Fréttablaðið - 22.09.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.09.2009, Blaðsíða 4
4 22. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR Vegna fréttar um Gröndalshús í blaðinu í gær skal tekið fram að ekki stendur til að finna húsinu nýja lóð vestur á Granda. Hins vegar hefur komið til tals hjá borgaryfirvöldum að meginhluti endurgerðar hússins fari fram úti á Granda og því verði í kjöl- farið fundin ný lóð nálægt núverandi staðsetningu. BRETLAND Breski fréttamaður- inn Tom Mangold segist hafa leyst ráðgátuna um hvarf tveggja breskra farþegaflugvéla í Berm- úda-þríhyrningnum svokallaða, sem er þríhyrningslaga hafsvæði vestur af Flórídaskaga milli Bahamaeyja og Bermúdaeyja. Tugir skipa og flugvéla eru taldir hafa horfið þar sporlaust og án skýringa. Á vefsíðum breska útvarps- ins BBC segir Mangold einfalda skýringu líklega á hvarfi bresku vélanna árin 1948 og 1949. Flug- vélarnar voru báðar af gerðinni Avro Tudor, sem Mangold segir hafa verið illa hannaðar og hrein- lega ekki haft úthald í þetta langt flug. - gb Bermúda-þríhyrningurinn: Fréttamaður leysir gátuna Eldur í Nýhöfn Töluvert tjón varð þegar eldur kvikn- aði í mannlausu íbúðarhúsi í Nýhöfn í Hvalfjarðarsveit í gær. Slökkvilið frá Akranesi og Borgarbyggð voru kölluð á vettvang, en þegar þau komu á vettvang hafði eldurinn kafnað vegna súrefnisskorts. Eldsupptök eru ókunn. LÖGREGLUFRÉTTIR BRIDS SKÓLINN - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Byrjendur ... 28. september ... tíu mánudagar frá 20-23 Framhald ... 30. september ... átta miðvikudagar frá 20-23 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - • Viltu læra brids? Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu. Þú getur komið ein eða einn, með öðrum eða í hóp og það er sama hvort þú ert 18 ára eða 90. Eða þar á milli! Sjá bridge.is undir ”fræðsla”. • Viltu verða betri spilari? Á framhaldsnámskeiði Brids- skólans gefst þér tækifæri til að bæta við kunnáttuna. Þú lærir nútíma sagnir, hvassa spilatækni og samvinnu við makker í vörninni. Sjá bridge.is undir “fræðsla”. • Staður: Síðumúli 37 í Reykjavík. - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Uppl. og innritun í síma 898-5427 frá 13-18 daglega. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ LEIÐRÉTT EFNAHAGSMÁL Forstjóri Íbúðalána- sjóðs (ÍLS) segir að í raun sé ekk- ert sem komi í veg fyrir það að sjóðurinn geti tekið við öllum hús- næðislánum bankanna svo fremi sem stjórnvöld veiti til hans auknu fé í samræmi við aukin umsvif. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að innan ríkisstjórnarinnar sé vilji fyrir því að ÍLS taki yfir öll hús- næðislán stóru bankanna þriggja. Með þessari leið sé ætlunin að auð- velda það að bjóða upp á samræmd úrræði fyrir skuldara og tryggja jafnræði á milli þeirra. Þessi leið er sú sem helst hefur verið rædd upp á síðkastið í ráð- herranefnd um úrræði fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum, sem stefnir á að skila af sér tillögum í vik- unni eða í síð- asta lagi strax eftir helgi. Gísli Tryggva- son, talsmaður neytenda, lýsti efasemdum með þessa hugmynd í samtali við Ríkisútvarpið í gær, og óttað- ist að Íbúðalánasjóður myndi ekki valda því að fá lánin í fangið. Guðmundur Bjarnason, for- stjóri ÍLS, telur þessar áhyggjur hins vegar óþarfar. Sjóðurinn hafi í raun byrjað að undirbúa sig fyrir aðgerð af þessu tagi strax eftir bankahrunið í fyrrahaust, þegar umræða fór af stað um þennan möguleika. Tæknilega sé sjóðurinn því að mestu þegar í stakk búinn til að taka yfir lán bankanna. Guðmundur segir að lán ÍLS nemi nú um 700 milljörðum og gert sé ráð fyrir að lán bankanna séu önnur eins upphæð. „Það yrði því auðvitað um að ræða mikil aukin umsvif, ef þetta fer svo að Íbúðalánasjóð- ur stækkar um helming,“ segir Guðmundur. Það myndi kalla á aukinn mannafla og húsnæði, og það væri þá stjórnvalda að ákveða með hvaða hætti þau myndu styðja betur við sjóðinn. „Þau þurftu nú að styrkja bank- ana fjárhagslega, þannig að mér dettur í hug að það gæti orðið ein- hver millifærsla í því.“ Verið sé að skoða það hvern- ig ÍLS myndi meðhöndla erlendu lánin, sem sjóðurinn hefur aldrei boðið upp á sjálfur. Hugsanlegt sé að bankarnir myndu tímabundið halda utan um þau áfram í sínum innheimtukerfum, þótt þau færð- ust til ÍLS. Þá telur Guðmundur ólíklegt að lífeyrissjóðslán yrðu færð til ÍLS. stigur@frettabladid.is Sjóðurinn ræður við íbúðalán bankanna Íbúðalánasjóður ætti að ráða vel við að taka yfir öll íbúðalán bankanna, svo framarlega sem sjóðurinn fær aukið rekstrarfé sem svarar auknum umsvifum. Þetta segir forstjóri sjóðsins. Við það mundi sjóðurinn um það bil tvöfaldast. HÚSNÆÐISLÁNIN ÖLL TIL ÍBÚÐALÁNASJÓÐS? Forstjóri Íbúðalánasjóðs á ekki von á því að lífeyrissjóðslán verði færð til sjóðsins. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM GUÐMUNDUR BJARNASON ORKUMÁL Fulltrúar kínverskra stjórnvalda funduðu í gær með forsvarsmönnum sveitarstjórnar Norðurþings á Húsavík, en kín- versk stjórnvöld hafa sýnt því áhuga að kaupa 32 prósenta hlut í orkufyrirtækinu Þeistareykjum. Bergur Elías Ágústsson, sveit- arstjóri Norðurþings, segir að um tvo fulltrúa frá kínverska sendiráðinu á Íslandi hafi verið að ræða og þeir hafi ekki verið fulltrúar kínversks fyrirtækis eða fyrirtækja. Gert hefur verið að því skóna að áhugi kínverskra stjórnvalda sé í raun milliganga þarlendra stjórnvalda fyrir hönd kínverska álrisans Chinalco, sem renni hýru auga til orkunýtingar- möguleika nyrðra. Bergur segir að gestirnir hafi fyrst og fremst verið að kynna sér þá möguleika sem svæðið býður upp á, sérstaklega varð- andi orkunýtingu. „Það á bæði við um háhita og lághita og önnur hugsanleg tækifæri og möguleika til samstarfs. Þeir óskuðu eftir ákveðnum upplýsingum sem við veitum fúslega.“ Bergur segir að Kínverjar fjár- festi nú víða um heim og ánægju- legt að þeir sýni Norðurþingi áhuga. „Ég hafði mikinn áhuga á að þeir kæmu að því að nýta lág- hita í fiskeldi. En eðli málsins samkvæmt er það orkan sem er áhugaverð sem fjárfestingarkost- ur, það er ekkert launungarmál.“ - shá Fulltrúar kínverskra stjórnvalda funduðu með forsvarsmönnum Norðurþings: Funduðu um orkunýtingu HÚSAVÍK Uppbygging sveitarfélagsins til næstu ára er háð því hvernig orkan á svæðinu verður nýtt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í frétt af smásagnasafni Ólafs Helga Kjartanssonar í Fréttablaðinu í gær kom fram að hann hefði gaman af smásögum Þóris Baldurssonar. Hér átti að standa smásögum Þóris Bergsson- ar, því hljómborðsleikarinn góðkunni, Þórir Baldursson, hefur að öllum líkindum ekki gefið út smásögur enn. VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 25° 20° 24° 22° 19° 22° 25° 25° 17° 19° 27° 19° 25° 31° 17° 24° 28° 16°13 12 9 11 129 10 9 98 6 5 3 4 3 3 6 9 8 0 5 3 5 2 1 6 6 3 2 4 3 Á MORGUN 5-10 m/s FIMMTUDAGUR 8-13 m/s. NÆTURFROST Í nótt var víða næt- urfrost og komandi nótt má einnig búast við næturfrosti mjög víða á landinu. Þegar líður á morgundag- inn kemur hlýrra loft yfi r landið og á fi mmtudag eru horfur á stífum vindi af suð- vestri með hlýindum og vætu. Síðan eru horfur á hvössum vindi víða um land bæði á föstudag og laugardag. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur FRÆÐI Sagnfræðingafélag Íslands opnar hádegisfyrirlestraröð sína í dag með ráðstefnunni Hugvísindi á krepputímum – staða, hlutverk og sóknarfæri. Menntamálaráð- herra er gestur ráðstefnunnar. Yfirskrift haustmisseris er: Hvað er kreppa? Tekist verður á við risavaxnar spurningar. Hvern- ig má skilja hrun hagkerfis, hug- myndafræði, heimsmyndar, sið- ferðis og gilda sem er að eiga sér stað? Geta öflug hugvísindi ekki lagt lið nýrri uppbyggingu hins skapandi samfélags? - shá Sagnfræðingafélag Íslands: Sagnfræðingar með ráðstefnu SJÁVARÚTVEGSMÁL Skip Hvals hf. hafa komið með 117 langreyðar af þeim 150 sem leyfilegt er að veiða á þessari vertíð. Hvalur 9 og Hvalur 8 komu með fjög- ur dýr á sunnudaginn var að Hvalstöðinni í Hvalfirði sem náði þá sögulegum áfanga. Þá kom á land fimmtán þús- undasti hvalurinn sem veiðst hefur á skipum Hvals hf. síðan fyrirtækið var stofnað árið 1947 en fyrsti hvalurinn kom á land 1948. Fyrirtækið stundaði hval- veiðar til ársins 1989 en þá tók við hvalveiðibann sem stóð í tæp tuttugu ár. - shá Hvalveiðar ganga vel: Hvalirnir orðnir 15 þúsund alls Í HVALSTÖÐINNI Sjö dýr komu á land haustið 2006 og vakti það óskipta athygli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UMHVERFISMÁL Umhverfisstofn- un hefur gefið út starfsleyfi fyrir varaaflstöð Verne Holdings ehf. á Vallarheiði í Reykjanesbæ. Rekstraraðila er með starfs- leyfinu heimilt að reka dísilraf- stöðvar sem sjá gagnaveri fyrir allt að 55 megavatta varaafli þar sem raforka er framleidd með fjórgengisvélum. Heimilt er að prófa varaaflstöðina til þess að ganga úr skugga um virkni henn- ar og reka hana tímabundið til eigin nota ef rafmagn fer af raf- magnsdreifikerfi. Starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 30. september 2021. - shá Gagnaver í Keflavík: Starfsleyfi veitt fyrir aflstöð GENGIÐ 21.09.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 233,5022 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,75 124,35 200,18 201,16 181,22 182,24 24,351 24,493 20,948 21,072 17,859 17,963 1,3397 1,3475 195,17 196,33 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.