Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Page 39

Stúdentablaðið - 01.12.1955, Page 39
STÚDENTABLAÐ 31 SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, stud. med. íslenzk stúdentasamtök Á síðustu árum hafa ný stúdentafélög verið stofnuð víða út um land, og hefur sú þróun leitt hugi margra að þeirri ótvíræðu nauðsyn, sem er á stofnun íslenzkra stúdentasamtaka. Stúdentar og menntamenn eiga sér margt sameiginlegt, og er það kunnara en frá þurfi að segja. Því eru stúdentafélögin til orðin. Hins vegar verður því ekki neitað, að flest þessi félög eiga allerfitt uppdráttar, og ber margt til. Mun flestum ljós sá örðugleiki, sem er á starfrækslu fámenns stúdentafélags úti á landi. Stúdentafélögin þurfa því að taka hönd- um saman til framgangs eigin málum, menn- ingarmálum og ýmsum sérstökum stúdenta- málum. Um hlutverk og tilgang stúdentasamtaka má fara hér nokkrum orðum, þó að mönnum megi ljóst vera, og upptalning hér geti engan veginn verið tæmandi. Höfuðhlutverk þeirra hlyti auðvitað að vera vernd nýfengins sjálfstæðis þjóðarinnar. Þar undir gæti svo flokkazt mest- öll starfsemi þess. Eitt aðalviðfangsefnið hlyti þannig að vera menningarmál, t. d. heimsóknir erlendra andans stórmenna, sem nú er að mestu undir hælinn lagt, hvort hingað leggja leið sína, og barátta gegn þeirri lágmenningu, sem nú virðist vera í deiglunni, bæði hér í bæn- um og úti á landi. Þetta verkefni er auðvitað geysiyfirgripsmikið, en hvort tveggja er, að stór og sterk samtök þarf til að sinna því svo vel sé, og eins hitt, að engum stendur nær en stúdentum að koma þar til skjalanna. Stúdentasamtökin yrðu auðvitað bæði bak- hjarl og málsvari íslenzkra stúdenta. Má benda á ýmis verkefni, er bíða þeirra í þeim málum. Þannig skortir íslenzka stúdenta við nám er- lendis með öllu málsvara og stuðning samtaka hér heima, en á slíku er tíðum mikil þörf, eins og nærri má geta. Loks er þess að geta, að ýmis stór og merk verkefni bíða framkvæmda í málum stúdenta hér við skólann. Ber þar hæst í svipinn byggingar félagsheimilis og hjónagarðs. Um bæði þessi verkefni má segja, að þau hljóti einkum að vera verk samtíðar- innar fyrir framtíðina, eins og svo oft vill verða. Því er langeðlilegast, að allir íslenzkir stúdentar taki höndum saman um þessi mál. Hugmyndin um samtök íslenzkra stúdenta er ekki ný af nálinni. Efnt hefur verið til tveggja landsmóta íslenzkra stúdenta, og á hinu síðara var stofnað Stúdentasamband Islands (18.—20. júní 1944). Segir í lögum þess, að til- gangurinn sé m. a. sá, „að standa vörð gegn öllum þeim öflum, sem sjálfstæði þjóðarinnar, andlega, efnalega og stjórnarfarslega, getur stafað hætta af.“ Frekar er ekki hægt að segja hér af þessu sambandi, því að fárra lífdaga virðist því hafa orðið auðið. En væntanlega taka þeir nú höndum saman, sem helzt hljóta um mál þetta að fjalla, og gera það, sem fært þykir. — Á heimleið Ljós eru slohknuð og landið er svart, í loftinu er ekkert að hanga’ á, og pað er í sannleika helvíti hart að hafa ekki jörð til að ganga’ á. Káinn. V_______________________/

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.