Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Síða 36

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Síða 36
28 STÚDENTABLAÐ I. Vegur og virðing þekkingarinnar hefur verið misjafn í aldanna rás. A vorum dögum mun vart annað þykja sæmandi en játa því, að sjálf- sagt sé að leita allrar þeirrar þekkingar, er auðgað getur og bætt mannfólkið. Hins vegar munu þeir menn fleiri nú en fyrir nokkrum áratugum, er orðnir eru langþreyttir eftir þekk- ingu um ýmis þau mál, sem talin eru miklu varða. Sumir virðast efast um, að vísindin, uppspretta þekkingarinnar, séu jafntraust hellu- bjarg og menn töldu sig vita eða vonuðu á öldinni sem leið og bjartsýnir menn og góð- gjarnir gera enn í dag. Þessu greinarkorni er ekki ætlað að fjalla um fangbrögð vísindanna við dýpstu rök til- vérunnar eða annað það, sem menn vonuðu á sínum tíma, að brátt myndi fást úr skorið fyrir þekkingu, en þykjast nú illa um sviknir. Því er einungis ætlað að benda á, að þarflegt væri að auka til muna þekkinguna á vettvangi félagslegra vísinda og að til þess muni ekki önnur stofnun líklegri en Háskóli Islands. II. Orðið félags- eða mannfélagsfræði mun fæst- um sérlega tamt. Fróðir menn hafa myndað það til að tákna vísindagrein, sem fjallar um samtök manna og menningarlíf, rannsakar skipulag þjóðfélaga þeirra, trúarlíf, siðaskoð- anir, lagareglur, atvinnuhætti, listir og vísinda- ÞÓR VILHJÁLMSSON, stud. jur.: Vanrœkt vísindi störf og leitast við að setja fram lögmál um mannfélagið byggð á þessum rannsóknum. Eins og að líkum lætur er hér um harla víðfeðm — sumir segja óljós — fræði að tefla. Orðið sociologia mun fyrst hafa verið notað snemma á síðastliðinni öld og þá í heimspekikerfi Frakka nokkurs. Hugtakið sociologia eða félagsfræði hefur tvenns konar merkingu, víðtæka og þrönga. Hinum félagslegu vísindum eða íélags- fræði í víðtækri merkingu er oft skipt í þessar undirgreinar: Félagsfræði í þröngri merkingu, tölfræði (statistik), stjórnfræði (e.: political science), hagfræði, lögfræði, stjórn- sýslufræði, félagsmálafræði, fræðslumálafræði, verzlunarfræði og siðvenjufræði. I þessari grein verður einkum fjallað um 2 þessara vís- indagreina: félagsfræði (í þröngri merkingu) og stjórnfræði. Undir hina fyrri falla rann- sóknarefni eins og menning og félagslegar breytingar, menningarsamtök, hreyfingar (verkalýðshreyfingar, ungmennafélagshreyfing- ar), mannaforráð, myndun byggða og eyðing, skipting mannfólksins eftir ýmsum sjónarmið- um, fólksfjölgun, fólksfækkun, sveitamenning, borgamenning, fjölskyldumálefni. Stjómfræðin fjallar um ríkið, uppruna þess og tilgang, vald þess, skipulag, samband handhafa ríkis- valds sín á milli og við einstaklinga og félög þeirra. Hún fjallar og um efni eins og stjórn- málaflokka, kosningar o. s. frv. Hér hefur verið minnzt á nokkur viðfangs- efni 2 greina hinna félagslegu vísinda. Stjórn- fræðin fjallar um eðli, form og starf ríkisins, en félagsfræði í þröngri merkingu verður hér ekki skýrgreind á annan hátt en gert var að framan. Við þetta verður ekki dvalizt lengur, en bent skal á nokkur dæmi, sem virðast styðja þá fullyrðingu, að hinum félagslegu vísindum, og einkum þeim 2 greinum, er sérstaklega voru nefndar, ætti að sinna meira en gert hefur verið.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.