Stúdentablaðið - 01.01.1970, Side 5
STÚDENTABLAÐ
5
HUGLEIÐINGAR
UM NOKKUR VANDAMÁL
ÍSLENZKS NÚTÍMAMÁLS
Svarið við spurningum um vanda og stöðu íslenzks nú-
tímamáls veltur ákaflega á því, frá hvaða sjónarmiði menn
líta á eðli tungunnar. Sannleikurinn er sá, að Islendingar
virðast hafa mjög ríka tilhneigingu til að meta tungu sína
sem eitthvert furðulegt teikn, en ekki mannlegt mál. Eg
spyr landa minn um þessi efni, og hann fer samstundis að
tala fjálglega um dýrlega fortíð og dásamlegar bókmenntir.
íslenzkan, — og hann sjálfur að nokkru um leið —, er
orðin að einstæðu, stórfenglegu afreki í heimssögunni á
samri stundu. En þetta glæsta viðhorf greiðir á engan
hátt úr málefninu, og það, sem verra er: Það leiðir at-
hyglina frá hinum eiginlega kjarna málsins. Þegar allt
kemur til alls, verður staða íslenzkrar tungu nú á dögum
því aðeins skilin, að haft sé í huga, að hún er lifandi
félagslegt tjáningartæki heillar þjóðar, sem lifir við að-
stæður nútíma menningarþjóðfélags. Slikt félagslegt tján-
ingartæki er ætíð með nokkrum hætti vandamál út af fyrir
sig, enda lifir það við sífellda þróun og breytingu. Nem-
andinn, sem situr fyrir framan mig í kennslustund, spyr
ekki um Egil Skallagrímsson, Snorra eða síra Hallgrím.
Erfingi íslenzkrar tungu er hundleiður á þessum körlum.
En hann spyr eitthvað á þessa leið: Hvernig get ég hag-
nýtt mér þetta mál á auðveldastan og léttastan hátt?
Hve vel fullnægir það þörfum mínum á vinnustað og í
einkalífi síðar meir? A skólaaldrinum mótast jafnt lifs-
viðhorf sem tungutak einstaklingsins, og hálfvaxinn nem-
andi spyr ekki um söguleg rök; hann bregzt við þörfum
líðandi stundar.
Af þessu leiðir, að ekki er nema eðlilegt, að mér verði
einna fyrst hugsað til þess, hversu þjóðfélagið innrætir
ungviði sínu virðingu og þekkingu á hinu sameiginlega
tjáningartæki. Og ég vil leggja á það áherzlu, að í þessu
starfi felst og, að nemandinn er leiddur til móts við þjóð-
leg menningarverðmæti og hugsunarhátt. Því hefur ekki
verið gaumur gefinn, að íslenzkukennsla er í senn kennsla
í hugsun. Við hugsum í orðum, og móðurmálsnám er ekki
aðeins nám i reglum þess, heldur og nám í aðferðum og
reglum skynsamlegrar — eða óskynsamlegrar — hugsunar.
Sem starfandi íslenzkukennari hika ég ekki við að fullyrða,
að samfélagið gegnir alls ekki þessu hlutverki sínu sem
skyldi. Menn kvarta oft yfir því, hversu illa gangi að fá
nemendur til að hugleiða mál og málnotkun sína sérstak-
lega, og harma hirðuleysi og skeytingarleysi þeirra um
þetta efni. Sannleikurinn er sá, að daglegt mál, móður-
málið, er hverjum manni svo eðlilegt, tamt og „sjálfsagt
mál“, að honum er erfitt að hugleiða það sem sértækt
fyrirbæri. Tal er vöxnum manni jafnsjálfsagt sem gangur.
Og hamingjunni sé lof og dýrð fyrir þetta! Það, sem að er,
er, að íslenzkukennurum liefur ekki lærzt. að hagnýta sér
þessa sérstöðu móðurmálsins. Eg er þar undir sömu sök
seldur, enda þarf talsverðrar sálfræðikunnustu til.
Eg kenni nemendum mínum íslenzka málfræði, sem í
reynd er þýzk-latnesk og að minnsta kosti allt annað en
íslenzk. Eg er mikill aðdáandi þeirra tungumála tveggja,
er eg nefndi, en eg þykist hafa rekizt áþreifanlega á, að
íslcnzk tunga er þeim í ýmsum mikilvægum atriðum ólik.
Og eg geng ríkt eftir því, að nemendur mínir tali ekki það
mál, sem þeir hafa numið að móðurkné, ef þetta móður-
mál þeirra er ekki í samræmi við þær kokkabækur, sem eg
hef fyrir mér. Löngu eftir að áhrifum danskrar tungu
hefur linnt, hamast eg gegn orðum af dönskum uppruna.
Síðan, þegar listaverk síra Hallgríms ber á góma, verð
eg að afsaka málsmeðferð hans; — liggur mér við að segja
og ekki kinnroðalaust. Eg er nefnilega ekki að kenna
notkun félagslegs tjáningartækis, ekki að kenna unglingum
að hugsa, svo að þeir verði vel skiljanlegir, er þeir tala
Höfundur þessarar greinar, Jón Sigurðsson, er fæddur árið 1946 í
Kollafirði á Kjalarnesi. Stúdent úr máladeild M.R. 1966 og lauk B.A.-
prófi frá H.i. í íslenzku og sagnfræði sl. vor. Stundar nú framhaldsnám
í íslenzku, jafnhliða kennslu við V.í. og M.R. Jón er kvæntur Sigrúnu
Jóhannsdóttur kennara frá Stað í Súgandafirði.