Stúdentablaðið - 01.12.1955, Síða 38
30
STÚDENTABLAÐ
IV.
Hér hefur verið bent á eitt dæmi til að
renna stoðum undir þá skoðun, að leggja ætti
meiri rækt við félagsleg vísindi en nú er gert.
Ótal fleiri mætti til tína. Oft er talað um röskun
á jafnvægi í byggð landsins. Sumir rekja or-
sakirnar til mismunandi atvinnuskilyrða, aðrir
tala um ólík lífsþægindi og tækifæri til
skemmtanalífs. Flutningur fólks milli byggðar-
laga var efni doktorsritgerðar, sem íslenzkur
maður varði nýlega við erlendan háskóla, en
ritið mun ekki hafa verið prentað. Það má
nefna, að ítarlegar rannsóknir um ýmis fjöl-
skyldumálefni vantar. Enn má minnast á af-
brot ungmenna og svo mætti lengi áfram
halda.
Hagfræði og lögfræði eru þær greinar félags-
legra vísinda, sem mest hafa verið stundaðar,
og er einnig svo hér á landi. Þó hefur verið
minnzt á rit um fólksflutninga innanlands, sem
er eftir Jóhannes Nordal. Hannes Finnsson
biskup skrifaði bók um mannfækkun af hall-
ærum. Jónas Jónasson frá Hrafnagili um ís-
lenzka þjóðhætti, Ólafur Davíðsson um leiki,
Jón Jacobson og Rannveig Schmidt um manna-
siði og ýmsar athuganir er að finna í gömlum
annálum, sýslulýsingum og ferðabókum. Um
hag lands og þjóðar hafa hins vegar lengi verið
haldnar skýrslur, og hefur það verk verið í
höndum Hagstofu Islands. Nýlega hafa hag-
fræðiathuganir mjög verið auknar og verkum
skipt milli hagstofunnar, Framkvæmdabank-
ans og nagfræðideildar Landsbankans. Ymsar
aðrar stofnanir sinna og þessum málum.
Meðal þeirra er laga- og hagfræðisdeild háskól-
ans. Hún hefur og verið eina fasta stofnunin
hér á landi, sem sinnt hefur vísindarannsókn-
um í lögfræði.
Sjálfsagt er nokkuð vafamál, hversu nauð-
synlegt verður talið, að rannsóknir í félagsleg-
um vísindum fari fram á háskólans vegum.
Svipaðar tilraunir hafa mistekizt. T. d. hefur
sambandið milli skólans og hinnar svonefndu
atvinnudeildar hans orðið nafnið tómt — því
miður. Ekki verður þó í fljótu bragði séð, að
annar aðili sé til að taka þessa þjónustu að
sér, en vafasamt, hvort heppilegt er að byrja
með sérstakri stofnun í upphafi. Verkefnin eru
svo margvísleg, að sennilega er bezt að fikra
sig áfram, skapa einstökum vísindamönnum
starfsskilyrði, en einskorða ekki verkefnin um
I
I
Vor
Nit strýkur vorið vetrarsvefn úr augurn
og veldur óróleik í mínum taugum,
]>ví ísa leysir inn til dals og heiða.
Þar ætla ég til löngu þráðra veiða.
Er silungar í fiskivötnum vaka
— ég veit, að einmitt þessir munu taka —
er lítil fró að liggja flatur heima
og láta sér þar nægja að dreyma, dreyma.
Ur fiskisælum hyl sig herðir strengur,
en hann skal ekki komast undan lengur,
því fallvötn öll í æðum mínum vaxa
við umhugsun um þunga, sterka laxa.
Sú dýrð, sem fljót míns lands og lygnur
geyma I
í leynum hjarta míns á einnig heima. j
, ug'p mín sál, já upp til hárra heiða. j
Mig hefur lengi dreymt að veiða og veiða. j
|
+------------------------------------------+
of. Þó væri þarna að sjálfsögðu fenginn aðili
til að taka að sér ákveðin verkefni, sem fyrir
kynnu að koma, líkt og nú er með lagadeild-
ina. I háskólanum gætu fræðimennirnir haft
samband við ýmsa aðila, er létt gætu störf
þeirra, og þeir gætu með kennslu sinni veitt
stúdentum, einkum í laga- og hagfræðisdeild,
þýðingarmiklar leiðbeiningar og gert þá hæfari
til starfanna, sem þeirra bíða.
Þau verkefni eru mörg, sem úrlausnar bíða,
og háskólinn hefur þar stóru hlutverki að
gegna. Rannsóknir og kennsla í félagsvísindum
er meðal þess, sem nauðsynlegast er.
Upp
Ölafur Haukur Ölafsson: