Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 30

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 30
22 STUDENTABLAÐ JAKOB BENEDIKTSSON, magister: Fáein orð um orðabók háskólans Svo oft hefur verið minnzt á orðabók Há- skólans í blöðum og útvarpi á undanförnum árum að þarflaust ætti að vera að rekja hér tildrög hennar eða sögu starfsins. Hins vegar væri ef til vill frekar ástæða til að minnast á fáein önnur atriði sem við orðabókarmenn erum stundum spurðir um. Eins og mörgum er kunnugt er það starf sem hingað til hefur verið unnið við orðabók- ina eingöngu fólgið í orðasöfnun, og svo mun enn um sinn. Tímabilið sem þessi orðasöfnun tekur til er frá 1540 og fram á okkar daga. Tímatakmarkið aftur á bak var ákveðið fyrir- fram, þar sem orðabók sú yfir íslenzkt fornmál sem unnið er að á vegum Arnanefndar í Kaup- mannahöfn á að ná fram að 1540. Þetta ártal er ekki valið út í hött, heldur vegna þess að á því ári kom út þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu, fyrsta bók prentuð á ís- lenzku sem varðveitt er. Prentaðar bækur siða- skiptaaldar fluttu íslenzkum lesendum mikinn orðaforða sem lítt hafði sézt á bókum fyrir þann tíma, og á sömu öldinni lauk að fullu einni mestu breytingu sem orðið hefur á ís- lenzkum framburði frá upphafi, hinni svo nefndu hljóðdvalarbreytingu. Þó að sú breyt- ing sé óháð tilkomu prentaðs máls, þá eru þessi tvö atriði: nýr og aukinn orðaforði prent- máls og hljóðdvalarbreytingin, þess eðlis að torvelt er að benda á önnur þáttaskil mikil- vægari í sögu íslenzkrar tungu. Nú er þetta ekki svo að skilja að ætlunin sé að sleppa öllu máli sem eldra sé en 1540 í orða- bók Háskólans, síður en svo. Ganga má að því vísu að þegar til þess kemur að búa orða- bók Háskólans undir prentun verður orðabók Arnanefndar farin að koma út, og verður þá hægt að nota niðurstöður hennar beint að því leyti sem þess gerist þörf. Þangað má sækja þá vitneskju sem nauðsynleg er um elztu sögu íslenzkra orða, án þess að íþyngja orðabók Háskólans með miklu dæmasafni úr elztu heim- ildum. Islenzkar bækur prentaðar frá upphafi prent- aldar og fram um miðja 19. öld eru ekki fleiri en svo að vinnandi vegur er að lesa þær allar til orðtöku, og það að viðbættum þeim ritum sem síðar hafa verið gefin út frá þessum öld- um. Enda er nú svo komið að við höfum orð- tekið meginið af öllu íslenzku prentmáli fram um 1830 (að meðtöldu því sem síðar er prentað frá þessum tíma), auk ýmissa yngri rita. Þessi orðtaka er nýjung að því leyti að þessi rit hafa yfirleitt verið harla lítið notuð í þeim orðabókum sem til eru, enda hefur sitthvað komið í ljós sem ekki var áður vitað. Auk þess hafa verið orðtekin allmörg óprentuð orðasöfn frá sama tíma, en á því sviði er þó stórmikið ógert, eins og síðar verður vikið að. Nú hlýtur sú spurning að vakna hvort þær bókmenntir sem hér um ræðir sýni rétta mynd af íslenzkri tungu þessara alda. Því miður verður að svara þessari spurningu neitandi. I meira en tvö hundruð ár var eina prentsmiðjan á Islandi í höndum biskupanna, og prentmálið sem frá henni kom var að heita mátti eintómt guðsorð: biblían, helgisiðabækur, sálmar, barna- lærdómur, prédikanir, hugvekjur, bænir o. s. frv. Málið á þessum ritum er því vitanlega einhæft; fyrirferðarmikil svið tungunnar eiga sér þar fáa eða enga fulltrúa. En þessi svið voru þó engan veginn ónotuð í riti á þessum öldum. Ógrynni handrita með allskonar efni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.