Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Síða 14

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Síða 14
6 STUDENTABLAÐ jafnvel úr honum allan mátt, ef hann á að hinda á móti öðrum en henni. En samt rekur hvorki né gengur. „Hvort hann stendur i forinni upp í hné, í húðarigningu og fellir störina, holdvotur og leirugur, eða hann hindur skrjáfandi þurr- heyið á einhverjum harðhalanum, i hrakandi sól- skini og norðanþurrki, hann er alhaf að lnigsa um, hvernig hann eigi að hiðja hennar". Og þannig líður sunmrið. Loks „taka veðrin að versna, vindurinn verður kaldari, regndrop- arnir stórir og haglkenndir. Svört regnskýin þjóta um himininn, og sjaldan nýtur sólar. Grasið fer að fölna, hlómin að falla, fuglarnir verða daprir og hópa sig undir hrotiferð . . En svo er það eitt sinn í septembermánuði, rétt áður en kaupa- fólkið fer, að Palli litli, sonur hóndans, er að reka, ærnar. „Það var snemma dags, og hryðjnr höfðu gengið allan morguninn, en á milli sást til sól- ar . . . Uppi á engjum mætti Palli litli kaupa- manninum og kaupakonunni. Þau leiddust. Palli litli varð agndofa af undrun . . „Nokkru síðar leit hann við og horfði á eftir þeim. Þá sá hann hvar regnhoginn stóð, svo skín- cndi fallegur, og honu.n sýndist þau standa undir miðjum hoganum — eins og í stórum skrautleg- um dyrum að einhverjum helgidómi. Palla litla fannst þetta svo mikilfenglegt, að hann gat ekki líkt því við neitt, er hann hafði áður séð“. Þannig er sögunni giftusamlega lokið. Reynd- ar virðist höfundurinn að endingu gefa í skyn, að unnustinn kunni að hafa verið svikinn um eitthvað af sumarkaupinu, en hvað gerði það til? Hann hafði fest sér „konu, hæði góða og elskulega, sem var miklu meira virði en þó hann hefði komið með vasana, hattinn og stígvélin full af peningum". Vitanlega þarf enginn að ætla, að saga, sem ungur drengur hripar upp við prófhorðið á naum- um tíma og fyrirvaralaust, sé samfellt eða galla- lítið listaverk. En samt hygg ég, að í þessari óvenjulegu prófritgerð hregði fyrir i furðuskýru Ijósi ýmsum þeim einkennum, er seinna hafa rutt höfundinum hraut til heimsfrægðar, allt frá hófsamlegu skopi til hinnar skáldlegustu feg- urðar. Og það eitt, hversu Halldór hregzt við verkefni sínu, hefur út af fyrir sig harla athyglis- verða mannlýsingu í sér fólgna. Næsta haust settumst við Halldór í fjórða hekk, þann, er frægur gerðist af skáldum sínum. Þetta varð minnisstæður vetur: styrjaldarlok, eld- gos i Kötlu, mannskæð drepsótt, er nefndist spanska veikin, fullveldistaka Islands. En sam- vera okkar Halldórs varð í þetta sinn vonum skemmri. Honum lá á að komst út í heim, og nokkru fyrir próf um vorið hvarf hann frá námi. Skáldsaga hans, Barn náttúrunnar, var þá í smíð- um, og hjó hann á næstu vikum handritið til prentunar. Sigldi hann að svo húnu til Kaup- mannahafnar, og mánuði síðar var hann orðinn rithöfundur á danska tungu. Birtust sögur hans m. a. t Berlingske Tidende, og má nærri geta, að okkur félögum hans hafi þótt þetta allmiklum tíðindum sæta. Það mun samt aldrei hafa hvarfl- að að honum að halda til langframa inn á þá hraut, 'enda lá til allrar hamingju annað fyrir honum. Samhand okkar Halldórs var æði slitrótt næstu árin, en í árshyrjun 1924 kom hann heim frá Clervaux, þar sem hann hafði átt klaustursetu um skeið, og har þá aftur fundum okkar saman nær daglega. Get ég vart hugsað mér geðfelldari ungan mann en Halldór var á þessu skeiði. 1 þetta sinn hafði hann með sér handrit að skáld- sögunni Undir Helgahnúk, og kom hún út þá um sumarið, en auk þess var ætlun hans að ganga undir stúdentspróf og fara stðan utan til háskólanáms i kaþólskri guðfræði. Þreytti hann prófið næsta haust, en stærðfræðin varð honum að falli, og var hann þannig dæmdur frá öllum hæfileikum til æðra náms. Það er ekki ónýtt að eiga skólakerfi, sem stendur svo trúlega á verði urn hámenninguna. Áður en ég lýk þessu skrafi, vil ég geta þess, að í janúarmánuði 192S skrifaði Halldór í Morg- unblaðið alllanga og skemmtilega grein um menn- ingarmál, og kemst hann þar m. a. svo að orði: „Að sækja um listamannastyrk af þeim hunds- hótum, sem hér á landi er kastað í frömuði skap- andi listmenntar, er meiri vanvirða en að segja sig Hl sveitar, enda get ég naumast skilið, að nokk-

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.