Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 18.03.1959, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 18.03.1959, Blaðsíða 7
7 d^tiídentabiaS íslendinga á Grænlandi. Að visu gerði Haagdómstóllinn þessa kenningu óvirka, er hann úr- skurðaði, að litdauði þeirra myndi alls ekki liafa þau álirif, að hin fornu yfirráð glötuðust. Hins vegar liefur hún átt mest- an þátt i þvi, að Islendingar hafa látið Grænland og Grænlend- inga sig svo litlu skipta, sem raun ber vitni. Er nú svo kom- ið, að þeir líta á ibúa Grænlands sömu augum og herraþjóðin, Danir. Vel mættu þeir vita, að eigi er lengra en öld síðan Is- lendingar voru sömu barbararn- ir i augum Dana og Grænlend- ingar eru nú. Er þvi illa farið, að fslendingar skuli svo fljótir að gleyma og taka upp sama oflátungaháttinn. Það er stað- reynd, að Danir líta nú á Eski- móa sem þeim óæðri verur, og liöfum við í þvi efni ummæli bæði grænlenzkra og góðra danskra manna. En hverjir eru þessir Eskimóar? Danir og ýms- ir aðrir halda því fram, að hér sé um að ræða þá menn, er Is- lendingar hinir fornu nefndu Skrælingja. Nú vill svo til, að við eigum margar ágætar lýs- ingar af Skrælingjum og kem- ur þá i ljós, að lýsingin á þeim kemur alls ekki heim við Eskimóa. Auk þess eru til sagn- ir meðal Eskimóa um Skræl- ingja, og koma þær heim við lýsingar íslendinga. Skrælingj- ar voru mjög lágir vexti, ekki nema 3—4 fet að hæð, kolsvart- ir og híbýli þeirra voru mjög frumstæð, jarðholur. — Verk- menning þeirra var á afar lágu stigi. — Af riti Adams klerks af Brimum frá ca. 1070 og síð- ari heimildum, má sjá, að græn- lenzkir veiðimenn (búsetu- menn, setar) voru þá farnir að blandast Skrælingjum. Menn tíndust stöðugt út í almenning- ana á Grænlandi og gerðust þar setar, og dró Norðurseta nafn sitt af þeim. Vegna vanefnda konunga á loforðum um sigl- ingar lil landsins, tæmdust ís- lenzku bændabyggðirnar lolcs alveg. Setarnir íslenzku blönd- uðust við Skrælingjana, glötuðu tungu sinni og þeirri menningu, er í henni geymdist, þar með trú sinni. — Er Hans Egede fór suður í Eystriln'ggð 1723 sá hann þar háa og hvíta menn, káta og lífsglaða. Þegar lagarök þrýtur í máli þessu, er ýmsum öðrum rök- semdum kastað fram gegn rétt- arkröfum okkar, sem þykja til þess fallnar að villa mönnum sýn. Má þar t. d. nefna þessa full- yrðingu: Ef Islendingar geta krafizt Grænlands, geta Norð- menn krafizt Islands. Þó að það sé liálfgerð móðgunvið lesendur þessa hlaðs að eyða orðum i þessa fullyrðingu, get ég ekki setið á mér samt að vikja að henni fáum orðum. Norðmenn voru ekki til sem þjóð og Noregur ekki til sem þjóðfélag, er Island byggðist. Is- STtJDENTABLAÐ Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla íslands. Ritnefnd: Styrmir Gunnarsson stud. jur., ritstjóri. Þór Magnússon, stud. mag. Haraldur Henrýsson, stud. jur. Auglýsingastjóri: Stefán M. Stefánsson, stud. jur. Teiknari: Bolli Þ. Gústavsson, stud. theol. Félagsprentsmiðjan h.f. land byggðist að mestu af sek- um mönnum frá ca. 25 þjóð- um í Noregi og úr nokkru færri þjóðfélögum á Bretlandseyjum. Og þegar fyrsti vísir að þjóðfé- laginu Noregur var orðinn til, viðurkenndi Noregur fullveldi Islands með þvi að gera við það sáttmála (1016—1023). Þá er því slegið fram, að Is- lendingar, nýsloppnir úr greip- STCDENTAR MlJtflÐ J/auJt S \ M I 17 7 5 9

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.