Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.05.1973, Side 8

Stúdentablaðið - 01.05.1973, Side 8
/ Stéttarbaráttan og samskipti kynjanna f „Mismunur“ kynjanna —þ.e. misjöfn réttindi og misjafnt mat seni lagt er ,á iíkamlega og sálræna upplifun þeirra — er annað þýðingarmikið atriði sem virkar skaðlega á sálgerð nútímamannsins og eykur á kynlífskreppuna. Hið tvöfalda siðgæði sem ríkir bæði í föð urveldinu og borgaralegu þjóð- félagi hefur eitrað sálgerð bæði karla og kvenna. Þessar hug- myndir eru orðnar okkur svo tamar að við eigum örðugra með að losa okkur við þær en hugmyndina um eignarréttinn sem er einungis orfur frá borg- aralegri hugmyndafræði. Hug- myndin um mismun kynjanna, líkamlegan og tilfinningalegan, veldur því að sín hvor merk- ingin er lögð í sama verkið eftir því hvort karl eða kona á í hlut. Jafnvel framfarasinn- uðustu hópar borgarastéttar- innar sem fyrir margt löngu hafa afneitað ríkjandi siða- kerfi standa sjálfa sig að því hvað eftir annað að dæma verknað æftir því hvort hann er framinn af konu eða karli. Einfalt dæmi sýnir þéttá. H’ugsið ykfcur •meinttamam úr millistétt sem er víðsýnn og virkur í stjórnmálum og fé- lagsstörfum — í stuttu máli sagt „velmetinn borgari" — sem fer að sofa hjá stöfustúlk- unni sinni og giftist henni jafn- vel. Breytir borgaralegt þjóð- félag viðhorfi sínu til þessa manns? Veldur atburðurinn nokkrum efasemdum um sið- gæði mannsins? Að sjálfsögðu ekki. En hugsið ykkur annað dæmi. Kona sem nýtur virðingu borg- aranna — læknir, vísindamað- ur eða rithöfundur — fer að manga til við þjóninn sinn og bítur höfuðið af skömminni með því að giftast honum. Hvernig bregst borgaralegt þjóðfélag við hegðun þessarar fyrrum „virðingarverðu,, konu? Það kaffærir hana vita- skuld í háði. Og því meira sem maðurinn er betur útlít- andi eða er búinn öðrum „lík- amlegum gæðum“. „Það sér á hverju hún hefur fallið fyrir“, segja borgaralegir hræsnarar. Borgaralegt þjóðfélag fær ekki fyrirgefið konu ef val hennar á maka ber nokkur merki sjálfstæðis. Þetta viðhorf er leyfar af hefðum ættbálka- skipulagsins. Þjóðfélagið krefst þess enn að konan taki í vali sínu tillit til'stöðu, hagsmuna og þarfa fjölskyldunnar. Borg- aralegt þjóðfélag getur ekki litið á konuna sem sjálfstæða . .persgnu úr tqgnslum yið fjöl- skylduna og lausa úr viðjum vélgengra heimilisstarfa. órt nRp’Qí.nr* oiijoiuu iiíí HIÐ TVÖFALDA SIÐGÆÐI Dag hvern sjáum við dæmi þess að menn búnir miklum andlegum hæfileikum hafa val- ið sér fyrir lífsförunauta and legar eyðimerkur sem á engan hátt standast þeim snúning hvað gáfnafar snertir. Við tök- um þessu sem sjálfsögðum hlut og hugsum ekki nánar út í það. I mesta lagi hafa vinir Jóns Jónssonar samúð með honum af því að konan hans er svo askoti leiðinleg. En ef þessu er öfugt farið fórnum við höndum og segjum á- hyggjufull: „Hvernig geturjafn stórgáfuð kona og hún Guð- rún gifzt svona fávita? Ég fer að efast um sálarheill hennar“. Hvaðan höfum við þessa tvöföldu mælistiku? Hver er orsök tilvistar hennar? Orsök- in er vafalaust sú að í ald- anna rá-s er hugmyndin um misjafnt gildi kynjanna orðin partur af sálrænni uppbygg- ingu mannsins. Við erum ó- vön því að líta á konuna sem persónuleika mcð einstaklings- bundna kosti og galla burtséð frá líkamlegri og tilfinninga- legri reynslu hennar. Við lít- um á hana sem viðauka við karlmann. Þessi karlmaður, eiginmaður eða elskhugi, varp- ar birtu persónu sinnar á kon- una og endurspeglunin sem verður er túlkuð sem hin sanna tjáning siðræns og til- finningalegs persónuleika henn- hennar, konan sjálf er ekki - með í dæminu. Þjóðfélagið á auðvelt með að aðskilja per- sónuleika karlmannsins frá kynhegðan hans. Aftur á móti er konan svo til eingöngu dæmd út frá kynlífi hennar. Þetta viðhorf á sér rætur í því hlutverki sem konan hef- ur gegnt í þjóðfélaginu í alda raðir. Það er fyrst núna að hægfara endurmat á höfuð- dráttum þessa viðhorfs er að gerast. Drekkið kaffið og lesið blöðin í NORRÆNA HÚSINU Kaffistofan opin virka daga kl. 9-18 Sunnudaga kl. 13-18. Bókasafnið opið alla daga kl. 14-19. Velkomin í Norræna húsið. NORRíNA HÖSIÐ POHJOLAN TAIO NORDENS HUS KYNLÍFSB YLTIN GIN Það eina sem getur og mun brjóta niður þessar hræsnis- fullu ranghugmyndir er breyt- ing á efnahagslegri stöðu kon- unnar og sjálfstæð þátttaka hennar í framleiðslunni. Ef leysa á þetta kynferðislega vandamál verðum við að horf- ast í augu við þá þrjá grund- vallarþætti sem afskræma hug- arfar nútímamannsins: öfga- fullan egóisma, hugmyndina um að hjón eigi hvort annað og trúna á mismun kynjanna hvað varðar tilfinningalega og líkamlega upplifun. Við fnnn- um því aðeins „töfralykilinn" sem getur leyst okkur úr viðj- um ríkjandi aðstæðna að við fyllum huga okkar með nægi- lega mikilli tillitssemi, að við ræktum með okkur hæfileik- ann til að elska, að hugmynd- in um persónulegt frelsi verði að veruleika og að jafnréttis- hugmyndin sigrist á hinni hefðbundnu hugmynd um mis- mun og undirgefni. Einungis slík umbreyting á sálargerð 8 — STÚDENTABLAÐIÐ Dcemi um óviría aðlögun vevkamamisim. okkar getur leyst hin kynferð- islegu vandamál. En er ekki of mikils kraf- ist? Er þetta ekki útópísk lausn sem enga á sér stoð? Eru þetta ekki einfeldningsleg- ar hugmyndir draumóra- manns? Er unnt að efla með manninum „hæfileikann til þess að clska?“ Hafa ekki spá- menn um allan heim, frá Kon- fúsíusi til Jesú, verið að puða við þctta frá morgni hvort „hæfileikinn til að elska“ hafi aukizt? Er þessi fallegi dagdraumur um lausn kynlífs- kreppunnar einungis viður- kenning á eigin veikleika og andmæli gegn því að halda áfram leitinni að „töfralykl- inum“? Er það raunin? Er róttæk umbreyting á sálgerð okkar og viðhorf til kynferðismála svo ðraunveruleg, svo fjarri veruleikanum? Nei, þvert á móti má segja að jafnframt því að miklar félagslegar og efnahagslegar umbætur eru að gerast verða til þær aðstæður sem krefjast og skapa nýjan grundvöll að sálrænni upplif- un í líkingu við þá sem við höfum lýst. Ný stétt er að rísa upp til að leysa borgarastétt- ina af hólmi og varpa af sér oki hugmyndafræði hennar og kynlífssiðfræði einstaklings- hyggjunnar. Jafnframt því sem hin framfarasinnaða stétt eflist að styrk kemst hún ekki hjá því að skapa nýjar hugmyndir um samskipti kynjanna sem eru samofin öðrum vandamál- um stéttarinnar. MÓTSAGNIR ÞRÓUN ARINN AR Hin margþætta framþróun sem við verðum vitni að nú á tímum breytir öllum hugmynd- um okkar um hlutverk kon- unnar í félagslegu starfi og vegur að undirstöðum kynlífs- siðgæðis borgarastéttarinnar. Þetta hefur í för með sér tvær afleiðingar sem eru í mót- sögn hver við aðra. Annars vegar er óaflátanleg sókn mannkyns í að laga sig að breyttum félags- og efnahags legum aðstæðum. Þetta á sér stað fyrir opnum tjöldum og birtist í tilraunum til að reyna annað hvort að halda í gömul form og veita þeim nýtt inn- tak (með því að viðhalda stíft ströngu einkvæni en við- urkenna í reynd frelsi maka) eða að lifa í samræmi við nýj- ar reglur sem samt sem áður fela í sér aHa þætti borgara- legs hjónabandsmórals, (frjálst samband þar sem klafi eign- arhaWs maka hvors á öðrum er óbærilegri en í löggiltu hjónabandl). Hins vegar sjáum við hvern- ig nýjar forsendur fyrir sam- skiptum kynjanna ryðja sér smátt og smátt til rúms, for- sendur sem eru frábrugðnar þeim gömlu jafnt hvað kmtak sem ytra form varðar. Hin lítt meðvitaða sókn mannkyns eftir þessum nýju hugmyndum er ekki mjög traustvekjandi. En við verðum að gefa tilraununum gaum hversu lítilvægar sem þær virðast þar sem þær eru sam- tvinnaðar stéttarlegu hlutverki öreigastéttarinnar: AAoi;vi1?ú9') hið brynvarða virki sem er aðsetur framtíðarinnar, Ef við viljum leita upphafs neiíbrigð- ari samskipta kynjanna í völ- undarhúsi flókinna og mót- sagnarkcnndra kynferðislegra siðaboða — samskipta sem brotið geta mannkyni leið út úr kynlífskreppunni — verð- um við að snúa baki við „fín- um hverfum“ borgarastéttar- innar sem einkennast af hár- fínni einstaklingshyggju Qg eymd og vesaídómi kapítalism- ans, mengaðri tárum og for- mælrngum, uppsprettu lífsins. VERKALÝÐSSTÉTTIN Hin tvískipta þróun sem við vorum að lýsa kemur fram á áþreifanlegan hátt í daglegu lífi verkalýðsins sem býr við óblíð efnahagsleg kjör, þraut- píndur af arðráni auðvaldsins. Þar getur að líta jafnt óvirka aðlögun sem virka andstöðu gegn ríkjandi aðstæðum. Eyð- ingaráhrif kapítalismans svipta verkalýðsfjölskylduna forsend- um fyrir tilveru sinni og þvinga meðlimi hennar til að laga sig ómeðvitað að ríkjandi ástandi. Þetta kemur verka- lýðnum í aðstöðu sem líkist aðstöðu annarra þjóðfélags- stétta. Ef verkamaður fyrir tuttugu árum gifti sig á aldr- inum 22-25 ára er hann nú á dögum fyrst orðin fyrirvinna fjölskyldu un. þrítugt. Því stærri kröfur sem hann gerir til andlegs lífs — því meir sem hann metur að lifa menning- arlífi, sækja leikhús eða fyrir- lestra, lesa dagblöð og tímarit, * i i

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.