Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.05.1973, Side 1

Stúdentablaðið - 01.05.1973, Side 1
EFNI BLAÐSINS: Rauð verkalýðseining 1. maí. 8. þing Æskulýðssambands tslands. Viðtöl við Fótinn og Baldur Kristjánsson. Grein um Menntamál eftir Árna Blandon. Pistill um gosið í Eyjum. Niðurlagið á grein Alexöndru Kollontaj, og margt fleira. Rauð verkalýis- f byrjun apríl hafði Fylking- in forgang um að efna til fundar um hugsanlegar að- gerðir 1. maí. Voru boðaðir á fund í húsakynnum hennar ýmsir þeir aðilar, sem Fylk- ingin taldi að gætu unnið saman að mótun stefnugrund- vallar, og framkvæmd þessara aðgerða, og voru þar fulltrúar frá SHÍ, SÍNE, INSÍ, hópur Dagsbrúnarverkamanna, hópur Vélskólanema, fulltrúar Sósíal- istafélags Reykjavíkur, Rót- tæka félagsins í M.T., Víetnam- nefndarinnar auk ýmissa ann- arra sem lítið komu við sögu. Fulltrúar Fylkingarinnar lögðu fram uppkast að málefnalegri samþykkt, sem var síðan rætt og gagnrýnt. Var ákveðið að mynda svonefnda 1. maínefnd Rauðrar Verkalýðseiningar. Fljótlega kom í íjós að meirihlut'i var fyrir því, að taka KSML með í umræðurn- ar. Var það reynt, en fulltrú- ar þeirra gerðu lítið annað en kasta skít í aðra aðila, og end- uðu viðræður við þá á því, að þeir buðu 1. maínefnd Rauðr- ar Verkalýðseiningar að taka þátt í Rauðri einingu KSML. Því boði var að sjálfsögðu hafnað, og gengu þá fulltrúar KSML af fundi. Sósíalistafé- lagið lagði fram málefnaplagg, þar sem hvergi var minnzt á landhelgismálið, en var samt í rauninni uppkast að atriðum samhljóða jæim sem nefndin hafði áður samið. Töldu aðrir að það mál yrði að taka til meðferðar, sem eitt stórkost- legasta dæmið um stéttasam- vinnustefnu verkalýðsforust- unnar og rikisstjórnarinnar. Gerði Sósíalistafélagið þetta að ágreiningsefni, og hættu við aðild að aðgerðum á þeim for- sendum að ekki var fallist á þeirra sjónarmið. Fljótlega sýndi sig að ekki treystu allir sér til að eiga fulla aðild að Rauðri verka- lýðseiningu, t.d. Víetnamnefnd- in, SHÍ, SÍNE og INSÍ. en þessir aðitar hafa þó ákveðið að styðja aðgerðirnar og beina því til félagsmanna sinna, að taka þátt í þeim. Stjórn SHf hyggst hinsvegar leggja það fyrir Stúdentaráðsfund, hvort SHf eigi fulla aðild að aðgerðunum. Það sem hér fer«- á eftir, er málefnalegur grund- völlur Rauðrar verkalýðsein- ingar: GEGN STÉTTASAMVINNU VERKALÝÐSAÐALSINS! Með stéttasamvinnustefnu sinni hefur verkalýðsforystan gengizt undir samábyrgð með auðvaldinu og ríkisvaldinu á þeirri gengisfellingu og verð- bólguöldu, sem nú gengur yfir þjóðina. Þannig hefur hún tekið ábyrgð á þeirri stórfelldu kaupránsherferð og eignatil- færslu, sem veitir stóreigna- mönnum og broskurum drjúg- an verðbólgugróða. Verkalýðs- forystan hefur jafnvel gengið svo langt að lýsa því yfir að verðbólga eða atvinnuleysi séu einu valkostir verkalýðsins í stéttabaráttunni. Þetta eru ekki valkostir verkalýðsins, heldur Framhald á 11. síðu. I V. . á manna Þann 15. marz fóru fram kosn- ingar til stúdentaráðs. Sjálfkjör- ið var í þremur deildum, Guð- fræðideild, Læknadeild og Þjóð- félagsfræðideild: í öðrum deild- um var kosið. Skiptast hlutföll þannig í ráðinu eftir þessar kosningar að vinstri menn , telj- ast hafa tvo þriðju Stúdentaráðs með sér og þar með meirihluta. Fóru fram nokkrar umræður um skipan stjórnar milli hinna tveggja andstæðu hópa. Bauð meirihlutinn minnihlutanum eitt sæti í stjórninni, þ. e. a. s. gjaldkerastöðu Stúdentaráðs, og þótti lýðræðislega að staðið. Minnihlutinn taldi taldi;sig';hins vegar ekki getað unað við færri en tvo menn í stjórn, eða engan að öðrum kosti. Fóru leikar svo, að meirihlutinn skipaði stjórn- ina einhliða. Er því vinstri stjórn við völd í ráðinu núna og Hall- dór Ármann Sigurðsson formað- ur þess. Davíð Oddsson formaður dansnefndar Þau tíðindi bárust ritstjóra Stúdentablaðsins nýlega, að stjórnarkjör og aðalfundur Stúdentafélagsins hefði átt sér stað fyrir skömmu, og að Davíð Oddsson hefði verið kosinn formaður þess. Þó að félagið sé nú orðið ekki annað en dansnefnd, sem sér um Rússagildi og Vetrar- fagnað, þótti ástæða til, að hafa samband við Davlð í síma og fá nánari fréttir af kosningunum. Aðspurður kvaðst Davíð ekki muna hvenær kosningin fór fram, en sagði fundinn hafa verið haldinn í 7. kemislustofu Há- skólans. Ekki mundi Davíð heldur, hvað margir hefðu verið á fundi, en kvað samt fáa hafa mætt. Hann var spurður hvar fundarboðið hefði verið auglýst, og sagði hann það hafa verið á .töflu, einhversstaðar í anddyri Háskólans. .Davíð sagði, að auglýsingin hefði verið hengd upp með löglegum fyrirvara eða u.þ.b. sjö dögum fyrir fundinn. Hann var spurður hverjir sætu í stjórn með honum, en hann.sagðist þá vera svo upptekinn, að hann mætti ekki vera að því að telja þá upp. Að end- ingu var hann inntur éftir því, hvort hægt myndi, að nálgast lög félagsins einhversstaðar, en hann sagðist ekki hafa þau sjálfur og vísaði á fyrirrennara sinn í starfi, Friðrik Pálsson, sem ekki var staddur í borginni þegar þetta var. Ritstjóri blaðsins gerði sér það síðan að leik að ganga á milli manna, sem sátu að snæðingi í mötuneyti stúd- enta, og spurði þá,- hvort þeir myndu eftir þessum kosn- ingum. Enginn þeirra, sem spurðir voru, mundi eftir þeim, né kannaðist nokkur þ ;irra við, að hafa séð þær auglýstar eða heyrt á þær minnst. Er því hér-með auglýst eftir mönnum, sem sáu aug- lýsinguna eða - voru viðstaddir aðalfund dansnefndar- innar. 30. marz voru svo kosningar til Háskólaráðs. Var mun meiri atgangur í þeim kosningum en hinum. Fóru- leikar svo- að- vinstri menn báru þar algeran sigur úr býtum og komu að báðum sín- um fulltrúum og,- tilnefndum varafullitrúum þeirra. Baldur Kristjánsson var kosinn fulltrúi til tveggja ára. Fékk hann 722 atkv. Garðar Mýrdal var kosinn til eins árs og fékk 727 atkv. Varamenn þeirra voru kosin þau Erlingur Sigurðsson og Sigríður Stefánsdóttir. Frambjóðendur hægri manna voru Davíð Odds- son til tveggja ára (fékk 580 atkv.) og Sigfús Jónsson til eins árs, en hann fékk 533 atkv. Varamannaefni hægri manna voru þau Hannes SLgfússon og Árdís Þórðardóttir. Rúmlega ■ 1330 manns munu hafa tekið þátt f þessum kosn- ingum, • og má það "teljast mjög góð kjörsókn: Af þessu má ætla, að línurnar hafi' skýrst nokkuð um skiptingu stúdenta eftir flokkspólitískum línum (þ. e. í- hald og vinstri menn), og að kosningarnar gefi nokkuð góða mynd af þeirri skiptingu. Málflutninigur beggja aðila fyrir þessar kosningar var allur skriflegur. Hófst hann mánudag- inn 19. apríl með því að vinstri menn gáfu út dreifibréf, þar sem frambjóðendur þeirra voru Irynotir og drepið á fyrri störf

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.