Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 15

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 15
STÚDENTABLAÐ 7 ur heiðarlegur listamaður geri það . . ." Þrátt fyrir þetta ótviræða orðalag varð það að samkomulagi litlu síðar, að leitað skyldi til Alþingis um nokk- urn rithöfundarstyrk handa Halldóri. Eg var um þær mundir þingskrifari, og gerði ég mér allt far um að efla þingheim til fylgis við tillöguna. Man ég ekki til þess að hafa i annan tíma haft slíkan áróður í frammi, en einn þáttur hans var sá, að ég skrifaði i Morgunblaðið heilsíðugrein um „Al- þingi og íslenzka rithöfunda". Þykir mér í raun- inni enn i dag vænt um að hafa skrifað þá grein, þvi að þar kemur, að ég hezt veit, i fyrsta sinn fram afdráttarlaus viðurhenning á hæfileikum Halldórs, og máttu þeir þó vera öllum augljósir fyrir af því, er hann hafði þegar ritað. Við 2. um- ræðu fjárlagarina í neðri deild var svo samþykkt með glæsilegum atkvæðamun að veita Halldóri 1500 kr. „til ferðalaga og ritstarfa". Þótti vildar- mönnum hans mikill sigur unninn, en sú dýrð stóð ekki lengi. Einhver óhappamaður varð til þess að hera niður í Alþingishús nýprentað hefti af Eimreiðinni, þar sem birt var kvæði eftir Hall- dór Kiljan Laxness. Gekk heftið næstu daga frá einum þingmanni til annars og lét hvarvetna eftir sig hina voveiflegustu óhugnan. Þótti þá sem örlög Halldórs mundu ráðin, og fleiri en einn þingmaður atyrti mig harðlega fyrir að hafa hlekkt sig til fylgis við þetta hræðilega vandræða- skáld. Er ekki að sökum að spyrja, nema að styrk- urinn var felldur burt úr fjárlagafrumvarpinu í efri deild með nærfellt öllum atkvæðum. Þetta umrædda kvæði var Únglíngurinn í skóginum, sem síðan hefur átt fast sæti i úrvali íslenzkra Ijóða. Halldór lét vitanlega engan hilbug á sér finna við þessi úrslit, og sjálfur hafði hann látið svo um mælt í grein þeirri, sem áður er getið: „Is- lenzkum rithöfundum ætti ekki að vera vandara um að lifa við sult og seiru en öðrum ísl. lista- mönnum. Hitt er að harma, að þeir hafa ekki gert sér Ijósa grein þess, hve hátt her að setja markið til þess að íslenzkur skáldskapur í lausu máli geti orðið markaðsgengur í heimsbókmenntun- um, á sama hátt og saltfiskur vor á heimsmarkað- inum. Oss er flest dælt innan íslenzkra land- steina og Ijótt að fyrirlíta fósturlandið; en vafa- +-------------------------------------------+ i Halldór Kiljan Laxness: Stríðið Spurt hef ég tíu miljón manns sé myrtir í gamni utanlands: sannlega mega þeir súpa hel; ég syrgi þá ekki; fari þeir vel. Afturámóti var annað stríð í einum grjótkletti forðum tíð, og það var alt útaf einni jurt sem óx í skjóli og var slitin burt. Því er mér siðan stirt um stef, stæri mig lítt af því sem hef, því hvað er auður og afl og hús ef eingin jurt vex í þinni krús. (Sjálfstætt fólk). +---------------------------------------—---+ laust verða tíu fyrir einn um að skrifa skáldsögur um íslenzka hreppapólitik og lauslæti í Reykja- vík, enda þótt einhverjir færi markið út fyrir landsteinana, hefji þjóðerni sitt upp í veldi há- menningarinnar og þoli erfitt brautargengi fyrir kappkostun þess að rita á íslenzku máli full- komin verk, — verk, sem hefja mættu nafn ís- lands til vegs og virðingar hvar í heiminum sem hæstar kröfur kunna að vera gerðar til snilldar". Það er nú löngu vitað, hver hugur fylgdi máli, er Halldór reit þessi athyglisverðu orð rúmlega tvítugur, og þarf ég þar engu við að bæta. En þetta sama vor tók liann sér fari til Miðjarðar- hafslanda með erlendu flutningaskipi, sem lagði upp frá Hafnarfirði, og fylgdi ég honum þangað um borð. Man ég það síðast til Halldórs að þessu sinni, áður en stigið væri á skipsfjöl, að hann brá sér inn til kunningjafólks sins í Firðinum og hafði þaðan með sér að láni Heimskringlu Snorra Sturlusonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.