Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Page 23

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Page 23
STÚDENTABLAÐ 15 sem hikar við að tala opinskátt um spillingu af ótta við að móðga þann, sem spillzt hefur, hann gerist sjálfur um leið háður spillingunni. Sá sem vill segja, hvað er rétt, má ekki vera hrædd- ur við að segja, hvað er rangt. Og forusta í málefnum alþýðu á aldrei að vera forusta í skjalli um alþýðu. Reyndar skyldi enginn halda, að hernáms- spilling íslenzkrar alþýðu sé orðin slík, að ástæða sé til að örvænta. Um það hefur hann tekið af öll tvímæli hann vinur minn gamli, sem útsynningsbáran í Bugtinni hafði gert slæman í fótunum. Og hann talar fyrir munn allra félaga sinna á litla bátnum, fyrir munn allra félaga sinna á öllum öðrum íslenzkum fiskibátum, fyrir munn félaga sinna á togurun- um, fyrir munn félaga sina í fiskvinnslustöðv- unum víðs vegar um landið, já og fyrir munn félaga sinna í sveitunum, þar sem enn er slegið gras handa kúm og kindum: ,,A Völlinn, já . . . En ég hef einhvernveginn aldrei haft mig í það“. Þessir menn eru íslenzk alþýða, og það er alveg óhætt að tala við þá af einurð og festu. Sumir þeirra eru kannski ekki miklar frelsis- hetjur í nösunum, en þeim mun meiri frelsis- hetjur eru þeir í hjartanu. Og þó að þeir séu ef til vill fáráðlingar í augum þeirra sem hafa tileinkað sér herstöðvasiðferðið, þá verður það einmitt fyrir þennan fáráðlingshátt þeirra, og fyrst og fremst fyrir hann, sem Island bjargast. En þessir menn eru ekki öll íslenzk alþýða. Og Islandi er enginn greiði gerður með há- stemmdum fullyrðingum um, að íslenzk alþýða geti alls ekki spillzt. Því að allstór hluti hennar hefur þegar spillzt og á eftir að spillast enn meir, ef áfram heldur, sem nú horfir. Tj’g var einu sinni háseti á vélbáti; það var annar bátur en sá, sem frá var sagt í upp- hafi greinarinnar. Þessi bátur hafði þá nátt- úru, að ef vélin var keyrð mikið, fór púströrið að glóa en púströrið lá úr vélarrúminu upp með stýrishúsinu, og þegar það glóði, rugluðust í því segulskautin, og þetta hafði þau áhrif á áttavitann að hann skekktist. Svipað þessu hefur átt sér stað um hinn siðferðilega áttavita alltof margra Islendinga. Með.fjármagni sínu hefur bandaríska hernaðar- auðvaldið keyrt vélina svo afskaplega, að púst- rörið er farið að glóa, og af þeim sökum hafa segulskautin færzt úr lagi, og áttavitinn þar með skekkzt svo mjög, að stýrt er út í óvissu, jafnvel út í algjöra glötun. En það er enn hægt að lagfæra áttavitann. Þegar púströrið á fyrr nefndum báti fór að glóa, fylltum við fötu með sjó og skvettum úr henni á rörið, þangað til það hætti að glóa, og þar með var áttavitinn aftur kominn í lag. Með þessu sama ráði má eflaust einnig lag- færa flesta þá siðferðilega áttavita Islendinga, sem komnir eru úr lagi. Og það verkefni verða málgögn hernámsandstæðinga og forustumenn alþýðu að annast. Þessir aðiljar mega ekki lengur hika við að skvetta hinum kalda sjó sannleikans á rörið. Þeim ber að ræða allar hliðar hernámsvanda- málsins af einui’ð og festu. Þeir eiga að segja það afdráttarlaust, að hverjum heiðarlegum Is- lendingi er það til háborinnar skammar að vinna við bandarískar hernaðarframkvæmdir á sama tíma og starfskrafta hans er þörf við ís- lenzka framleiðslu. Þeir verða að gera hinar ströngustu siðferðiskröfur til íslenzkrar alþýðu í sambandi við þessi mál. En sérstaklega ber þeim að gera strangar kröfur til þeirra, sem þykjast geta samrýmt þetta tvennt: að vera andstæðingar hernámsins, og vinna við að byggja það upp. Sá sem slíka vinnu stundar, verður ekki kvitt við ættjörð sína með því einu að segjast vera sósíalisti, þjóðvarnarmaður, vinstri alþýðuflokksmaður eða vinstri fram- sóknarmaður og þar með andstæðingur her- námsins, því að vinnulaun hans eru hluti þess fjár, sem verið er að kaupa ættjörð hans með. Svona eiga málgögn hernámsandstæðinga og forustumenn alþýðu að tala til hennar. Og því fyrr sem þetta er gert, því betra. Þeim mun fleiri munu þá átta sig í tæka tíð, þeim mun fleiri bjargast úr hinu siðferðilega myrkri herstöðv- anna út í birtu íslenzks lífs og frelsandi fram- tíðar. En þegar þar að kemur, sem eflaust verð- ur fyrr en seinna, að við losnum alveg við her- námið, þá verðum við að sama skapi sterkari, heilbrigðari og hamingjusamari þjóð sem færri okkar hafa hnigið til þeirrar niðurlægingar að þiggja laun úr blóðsjóði bandaríska hernaðar- auðvaldsins. Það er ósk mín og von, að þessar hugleiðingar mættu reynast þó ekki væri nema einn kaldur dropi á hið glóandi rör. Neskaupstað, 16. nóv. 1955.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.