Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Side 27

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Side 27
STUDENTABLAÐ 19 sá grunnur, sem aukin velmegun og heilbrigt sjálfstraust þjóðarinnar mun rísa á. A undanförnum áratugum hafa verið reistar hér á landi nokkrar vísindastofnanir til vinnu í ýmsum greinum náttúrufræði, tæknifræði og læknisfræði. Sem eðlilegt er stríða þessar stofnanir við margvíslega byrjunarörðugleika, en þær hafa þó lagt ómetanlegan grundvöll, sem auðveldara verður að byggja á. Við eigum fátæklega erfð á vísindasviðinu. Vísindaleg störf njóta ekki sérlega mikils álits hér á landi enn sem komið er, og aðbúnaður að vísindastarfsemi er ekki svo góður sem skyldi. Til dæmis eru vísindaleg störf oft á tímum verr launuð en t. d. störf iðnaðarmanna. Það er því eðlilegt, að úrvalið af ungum menntamönnum sækist ekki eftir að leggja fyrir sig vísindaleg störf í náttúruvísindum, verk- fræði og læknisfræði, eins og þó þyrfti að vera. Nú þarf að gera ráðstafanir til að vekja áhuga hinna efnilegustu manna á vísindastörf- um, hjálpa þeim til að fá nauðsynlega fram- haldsmenntun og æfingu, og þá munu smám saman skapast starfsskilyrði fyrir þá að fram- haldsnámi loknu. Sá mannafli, sem getur orðið fær um að vinna fyrsta flokks vísindalega vinnu í hverju landi, er takmarkaður. Þær fjárhæðir, sem eyða þarf, til að þessi fámenni hópir geti þroskazt og notið sín, eru þá heldur ekki ýkja stórar, en þær skila sér aftur margfaldlega, ef viturlega er á málum haldið. Öflugur vísindasjóður hefði þurft að vera til hér fyrir löngu, og sannarlega er kominn tími til að hefjast handa um stofnun hans nú. Ef stofnun og starfsræksla sjóðsins fer vel úr hendi, verður ekki öðru trúað en hann geti á árabili stóreflt vísindalega menningu í landinu og þannig orðið öflug lyftistöng menn- ingarlegra og atvinnulegra framfara með þjóð- inni. Þess vegna þurfa allir góðir menn að leggja hugmyndinni lið. LÝÐHVÖT Að hrekjast af háum, en hýsast af þeim smá — er heimslániS annaS, sem hið nýja vænta má? Að verSa’ af sínum svikinn, af sínum, einmitt þeim — á sannleikurinn annars að vænta hér í heim? I norðurarmi fylkingar fána vorn má sjá, og frelsi, trú og þjóðlíf er skrifað þar á; sá Guð, sem oss gaf landið og lífsins kostaval, hann lifir t því verki, sem fólkið gera skal. Vér mörgu, vér smáu, vér vinnum þetta verk, og vilji' ei hinir skilja, þá fram með iygin sterk. Það hyrjaði sent blærinn, er bylgjum slær á rein, en brýzt nú fram sem stormur, svo hriktir í grein. Og rokviðrið nálgast fyrr en nokkur veit af, en nákalt og rjúkandi kveður við haf: Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk, er helgast afl um heim, eins hátt sem lágt má falla fyrir kraftinum þeim. Björnstjerne Björnson. — Matthías Jochumsson þýddi. — ----------—

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.