Stúdentablaðið - 01.12.1955, Síða 16
8
STUDENTABLAÐ
Jón Haraldsson tók saman.
Úr verkum Halldórs Kiljans Laxness
Höll sumarlandsins
Ég man Jní sagðir einu sinni að það sem þú
værir hræddastur við af öllu á Sviðinsvík, það
væru krakkarnir á götunum, sagði Örn. Svo það
er eingin von til að þii hafir ánægju af að hlusta
á mig. Ég er krakkarnir á götunum. Ég er krakk-
inn sem var alinn upp skurðinum og á girðing-
unni, krakkinn sem alt var stolið frá áður en
hann fæddist, krakkinn sem var enn eitt óhappið
ofan á öll önnur í fjölskyldunni, ein handfylli
af sorpi til viðbótar í hauginn þar sem hanarnir
standa galandi. En fyrir hragðið þarft þú heldur
ekki að tala við mig eins og einginn hafi upp-
götvað nauðsyn fegurra heims nema þú. Eg veit
alveg eins vel og þú hvað er fegurð og jafnvel
hvað er andi, þó þú sért sjálfur Ljósvíkingurinn,
en ég sé hara kendur við örn og úlf. Fegurðin,
það er jörðin, það er grasið á jörðinni. Andinn,
það er himininn með Ijósi sinu yfir höfðum
okkar, loftið með þessum hvítu skýum sumars-
ins sem dragast saman í flóka og greiðast sundur.
Ef það væri til réttlæti í veröldinni þá ætti ég
aðeins eina ósk, og hún væri sú að mega liggja
uppíloft í grasinu, í þessu himneska Ijósi, og horfa
á skýin. En hver sem heldur að fegurðin sé
eitthvað sem hann geti notið sérstaklega fyrir
sig sjálfan, aðeins með því að yfirgefa aðra menn
og loka augunum fyrir því mannlífi sem hann
er þáttur af, — hann er ekki vinur fegurðarinnar.
Hann endar annaðhvort sem skáld Péturs Þrí-
hross eða prókúristi hans. Sá sem ekki berst
hvern einasta dag æfi sinnar til hinsta andartaks
gegn þeim fulltriium þess illa, gegn þeim lifandi
ímyndum þess Ijóta, sem stjórna Sviðinsvíkur-
eigninni, hann guðlastar með því að taka sér
nafn fegurðarinnar i munn.
Tvö úng skáld sitja í grasinu einn hásumardag
og tala um mannlifið. Síðan var laung þögn.
Örn Úlfar horfir út i fjarska sínu óralángdræga
augnaráði, munnvikin dregin niður, andlitið ber
svip af ólinnandi þjáníngu. Ljósvíkingurinn situr
flötum beinum á jörðinni og reytir upp gras af
ákafa, klórar alla leið niður í grassvörðinn, niður
í bera moldina, hann er orðinn óhreinn á fíngr-
unum. Svo hættir hann snögglega að reyta, lítur
upp, horfir á vin sinn hinum bláu hreinu aug-
um, og segir i eftirvæntíngarfullri barnslegri ein-
lægni:
Það þarf afskaplegt þrek til að vera maður. Örn.
heldur þú að ég hafi þrek til þess?
Þú hugsar urn það í haust þegar ég er farinn,
sagði vinur hans. (Bls. 196—19S).
Eldur í Kaupinhafn
Arnas Arnæus mælti: Herra Úffelen! Mitt hjarta
hrærist að sönnu að heyra útlendan mann kunna
svo góð skil þeirra dæma sem orðið hafa á lslandi:
en þó vor lausnari hafi haldið frá oss mörgum
sínum ástgjöfum hélt ég síst þyrfti að frýa min-
um landsmönnum minnis. Örlög Ögmundar
Skálholtsbiskups og Arasonar Hólabiskups eru
og verða sérhverjum lslendíngi næst hjarta með-
an aldir renna. Og þó Danakonúngi hafi að vísu
enn ekki tekist þrátt fyrir góðan vilja að selja
oss mansali er þó ærið aðgert til þess að hans
allramildasta hjarta mun í íslenskum sögum og
fræðum ókominna tíða eignast sinn verðskuld-
unarstað.
Maður sem ætlar að kyrkja lítið dýr í greip sinni
mun að lokum þreytast. Hann heldur því arms-
leingd frá sér, herðir takið um kverkar þess sem
má, en það deyr ekki; það horfir á hann; klær
þess eru úti. Þetta dýr mun ekki vænta sér hjálpar
þó tröll komi með biíðskaparyfirbragði og segist
skulu frelsa það. Hitt er lífsvon þess að tíminn
sé þvi hailkvæmur og iini afl óvinar þess.