Fréttablaðið - 22.09.2009, Síða 2
2 22. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Innsogslyf
STJÓRNMÁL „Peningar eru mesta
böl sem grasrótarstarf getur feng-
ið yfir sig. Þeir drepa sköpunar-
kraftinn. Þess vegna erum við bara
fegin því að þeir verði eftir í Borg-
arahreyfingunni,“ segir Birgitta
Jónsdóttir, formaður þingflokks
Hreyfingarinnar, sem klauf sig
úr Borgarahreyfingunni í síðustu
viku.
Stjórnmálasamtök sem fá mann
kjörinn á Alþingi fá árleg fram-
lög úr ríkissjóði í hlutfalli við
atkvæðamagn. Til skiptanna þetta
árið voru, samkvæmt fjárlögum,
rúmar 370 milljónir. Koma tæpar
27 milljónir króna í hlut Borgara-
hreyfingarinnar.
Fjallað er um framlögin í lögum
um fjármál stjórnmálasamtaka
sem samþykkt voru í desember
2006. Sigurður Eyþórsson, þáver-
andi framkvæmdastjóri Framsókn-
arflokksins, var formaður nefnd-
arinnar sem samdi frumvarpið til
laganna. Hann segir hugsunina
meðal annars hafa verið að gera
mönnum kleift að tala við kjósend-
ur sína á kjörtímabilinu og upplýsa
þá um störf sín á Alþingi. Borgara-
hreyfingunni beri að fá peningana
en staðan sé í meira lagi undarleg
þegar engir séu þingmennirnir.
„Ég viðurkenni að nefndin gerði
sér ekki grein fyrir að þetta gæti
gerst. Við ímynduðum okkur ekki
að stjórnmálaflokkur gæti staðið
uppi þingmannslaus á miðju kjör-
tímabili,“ segir Sigurður.
Ágúst Geir Ágústsson, skrif-
stofustjóri í forsætisráðuneytinu,
er formaður nefndar sem skip-
uð var til að endurskoða lögin um
fjármál stjórnmálasamtaka. Hann
segir ríkisframlögin til skoðunar
eins og annað í lögunum. „Það er
sjálfsagt að skoða þetta í ljósi þess-
arar stöðu,“ segir Ágúst Geir.
Auk framlaga til stjórnmála-
samtaka fá þingflokkar sérstök
framlög úr ríkissjóði. Þingflokkur
Hreyfingarinnar fær rúmar fjór-
ar milljónir króna. Þeim peningum
er ætlað að standa undir ýmsum
tilfallandi kostnaði, svo sem
aðkeyptri sérfræðiráðgjöf. Þráinn
Bertelsson, þingmaður utan flokka,
fær um átta hundruð þúsund krón-
ur á ári í slíkar greiðslur.
Birgitta Jónsdóttir segir flokk
sinn ætla að berjast fyrir því að
öll opinber framlög til stjórnmála-
flokka verði lækkuð. Óverjandi
sé að moka peningum í flokkana
þegar efnahagsástandið er eins og
það er.
Um framlögin er fjallað í sér-
stökum lögum um fjármál stjórn-
málaflokka en fjárhæðir eru
ákveðnar árlega í fjárlögum. Miðað
við framlög ársins 2009 nema rík-
isútgjöld til stjórnmálaflokka rúm-
lega 1,7 milljörðum króna á kjör-
tímabilinu. bjorn@frettabladid.is
Birgitta er fegin að
losna við peningana
Borgarahreyfingin heldur að óbreyttu árlegum greiðslum úr ríkissjóði upp á
tæpar 27 milljónir króna. Þingflokkur Hreyfingarinnar fær rúmar fjórar millj-
ónir á ári. Lögum um fjármál flokka kann að verða breytt í ljósi nýrrar stöðu.
ÚRSÖGNIN KYNNT Þingmenn Borgarahreyfingarinnar upplýstu um úrsögn úr flokkn-
um og stofnun Hreyfingarinnar á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Við ímynduðum okkur
ekki að stjórnmálaflokk-
ur gæti staðið uppi þingmanns-
laus á miðju kjörtímabili.
SIGURÐUR EYÞÓRSSON
GEGNDI FORMENNSKU Í NEFND
UM FJÁRMÁL STJÓRNMÁLAFLOKKANNA.
BANDARÍKIN, AP Yvo de Boer, framkvæmdastjóri
rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslags-
mál, segir að Kínverjar ætli sér stóra hluti í baráttu
heimsbyggðarinnar gegn losun gróðurhúsaloftteg-
unda og hlýnun jarðar.
„Bæði Kínverjar og Indverjar hafa kynnt mjög
metnaðarfull áform í loftslagsmálum. Hvað Kín-
verja varðar eru áformin það metnaðarfull að þeir
gætu hæglega tekið forystuna í baráttunni gegn
loftslagsbreytingum,“ sagði de Boer í gær. „Stóra
spurningarmerkið er hins vegar Bandaríkin.“
Leiðtogar hundrað ríkja koma saman í New York
í dag í þeirri von að blása megi nýju lífi í samninga-
viðræður um aðgerðir í loftslagsmálum. Í desem-
ber stendur síðan til að nýr samningur verði lagð-
ur fram á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
í Kaupmannahöfn, en vonir höfðu dvínað um að sá
samningur yrði að veruleika.
Hu Jintao, forseti Kína, ætlar að kynna hin metn-
aðarfullu áform í dag. Einnig hyggst Barack Obama
Bandaríkjaforseti flytja ræðu á leiðtogafundinum í
dag.
Saman bera Kínverjar og Bandaríkjamenn
ábyrgð á 40 prósentum af útblæstri gróðurhúsaloft-
tegunda. - gb
Leiðtogar hundrað ríkja hittast til að ræða loftslagsmál í New York:
Kínverjar taka forystuna
YVO DE BOER Framkvæmdastjóri rammasamnings Sameinuðu
þjóðanna um loftslagsbreytingar segir Kínverja ætla að taka
forystuna. NORDICPHOTOS/AFP
BANDARÍKIN, AP Barack Obama
Bandaríkjaforseti gerir sér litl-
ar vonir um árangur af fund-
um sínum í New York í dag með
Mahmoud Abbas, forseta Palest-
ínustjórnar, og
Benjamín Net-
anjahú, forsæt-
isráðherra Ísra-
els.
Þeir Abbas og
Netanjahú koma
báðir til New
York í tilefni af
allsherjarþingi
Sameinuðu
þjóðanna, sem hefst á morgun.
Obama ætlar að hitta þá fyrst
hvorn fyrir sig en síðan báða
saman. Tilgangur fundanna er
að koma aftur í gang friðarvið-
ræðum milli Ísraela og Palestínu-
manna. - gb
Obama, Abbas og Netanjahú:
Obama gerir
sér litlar vonir
BARACK OBAMA
Ísleifur, er þetta djöfulleg
staða sem þið eruð í?
„Nei, það er búið að rætast aldeilis
úr þessu.“
Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær að
enginn fengist til að texta kvikmynd-
ina Antichrist eftir Lars von Trier vegna
óhugnaðarins sem í henni birtist. Í kjölfar
þess hefur hins vegar fjöldi þýðenda sett
sig í samband við Ísleif B. Þórhallsson hjá
Græna ljósinu og boðið fram krafta sína.
EFNAHAGSMÁL „Málið er í vinnslu,
en engar formlegar viðræður
hafnar. Við erum enn að undir-
búa okkur hér heima,“ segir Gylfi
Magnússon viðskiptaráðherra
um viðræð-
ur við Seðla-
banka Evrópu
um aðstoð við
að koma á eðli-
legum markaði
með íslensku
krónuna.
Að sögn Gylfa
hefur ekki verið
ákveðin tíma-
setning fyrir
slíkar viðræður.
Stefnan hefði verið sett á haustið
og því búist hann við að haft verði
samband við bankann fljótlega.
Skynsamlegast sé að ganga frá
Icesave og fleiri málum áður en
slíkar umræður verði hafnar. „Við
verðum að reyna að vinna þetta
með þeim hætti að meiri líkur en
minni séu á að afraksturinn verði
ásættanlegur,“ segir Gylfi Magn-
ússon. - kg
Viðræður um krónuna:
Undirbúningur
stendur enn yfir
GYLFI
MAGNÚSSON
SVEITARSTJÓRNIR Aðgerðarhópur
borgarfulltrúa minnihlutans og
meirihlutans í Reykjavík ræðir
nú þann möguleika að krefjast
meiri arðgreiðslna af fyrirtækjum
borgarinnar. Afla á allt að tveggja
milljarða króna aukalega.
Hugmyndin er sú að Orkuveita
Reykjavíkur myndi greiða lang
mest eða 1.300 milljónir króna.
Arðgreiðslur Orkuveitunnar til
borgarinnar í fyrra námu um
800 milljónum. Þá stendur til að
Faxaflóahafnir greiði arð í fyrsta
skipti.
Guðlaugur Sverrisson, formað-
ur stjórnar Orkuveitunnar, segir
að ekkert erindi um auknar arð-
greiðslur hafi borist fyrirtækinu.
Í fjárhagsáætlun borgarinnar sé
gert ráð fyrir að meira fé verði
sótt til borgarfyrirtækja. „Engar
upphæðir hafa verið nefndar við
okkur en ég veit að aðgerðarhóp-
urinn hefur rætt um þetta,“ segir
Guðlaugur.
Orkuveitan er að sögn Guð-
laugs vel aflögufær. Þótt fyrir-
tækið sé mjög skuldsett vegna
stöðu krónunnar gangi rekstur-
inn vel. Ýmsir möguleikar séu til
að greiða eigendum aukinn arð.
Hægt sé að ganga á eigið fé eða
hækka gjaldskrár. Hætta megi
við áður ákveðnar framkvæmd-
ir. „Við þurfum að vita töluna og
þá er hægt að svara hvernig við
förum að. Það er alltaf spurning
um hvernig tekjur eru teknar inn
í svona ástandi.“ - gar
Borgarfulltrúar íhuga að krefjast aukinna arðgreiðslna frá borgarfyrirtækjum:
Orkuveitan sögð aflögufær með arð
STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR
Formaður stjórnar Orkuveitunnar hefur
heyrt rætt um auknar arðgreiðslur.
FRÉTTABLAÐIÐ/
BORGARMÁL „Útgjöld sviðsins til
fjárhagsaðstoðar og húsaleigu-
bóta eru svokölluð bundin útgjöld
og reynist fjárheimildir ekki
nægar mun borgarsjóður eigi
að síður standa við skuldbind-
ingar samkvæmt gildandi regl-
um,“ segir í bókun velferðarráðs
Reykjavíkurborgar frá aukafundi
sem haldinn var í gær.
Fréttablaðið greindi frá því í
gær að bundinn kostnaður upp á
milljarða við fjárhagsaðstoð og
bætur væri ekki undanskilinn í
niðurskurðaráætlun borgarstjóra
fyrir rekstur Velferðarsviðs. Í
bókun ráðsins segir enn fremur að
gert sé ráð fyrir að heildarfram-
lag til málaflokka Velferðarsviðs
hækki með sérstöku framlagi. - kg
Aukafundur velferðarráðs:
Borgarsjóð-
ur standi við
skuldbindingar
Vatnsberinn með amfetamín
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í
gær Þórhall Ölver Gunnlaugsson, sem
gengur nú undir nafninu Þór Óliver
og oft er kallaður Vatnsberinn, til að
greiða 45 þúsund krónur í sekt vegna
amfetamíns sem fannst í herbergi
hans á Litla-Hrauni í desember.
DÓMSMÁL
DÓMSMÁL Hreiðar Már Sigurðs-
son og Sigurður Einarsson, fyrrum
stjórnendur Kaupþings, og Ólafur
Ólafsson, sem var einn aðaleigenda
bankans, fá ekki afhent endurrit af
skýrslum á hljóð- og mynddiski af
öðrum sakborningum og vitnum í
máli gegn þeim sem er til rann-
sóknar hjá sérstökum saksókn-
ara. Hæstiréttur staðfesti í gær
úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur
þess efnis. Málið snýst um rann-
sókn sérstaks saksóknara á kaup-
um Q Iceland Finance ehf. á 5,01
prósents hlut í Kaupþingi á árinu
2008. Hreiðar Már, Sigurður og
Ólafur hafa réttarstöðu sakborn-
inga við þá rannsókn. - jhh
Stjórnendur Kaupþings:
Fá endurritin
ekki afhent
Kasparov gegn Karpov
Einvígi skákmannanna Garry Kaspar-
ov og Anatoly Karpov hefst í dag í
Valencia á Spáni. Þeir munu tefla tólf
atskákir í vikunni. Einvígið er haldið í
tilefni þess að aldarfjórðungur er nú
liðinn frá sögulegu maraþoneinvígi
þeirra um heimsmeistaratitilinn í
skák. Það einvígi, sem haldið var í
Moskvu, stóð yfir í fimm mánuði.
SKÁK
SPURNING DAGSINS