Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.05.1973, Page 10

Stúdentablaðið - 01.05.1973, Page 10
STÚDENTAR! Það er stntt til okkar — Þ}ónustan er afbragð Rakarastofan Hótel Sögu • J JtZl Skýrsia fráfíara-rttíi f’örmanns EteaalaaJd af 2. síðu. á ódýriim ferðum milli íslands og Evrópu. Kom þá í Ijós að mikill áhugi ríkti hjá DIS á þessu máli. Lögðu þeir fram hugmynd um 5-6 ferðir milli Islands, Englands og Dan- merkur næsta sumar. Síðan var þessu máli haldið volgu með bréfaskriftum. SHÍ sótti um aðild að ISTC, Internati- onal Student Travel Confer- ence, en sú umsókn barst of seint, en í staðinn var SHl boðið að senda fulltrúa á árs- fund ISTC. Fór Gunnlaugur Ástgeirsson á þann fund. Þar ræddi hann við fulltrúa DIS og SSTC (Scandinavian Stud- ent Travel Service) og náðist samkomulag um 5 ferðir Kbh. - Glasgow - Rvk. - Glasgow - Kbh. 18. júní, 1. júlí, 31. júlí, 15. og 27. ágúst. Síðan hefur staðið í miklu þófi og athug- unum um hvort hugsanlegt væri að fá lægra verð og betri kjör hjá ísl. flugfélögum og Allir vilja berjasf gegn mengun, — en hvers vegna tökum við ekki höndum saman um að róðast gegn alvarlegasta meng- unarvaldinum hér á landi, sígarettunni. Þeir, sem hafa enn ómenguð lungu, ættu aldrei að kveikja í fyrstu sígarettunni, og hinir, sem reykja, ættu að hætta öður en þeir verða meng- uninni að bröð. öllum ætti að vera Ijóst, að sígarettureykingar geta meðal annars valdið hjartasjúkdómum og krabbameini. einnig hvort grundvöllur sé fyrir stofnun sérstakrar ferða- skrifstofu stúdenta. Mikil vinna var lögð í þessar athug- ánir og hvíldi hún mest á herðum Friðriks Pálssonar, en með honum unnu Erling Ól- afsson, Stefán Eggertsson og Gunnlaugur Ástgeirsson. Nið- urstöður urðu þær, að tilboð DIS og SSTS væri það hag- stæðasta sem um væri að ræða, og var ákveðið að gefa því grænt Ijós og stendur nú ein- ungis á svari danskra, enskra og íslenzkra flugmálayfirvalda til þess að fullljóst sé, hvort unnt sé að koma þessum ferð- um á í sumar. Um ferðaskrif- stofu varð sú niðurstaða, að ekki væri ennþá fjárhagslegur grundvöllur fyrir slíku fyrir- tæki, og því vænlegast að fela einhverri ferðaskrifstofu fyrir greiðslu farþega, verði af íerð-^ unum , ÁTTADAGSGLEÐI Áttadagsgleði var haldin að vanda á gamlárskvöld í Laug- ardalshöll. Guðmundur S. Al- freðsson og Eiríkur Tómasson tóku að sér að sjá um fram- kvæmd hennar og leystu þeir það verkefni með heiðri og gróða. Tvísýnt er um hvort Laugardalshöllin fæst til slíks skemmtanahalds í framtíðinni, og ætti nýtt ráð að kanna það í tíma og grípa til viðeigandi ráðstafana ef þörf krefur. UTANRÍKISMÁL NOM-ráðstefnan var haldin í Reykjavík sl. sumar í Stúd- entaheimilinu. Tókst hún með ágætum og höfðu ráðstefnu- gestir það á orði að gestrisni | ElÖrtdfhgá'VæM 'éínSíökv'Kostn- aður víð þá íáðstetnú vár greidd af Menntamálaráðu- neytinu og Háskóla íslands. I desember var NOM í Osló og sóttu hana Gunnlaugur Ástgeirsson og Ragnar Árna- son fyrir hönd SHÍ. Frá henni er til mikil skýrsla sem þeir sem hafa áhuga á evrópskri stúdentasamvinnu, og því sem efst er á baugi hjá stúdentum á Norðurlöndum, ættu að kynna sér. Gunnlaugur Ást- geirsson fór á vegum ÆSl á öryggismálaráðstefnu æskunn- ar í Helsinki í lok ágúst. Átti hann þar viðræður við SYL um reynslu þeirra af samstarfi við IUS en þeir eru aukaaðil- ar. Voru þeir mjög ánægðir með það samstarf og töldu sér mikinn hag af því. Einnig átti hann viðræður við Fati E1 Fath framkvæmdastjóra IUS. Utanríkisnefnd hefur rætt um hugsanlega aðild að IUS. Komst nefndin að þeirri nið- urstöðu að í bili væri ekki á- stæða fyrir SHl að æskja aukaaðildar að IUS, einkum þar sem við gætum tæplega vænst þess að geta haft meira uppúr aðild að IUS en við þegar höfum, þ.e.a.s. að vera innan upplýsingadreifikerfis þess. Utanríkisnefnd hefur átt í nokkrum bréfaskriftum við erlend stúdentasamtök og afl- að mikilvægra upplýsinga. FINALE I þessari skýrslu er drepið á flest það sem komið hefur til kasta Stúdentaráðs, sem iwi fer frá. Um nákvæmari grein fyrir málum og ýmsu smá- legu vísast til fundargerðar- bókar SHl, stjórnar og nefnda, svo og skýrslna og greinar- gerða sem liggja frammi á skrifstofu SHl. Reykjavík, 6. apríl 1973, Gunnlaugur Ástgeirsson. Tvöfaldur sigur Framhald af 1. síðu. þeirra að félagsmálum. Daginn eftir stóð til, að efna til utan- kjörstaðaratkvæðagreiðslu, en rétt þegar hún áitti að hefjast birtist Davíð Oddsson með fríðu föru- neyti. Fyrir utan tvo vildarsveina hans sjálfs, hafði hann tekið með sér lögfræðing þeirra hægri manna, Hörð Einarsson, og fóg- eta. Var nú lagt lögbann á at- kvæðagreiðsluna vegna þeirra formgalla, sem sagðir voru á til- urð þessara kosninga. Urðu nátt- úrufræðinemar, sem voru á för- um til Færeyja, að vonum sárir yfir þessari meðferð og hugsuðu íhaldsmönnum þegjandi þörfina fyrir lagaklækina. Þennan sama dag gaf Félag náttúrufræðinema út dreifibréf, sem bar yfirskriftina „Klámhögg .íhaldsframbjóðandans". Gagn- rýndu þeir lögbannið þar. ' Daginn eftir gáfu íhaldsmenn svo út dreifibréf, þar sem ráðist var á Stúdentaráð með gagnrýni og frambjóðendur vinstri manna spyrtir saman við það. Á fimmtu- deginum tók svo kjörstjórn á- kvörðun um að fresta kosning- unum um viku. Gengu síðan dreifibréfin á víxl fram til kosn- inga, og var áberandi hvað vinstri menn snejddu hjá pers- ónulegum árásum í sínum mál- flutningi, andstætt því, sem hægri menn tömdu sér. Vinstri menn klikktu síðan út með útgáfu á vönduðum fjórblöðungi, sem bar heitið 30. marz. Var þar kynning á frambjóðendunum f jórum og stefnu þeirra, en meg- inuppistaðan var þó kynning á Háskólaráði ásamt viðtali við Jóhann Tómasson, sem vár full- trúi stúdenta í ráðinu 1972—’73, og boðinn fram af vinstri stúd- entum. Lýkur hér að segja’ frá kosningum og kosningabaráttu. I BELG OG BIÐU Framhald af 9. síðu. ust ungar læknaspírur til að taka verkefnið að sér fyrir skitnar 250 krónur á tímann. Þetta jafnast á öngvan hátt við laun löggæzlumanna í Vestmannaeyjum sem hefur tek- izt að kreista 32 tíma útúr sólarhringnum. Því vaknar sú spurning, hvort við eigum að líða það að kjör langskóla- genginna manna séu fyrir borð borin. Á að líða það, að tilvonandi bjargendur mannslífa séu hálfsveltir á náms- árum sínum? Reyndar finnast þess dæmi í Eyjum að jarðfræðinemar púli kauplaust við mælingar og athuganir á gasmengun vítt og breitt um eyjuna. En það sér hver hcilvita maður, að þeir eru ekki eins og hann. Slúðri. 10 — STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.