Fréttablaðið - 22.09.2009, Qupperneq 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
ÞRIÐJUDAGUR
22. september 2009 — 224. tölublað — 9. árgangur
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
„Ég reyni nú að borða og hugsa um hvað ég set ofan í mig, pæli í því hvort það sé lífrænt og vist-vænt. Ég fór eiginlega að velta
þessu fyrir mér eftir að ég gerð-ist grænmetisæta,“ segir Hanna Guðmundsdóttur, starfsmað íHeilsuhú i
ákvað að gefa mér þrjá mánuði í þetta. Ætlaði að byrja á því að taka út svínakjöt og rautt kjöt,
hafði reyndar aldrei verið hrifin af svínakjöti. Svo átti fuglakjötog fiskur að ve
Hún segist ekki hafa upplif-að næringarskort eða orkuleysi eftir að hafa hætt neyslu kjöts ogfisks gagnstætt því seh
Ánægð með ákvörðunina
Hanna Guðmundsdóttir hefur verið grænmetisæta í tæp sjö ár. Hún segist síður en svo sjá eftir að hafa
breytt um lífsstíl. Ákvörðunin hafi verið af siðferðilegum toga og haft alls kyns jákvæð áhrif á heilsuna.
Hanna segist hafa fengið misjöfn viðbrögð þegar hún gerðist grænmetisæta. „Flestir voru jákvæðir, enda voru margir í kringum
mig í svipuðum hugleiðingum. Þar á meðal nánustu ættingjar mínir.“
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Á RÁS FYRIR GRENSÁS er söfnunarátak fyrir endurhæfingardeild
Landspítalans. Ríkissjónvarpið verður með dagskrá tileinkaða söfnuninni
næsta föstudagskvöld klukkan 19.35. Fjöldi gesta kemur fram, tónlistar-
menn og aðrir skemmtikraftar. Umsjónarmenn eru Eva María Jónsdóttir
og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.
Dr Hauschka snyrtinámskeið fyrir konur 40+
Styrking á starfsemi húðarinnar með náttúrulegum
jurtablöndum. Farið verður í umhirðu húðarinnar
fyrir þroskaða húð (40+) og hvað gera skuli fyrirhverja árstíð og hvernig hægt sé að undirbúa húðina með sérstökum jurtum sem styrkja vefi hennar og stuðla
þannig að heilbrigðu útliti.
Meðan á námskeiðinu stendur verður veittur 15% afsláttur af
Dr Hauschka snyrtivörum og 10% afsláttur af öðrum vörum.Leiðbeinandi: Jóhanna BenediktsdóttirAðgangur er ókeypis.
Námskeiðið verður haldið í Yggdrasil fimmtudaginn 24.
september l. 20:00 – 21:30. Upplýsingar og skráning eru
k
á netfanginu yggdrasill@yggdrasill.is eða í sím 56
VEÐRIÐ Í DAG
Atvinnuleysisvandinn
„En ef það er eitthvert málefni
sem kallar á þjóðarátak núna þá
er það baráttan við atvinnuleys-
ið“, skrifar Sverrir Jakobsson.
Í DAG 14
HANNA GUÐMUNDSDÓTTIR
Fannst lítið mál að
gerast grænmetisæta
• heilsa
Í MIÐJU BLAÐSINS
Rifjar upp gamla takta
Ragnar Bjarnason
fagnar 75 ára afmæli
með tónleikum í
Laugardalshöll-
inni.
TÍMAMÓT 16
Mikið úrval af
upphengdum salernum
Baldursnesi 6
Akureyri
Sími 414 1050
Smiðjuvegi 76
Kópavogi
Sími 414 1000
Opið virka daga frá 8 -18
laugardaga frá10 -15
ATLI ÖRVARSSON
Semur tónlist fyrir
endurgerð Karate Kid
Mikið að gera í borg englanna
FÓLK 26
MILOS FORMAN
Langaði að taka upp
kvikmynd á Íslandi
Áhugasamur um einvígi aldarinnar
FÓLK 20
Viðsnúningur
Ísleifur Þórhallsson fær
ekki frið fyrir þýðendum
sem vilja þýða
Andkrist Lars von
Trier.
FÓLK 26
HEILBRIGÐISMÁL Tæki sem notað
er til að útbúa geirvörtu á brjóst
kvenna sem hafa farið í brjósta-
uppbyggingu vegna brjósta-
krabbameins hefur ekki verið til á
Landspítalanum.
Kristján Skúli Ásgeirsson skurð-
læknir, sem hefur sérhæft sig
í skurðmeðferð brjóstakrabba-
meina, segir það reynslu sína að
ávinningur af því sé mikill og til-
kostnaður vegna þess fremur lítill.
Kristján fékk til liðs við sig hóp
kvenna sem hafa í sjálfboðastarfi
unnið að bættri þjónustu við sjúk-
linga. Það eru konur sem neita
að láta niðurskurð hins opinbera
stöðva framþróun á þjónustu við
sjúklinga og þótti ótækt að hið
opinbera niðurgreiddi ekki þennan
hluta skurðmeðferðarinnar.
- kdk / sjá Allt í miðju blaðsins
Ný meðferð á Landspítala:
Húðflúra geir-
vörtur á konur
EFNAHAGSMÁL Peningastefnu-
nefnd Seðlabankans tilkynnir um
ákvörðun sína varðandi stýrivexti
á fimmtudaginn. Næsti auglýsti
vaxtaákvörðunardagur er 5. nóv-
ember.
Samkvæmt stöðugleikasáttmálan-
um eiga stýrivextir að vera komn-
ir undir 10 prósent fyrir 1. nóvem-
ber. Þeir eru nú 12 prósent.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti
Alþýðusambands Íslands, seg-
ist í besta falli vonast eftir því
að vextir verði óbreyttir. Það lesi
hann út úr orðum Más Guðmunds-
sonar seðlabankastjóra í nýleg-
um viðtölum. Hann segist óttast
að sáttmálinn komist í uppnám
náist markmið varðandi vaxta-
stefnu ekki á tilsettum tíma. „Það
ræðst á fimmtudag hvort vextir
muni lækka eða ekki og ég hygg
að sú ákvörðun muni að sjálf-
sögðu hafa áhrif á okkar viðsemj-
endur, ég á ekki von á öðru.“ Hann
minnir á að Samtök atvinnulífsins
hafi verið nálægt því að slíta við-
ræðum í júní vegna vaxtastefnu
stjórnvalda, en samningar hafi
náðst um að skapa aðstæður til
að lækka stýrivextina. Í því skyni
hafi endurskoðun kjarasamninga
verið frestað.
„Þessi tími sem nú er liðinn
hefur farið í eitt mál og það mál
er nánast komið á byrjunarreit,“
segir Gylfi, og vísar þar til Ice-
save.
Hannes G. Sigurðsson, aðstoð-
arframkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, segir miður að
lækkun vaxta sé ekki á áætlun.
Þá hafi áætlun Seðlabankans um
afnám gjaldeyrishafta valdið von-
brigðum, hún hafi verið allt of var-
færin. Hannes segir að menn muni
meta stöðuna í október og skoða
hvort sáttmálinn muni halda.
Árni Stefán Jónsson, formaður
BSRB, segir nokkuð hafa skort á
samráð af hálfu ríkisstjórnarinn-
ar um sáttmálann.
Þá segir Halldór Halldórsson,
formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga, of margt vanta upp
á til að uppfylla ákvæði sáttmál-
ans. - kóp / sjá síðu 12
Stýrivextir gætu sett
sáttmálann í uppnám
Samkvæmt stöðugleikasáttmála eiga stýrivextir að vera í eins stafs tölu fyrir 1.
nóvember. Eina auglýsta vaxtaákvörðun fyrir þann tíma er á fimmtudag. Sátt-
málinn gæti verið í uppnámi náist markmiðin ekki. Kvartað yfir hægagangi.
ÚTFLUTNINGUR Allt stefnir í að um þriðjungur af
haustframleiðslu lambakjöts verði fluttur úr landi.
Það er talsverð aukning frá í fyrra, að sögn Sigurð-
ar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra Landssamtaka
sauðfjárbænda.
Einkum tvennt ræður aukinni spurn eftir íslensku
lambakjöti í útlöndum. Annars vegar miklir þurrk-
ar í Ástralíu og hins vegar breyttar áherslur bænda
á Nýja-Sjálandi sem hafa í auknum mæli snúið sér
að mjólkurframleiðslu.
Sigurður segir veikt gengi íslensku krónunnar
gera það að verkum að gott verð fáist fyrir lamba-
kjötið. Áður fyrr hafi kjöt verið selt úr landi til þess
einvörðungu að losna við það en nú sé útflutningur-
inn góð og mikilvæg búbót.
Helstu markaðir eru í Bretlandi, Noregi, Færeyj-
um, Spáni og í Bandaríkjunum. Mest selst af frosnu
kjöti en nokkuð af fersku og þá til Bandaríkjanna.
Nákvæmra talna um útflutninginn er að vænta
eftir mánaðamót. - bþs
Áföll og breyttar áherslur í útlöndum liðka fyrir auknum útflutningi á lambakjöti:
Þriðjungur lambakjöts fluttur út
4
6 9
3
3
HÆGUR Í dag verður yfirleitt hæg
breytileg átt. Bjart framan af degi
syðra annars skýjað með köflum
og þurrt að mestu. Þykknar upp
sunnan til síðdegis með vætu. Hiti
2-10 stig mildast syðra. Næturfrost.
VEÐUR 4
Heimir veðjaði á hann
Atli Guðnason
hefur átt frábært
sumar með
FH-ingum.
ÍÞRÓTTIR 22
BÓKMENNTIR Litlu munaði að Boris
Jeltsín, fyrrum forseti Rússlands,
yrði handtekinn í gestahúsi Hvíta
hússins í opinberri heimsókn árið
1995.
Jeltsín
rangl aði þá
ofurölvi niður
í kjallara húss-
ins og öryggis-
verðir þekktu
hann ekki. Þetta
kemur fram í
bók þar sem
sagnfræðing-
urinn Taylor
Branch birtir samtöl sem hann
átti við Bill Clinton meðan hann
var enn Bandaríkjaforseti. USA
Today greinir frá þessu.
Einnig kemur fram í bókinni að
kvöldið eftir hafi leyniþjónustu-
menn fundið Jeltsín á nærbrók-
unum á Pennsylvania Avenue, þar
sem forsetinn reyndi að stöðva
leigubíl. Jeltsín gaf þá skýringu
að hann hefði langað í pitsu. - kg
Fyrrum forseti Rússlands:
Var næstum
handtekinn í
Hvíta húsinu
BORIS JELTSÍN
BRÆÐUR Í BJÓRNUM Þessir þýsku tvíburar voru í stuði þegar þeir fylgdust með skrúðgöngu á Október-hátíðinni í München í
Þýskalandi í gær. Bjórhátíðin nýtur sem fyrr gríðarlegra vinsælda drykkjuáhugamanna hvaðanæva að úr veröldinni. Búist er við
sex milljónum gesta í ár. MYND / NORDICPHOTOS/AFP