjandi sami eld- móðurinn og gagntók menn, meðan við áttum í höggi við danskt vald, og jafnvel hafa á síð- ustu árum heyrzt hjáróma raddir frá einu félagi stúdenta, Vöku, að ekki sé rétt að minn- ast á sjálfstæðismál 1. desember, heldur beri að helga daginn merkjasölu í fjáröflunarskyni, eða kirkju og kristni. Sem betur fer hafa stúdentar hrundið meiri- hlutavaldi þessa félags í þremur síðustu stúd- entaráðskosningum. Sýnir það, að enn vilja stúdentar halda á loft merki íslenzks sjálf- stæðis, og enn vilja stúdentar berjast gegn þeim hættum, sem steðjað geta að sjálfstæði og menningu þjóðarinnar. Síðan 1951 að erlendur her settist á íslenzka grund, hefur það einkum verið þyrnir í aug- um þessa minnihlutafélags í Stúdentaráði, að á það sé minnzt 1. desember, að hætta geti stafað af dvöl herliðs hér, svo að ekki sé talað um, að minnast megi á, að segja upp þeim samningi, sem gerður hefur verið við Banda- ríki Norður-Ameríku um dvöl þess hér. Það hefur jafnan verið skoðun frjálslyndra stúdenta, að dvöl erlends hers í landinu sé neyðarbrauð og hér beri alls ekki að leyfa hersetu á friðartímum. Það er einnig skoðun alls þorra okkar, að síðan hið erlenda herlið kom hingað, hafi ekki verið sú stríðshætta í heiminum, sem réttlætti setu þess hér. Hafi sú hætta verið fyrir hendi, er það var hingað kallað, þá teljum við nú brostin þau rök, er til þess lágu. Því teljum við nú ótvírætt, að segja beri upp herverndarsamningum við Bandaríkin. Til þessarar skoðunar okkar hníga mörg rök, og vil ég í þessari litlu grein, sem félagi okkar hefur verið gefinn kostur á að birta í blaði þessu, aðeins drepa á þau, sem ég álít veiga- mest. Af dvöl hins erlenda hei’liðs leiðir ákaflega efnahagslega röskun í þjóðfélaginu. Þótt á því sé fullur vilji þeirra aðila, sem um þessu mál fjalla nú fyrir hönd landsins, að vinna í þágu hersins dragi sem minnst vinnuafl frá íslenzk- um atvinnuvegum, þá sækir stöðugt meira í það horf, að menn telja vænlegra að vinna störf í þágu hersins en starfa að innlendri framleiðslu. Menn skyldu fyllilega gera sér þess grein, að þegar svo verður komið, að hernaðarvinna er stærsti tekjugjafi þjóðar- innar, þá er ekki hægt að segja, að hún standi á eigin fótum fjárhagslega. Það gerir þjóðin ekki, ef hún getur ekki lifað af þeim tekjum, sem hún getur aflað með vinnu að innlendri framleiðslu. Þá ber ekki síður að líta á þá menningarlegu hættu, sem stafar af dvöl hersins í landinu. Margt af því fólki, sem vinnur á vegum hersins er ungt og áhrifagjarnt, og það er alkunna, að

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.