Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Side 13

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Side 13
leitt ekki, að Halldór var sjaldgæflega bráð- þroska, og um æði margt var hann stórum fullorðnari í liugsun en við félagar lians. Þannig man ég vel, að hann talaði af full- komnu virðingarleysi um þá lítilfjörlegu til- burði, sem við Sigurður viðhöfðum i því skyni að koma okkur ufp varanlegum ást- meyjum, og mátti skilja, að sjálfur væri hann löngu vaxinn itpp úr slíku mbarnaskap. Þá var Halldór fimmtán vetra. Þrátt fyrir skáldskaparannir og fleiri frá- vik, sóttist námið sæmilega, og lukum við allir prófi upp í fjórða bekk um vorið. En þá er reyndar komið að einu því atriði, sem mig langar til að minnast á, og vona ég að vinur minn, Haildór, misvirði ekki við mig, þó að ég í því sambandi vitni að honum for- spurðum til gamailar ritsmtðar, sem sennilega er á fárra vitorði. Við islenzkupróf þetta vor höfðum við að ritgerðarefni sumarstörf manna hér á iandi. Er ekki að orðlengja það, að Halidór skrifaði um þetta alllanga smásögu. Ejailaði hún um ungan kaupstaðarbúa, sem ræður sig í kaupavinnu austur í Flóa. Hefur hann fengið hest sendan til fararinnar og ferðast nú „dag- fari og náttfarí', með „höfuðið skorðað af há- um, snjóhvitum flibba", sem „minnir samt Elóamennina á gapastokk", bætir höfundur- inn við. Ber svo ekki tii tíðinda, fyrr en komið er á leiðarenda. Tekur þá kaupamaðurinn tii við heyskap- inn. „Hann vinnur eins og víkingur alia vik- una, en á sunnudagsmorgnana fer hann seint á fætur og setur þá upp stóra flibbann". A bænum er nefnilega ung og iagleg kaupa- kona, og „það er alltaf að brjótast í honum, hvernig hann eigi nú að fara að því að koma sér vel við stúlkuna og — biðja hennar". En hér verður að fara fljótt yfir sögu. Kaupamaðurinn „vill vita fyrir víst, að sér sé alvara", og auðvitað kemst hann smám saman á þá skoðun, að hann hljóti að eiska stúlk- una. Hann hefur m. a. tekið eftir því, að „honum finnst maturinn vondur án hennar og Flóinn ijótur án hennar", og það dregur Laxnes í Mosfellssveit. Þar ólst Halldór Kiljan Laxness að mestu lerti upp. Unuhús við Garðastræti var iengt heizta athvarf ungra, fátækra lista- manna í Reykjavik, «' m. Halldórs Kiljans Laxness. Gljúfrasteinn í Mosfellssveit, þar sem skáldið hýr nú.

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.