Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 18.03.1959, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 18.03.1959, Blaðsíða 3
^tddentablaó Það var um 980, að Snæbjörn galti fann land í vestri frá Is- landi. Þess lands leitaði Eirikur rauði Þorvaldsson 982 og nefndi Grænland. Árið 986 létu 25 skip i haf til Grænlands, en 14 kom- ust út. Áhaf nir þessara skipa og þeir, sem siðar komu, stofnuðu tvær stórar bændabyggðir. íbúarnir höf ðu sitt eigið ályktarþing, sem var ekki löggefandi. Giltu þar i öllu islenzk lög og hafði dóm- þingið ekkert vald til að breyta þeim, en gat hins vegar gert samþykktir til að fylla þau. Landið var nýlenda Islands, al- ger hliðstæða annarra nýlendna meðal forngermanskra þjóða. Árið 1262 gerðu íslendingar samning við Noregskonung. Þar játuðu þeir honum lönd, þegna og ævinlegan skatt. Við þennan sáttmála varð Island ekki á nokkurn hátt háð Noregi, held- ur komst það aðeins i uppsegj- anlegt persónusamband viðNor- eg. Þessi rikisréttur landsins hélzt óskertur, glataðist aldr- ei. Sambandið milli Islands og Grænlands hélzt þvi óbreytt. Konungur fór þar með stjórn i umboði Islendinga og fylgdi það ætið Islandi og konungi þess. 1814 komst Island, og þarafleið- andi einnig Grænland, undir Danmerkurkrónu, og siðan hef- ur Danakonungur f arið þar með stjórn i umboði Islendinga. Gamli sáttmáli er enn í gildi, um reglum Háskólans, eða reynst sekur um háttsemi, sem er ósamboðin háskólaborgara." Háskólaráð vildi ekki að þessu sinni grípa til brottvikningar, en áminnir stúdentaráðið eindreg- ið og alvarlega um að gæta bet- ur sóma Háskólans og sjálf s sín í blaðaútgáfu sinni." hvað Grænland snertir, og senn hlýtur að koma að því, að ís- lendingar taki stjórn landsins í sínar hendur og ákveði örlög þess. Allt fram á miðja 19. öld þekktist ekki önnur skoðun en Haraldur Henrýsson, stud. jur.: HEFJUM SÓKN Á NÝÍ sú, að Grænland hefði alla tið verið nýlenda Islands. Gilti þetta jafnt um Dani sem aðra. Nægir þar að vitna í orð J. F. W. Schle- gels, sem á fyrri hluta 19. ald- ar var prófessor i stjórnlaga- fræði og réttarsögu við Hafnar- háskóla. Segir hann m. a.: „I Grágásen findes de mest afgjö- rende lovbestemmelser om Is- lands forhold til sin Grönland- ske Colonie". En um þetta leyti tóku frelsiskröfur Islendinga að gerast æ hávœrari. Danir sáu, hvert stefndi og gerðu sér Ijóst, að slitu Islendingar sig lausa, tækju þeir Grænlend- inga með sér. Það var þá, — fyrst þá, — sem sett var fram sú kenning, að Grænland hafi verið sjálfstætt lýðveldi, sem gengið hafi Noregskonungi á hönd 1261. Auðvitað var þessi kenning órökstudd, enda ekki til stafur fyrir henni í heimild- um. En Danir voru mjög lagnir í að troða henni inn i öll rit, sem eftir þetta voru rituð um Grænland og grænlenzk mál- efni. Örfáir Islendingar, hand- bendi Dana, haf a lagt sig i f ram- królca við að sanna þessa fals- kenningu, en hafa ekki haft er- indi seni erfiði. Forsvarsmenn þessarar kenn- ingar fullyrða, að foringi ís- lenzku landnámsmannanna, Ei- rikur rauði, hafi verið skóg- armaður. — Þetta fær á eng- an hátt staðizt. Skógarmað- ur var óferjandi, óalandi og réttdræpur, hvar sem i hann náðist, og hann gat aldrei öðl- azt þegnréttindi sín á ný. Við vitum af heimildum, að er Ei- ríkur hafði verið gerður sekur á Þórsnesþingi 982, hlaut hann stuðning hinna mestu breið- firzku höfðingja. Þeir sigldu með honum út um eyjar og hafa gefið honum skip það, er hann sigldi á til Grænlands, því að eigur seks manns voru ætíð gerðar upptækar. Með þessum stuðingi sínum hefðu þeir unn- ið sér til óhelgi ef um skógar- mann hefði verið að ræða. Þá er það lagalega ómögulegt, að skógarmaður hafi fengið for- ræði yfir skipshöfn. — Það, sem að fullu útilokar mögu- leikann um skóggang Eiriks, er, að eftir 3 ár snýr hann aftur heim til Islands og fer þá að fullu frjáls ferða sinna. Eiríkur hefur því aðeins verið f jörbaugs- maður, en þeir voru einmitt út- lægir í 3 ár. Hann var þvi ís- lenzkur þegn alla tíð. Eins er um aðra landnámsmenn; þeir voru

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.