Fréttablaðið - 22.09.2009, Qupperneq 6
6 22. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR
BORGARTÚNI 29
OPIÐ FRÁ KL 11-19.
VER
ÐH
RU
N!
Komdu
og
sparaðu
!
Allt að
90%
afsláttu
r
Allir sem
versla fá bók
að gjöf!
(Meðan birgðir endast!)
SKATTUR. „Ég vona að það verði ekki
uppsagnir,“ segir Rósa Helga Ing-
ólfsdóttir, skattstjóri á Ísafirði, um
þær breytingar sem fyrirhugaðar
eru á uppbyggingu skattkerfisins í
landinu. Eins og fram kom í Frétta-
blaðinu í gær hyggst fjármálaráðu-
neytið fækka skattstjórum úr níu í
einn, auk ríkisskattstjóra.
Ráðgert er að spara með þessu
140 milljónir á ári í rekstri skatt-
kerfisins og fækka um rúmlega
tuttugu starfsmenn en halda
óbreyttu hlutfalli starfsmanna á
landsbyggðinni og höfuðborgar-
svæðinu.
Sex konur halda uppi starfsemi
skattstofunnar á Ísafirði. Sparnað-
araðgerðir hafa verið í gangi, m.a.
var ekki ráðið í starf sem losn-
aði nýlega. „Ég vona að það verði
haldið áfram einhverri starfsemi
á skattstofunni á Ísafirði,“ sagði
Rósa Helga, sem flutti til Ísa-
fjarðar fyrir rúmu ári þegar henni
var veitt embætti skattstjóra þar
til fimm ára. Eins og fram kom í
Fréttablaðinu í gær gera hugmynd-
ir fjármálaráðuneytisins ráð fyrir
því að öll vinna vegna virðisauka-
skatts fari fram í Hafnarfirði og
öll vinna vegna tekjuskatts á Akur-
eyri. Rósa Helga segir áfram samt
þörf fyrir fjarvinnslu, þjónustu-
síma og fleiri störf, sem hægt er
að vinna úti á landi. Hún segist
hafa áhyggjur af sínu starfsfólki
vegna breytinganna. „Það er lítið
annað hægt að segja,“ segir Rósa
Helga Ingólfsdóttir. - pg
Skattstjórinn á Ísafirði um uppstokkun í skattkerfinu:
Vona að ekki verði uppsagnir
ÍSAFJÖRÐUR Sex konur halda uppi
starfsemi skattstofunnar á Ísafirði. Skatt-
stjórinn á Ísafirði vonar að ekki komi til
uppsagna.
DÓMSMÁL „Við ákváðum að bjóða
þeim birginn,“ segir Sigþór Ari
Sigþórsson, framkvæmdastjóri
verktakafyrirtækisins Klæðning-
ar sem gerir 3,3 milljarða kröfu á
Orkuveitu Reykjavíkur.
Klæðning krefst þess að Orku-
veitan greiði 3,3 milljarða króna
vegna uppgjörs á verkum sem
rift var og í bætur vegna „afleið-
inga gjörða OR“.
Kröfur Klæðningar eru vegna
samninga tengdum Hellisheið-
arvirkjun sem rift var. Þar af er
sérstök sundurliðuð bótakrafa
upp á tæplega 1,9 milljarða króna
vegna tjóns sem Klæðning telur
sig hafa orðið fyrir vegna afleið-
inga af vanefndum Orkuveitunn-
ar.
Sigþór Ari segir að í apríl hafi
legið fyrir að Orkuveitan hafi
samþykkt um 150 milljóna króna
reikninga vegna vinnu við Hellis-
heiðarvirkjun. „Rétt áður en átti
að greiða þá fóru þeir í að endur-
meta áður samþykkta og greidda
reikninga í öðru verki. Þeir sögðu
að þeir hefðu verið ofgreiddir og
skuldajöfnuðu. Þar með stóðum
við bara peningalausir og áttum
eftir að borga laun og kaupleigu
af tækjum og allt saman. Við telj-
um að þetta hafi verið algjörlega
ólöglegt og það var enginn and-
mælaréttur gefinn,“ segir Sig-
þór.
Fjármögnunarfyrirtækið Lýs-
ing tók síðan vélar og tæki af
Klæðningu sem í kjölfarið sagði
sig frá Hellisheiðarverkinu.
Rekstur fyrirtækisins stöðað-
ist. Sigþór segir lánardrottna nú
orðna óþolinmóða. „Við vonum að
kröfuhafar stökkvi á þetta mál
með okkur og sýni okkur skiln-
ing. Eina vonin til að þeir fái eitt-
hvað greitt er að þetta mál vinn-
ist. Allt okkar eigið fé er farið í
framkvæmdir fyrir Orkuveituna
sem Orkuveitan hefur ekki borg-
að og við þurfum að sækja þá
aftur. Við munum aldrei sleppa
þeim við þetta,“ segir hann.
Eiríkur Hjálmarsson, upp-
lýsingafulltrúi Orkuveitunnar,
segir kröfu Klæðningar fara til
umfjöllunar hjá lögfræðingum.
Sjálf telji Orkuveitan sig eiga
kröfu á Klæðningu eftir að fyr-
irtækið gekk frá verki.
„Í vor fór fram mikil úttekt á
viðskilnaði Klæðningar. Endan-
legt mat og uppgjör á honum mun
væntanlega leiða til þess að við
munum gera kröfu á Klæðningu,“
segir Eiríkur Hjálmarsson.
gar@frettabladid.is
Krefjast 3 milljarða
vegna vanefnda OR
Verktakafyrirtækið Klæðning krefst 3,3 milljarða króna vegna meintra van-
efnda Orkuveitu Reykjavíkur sem sögð er hafa stöðvað rekstur verktakans með
ólöglegri skuldajöfnun. Klæðning skuldar okkur, segir upplýsingafulltrúi OR.
HELLISHEIÐARVIRKJUN Klæðning átti að sjá um lagningu nýrrar pípu frá Hellisheið-
arvirkjun að vatnstönkunum á Reynisvatnsási en fyrirtækið varð frá að hverfa vegna
rekstrarerfiðleika. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SIGÞÓR ARI
SIGÞÓRSSON
EIRÍKUR
HJÁLMARSSON
DANMÖRK, AP Dómstóll í Dan-
mörku hafnaði í gær beiðni
danska hersins um að útgáfa
bókar fyrrverandi sérsveitarher-
manns verði bönnuð.
Herinn fór fram á að bókin,
sem er eftir Thomas Rothsack,
yrði bönnuð af öryggisástæðum.
Dómarinn komst að þeirri niður-
stöðu að bann væri tilgangslaust
vegna þess að í síðustu viku birti
danska dagblaðið Politiken bók-
ina í heild sem fylgiblað. Einn-
ig er hægt að ná í hana ókeypis
á netinu, en hún er væntanleg í
bókabúðir í Danmörku á fimmtu-
dag.
Bók Rothsacks heitir „Hermað-
ur – í stríði við úrvalssveitirnar“.
Þar lýsir hann hermennsku sinni
í Afganistan og Írak. - gb
Danskur hermaður:
Útgáfa bókar
ekki bönnuð
DÓMSMÁL Héraðsdómur hefur
vísað frá dómi tæplega 24 millj-
óna króna skaðabótakröfu á
hendur nauðgaranum Jóni Pét-
urssyni. Kröfuna gerði móðir
fyrir hönd ólögráða sonar síns,
sem hafði, ellefu ára gamall,
þurft að horfa upp á ofbeldi
Jóns gegn húshjálpinni á heim-
ili hans.
Drengurinn var metinn með
25 prósenta varanlega örorku
eftir að hafa orðið vitni að
ofbeldi Jóns, sem tvívegis hefur
hlotið fimm ára fangelsisdóm
fyrir hrottafengið ofbeldi og
nauðganir.
Kröfunni er vísað frá vegna
vanreifunar, en upphæðirnar
sem krafist var þóttu ekki rök-
studdar nægilega vel. - sh
Jón Pétursson slapp:
Kröfu á nauð-
gara vísað frá
Auglýsingasími
– Mest lesið
DÓMSMÁL Þremur ungum mönn-
um á aldrinum 19 til 21 árs hefur
verið birt ákæra fyrir sérlega
hættulega líkamsárás sem þeim
er gefið að sök að hafa framið í
júní fyrir rúmu ári.
Í ákæru eru þeir sagðir hafa
ráðist að nítján ára pilti að næt-
urlagi í Laufrima í Reykjavík,
kýlt hann nokkrum sinnum í and-
lit og líkama og síðan barið hann
með golfkylfum í andlit og háls.
Fórnarlambið hlaut mikið mar og
bólgu umhverfis hægra auga og
kinnbein, skurð á kinnbein og mar
og skrámu hægra megin á hálsi.
Fórnarlambið krefst tæplega 1,4
milljóna króna í bætur. - sh
Þrír ungir menn fyrir dómi:
Ákærðir fyrir
að berja mann
SJÁVARÚTVEGSMÁL Niðursuðuverk-
smiðja Hraðfrystihússins-Gunn-
varar í Súðavík verður rekin á
fullum afköstum í vetur og er gert
ráð fyrir að framleiddar verði 2,5
milljónir dósa af niðursoðinni
fisk lifur.
Eins og fram kemur á frétta-
vefnum bb.is fer haustvertíðin,
sem hófst 1. september síðastlið-
inn, vel af stað. „Við verðum að
vinna tvo daga í viku fram í enda
nóvember en svo með fulla starf-
semi til 1. júní,“ segir Kristinn
Kristjánsson, vinnslustjóri hjá
HG. Hann segir vertíðina leggj-
ast vel í starfsfólk verksmiðjunn-
ar, en fimm starfsmenn vinna hjá
verksmiðjunni um þessar mund-
ir. „Við reiknum með ekki minna
magni en í fyrra, eða 2,5 milljón-
um dósa,“ segir Kristinn. Þess má
geta að slegið var framleiðslumet
á síðasta ári.
Hráefnið hefur komið að lang-
stærstum hluta úr þorskeldi fyr-
irtækisins í Álftafirði og Seyðis-
firði og af ísfisktogaranum Páli
Pálssyni ÍS, auk þess sem hráefn-
is er aflað á mörkuðum og víðar af
Vestfjörðum. „Við notum lifur hvar
sem við komum höndum yfir hana,
við erum til dæmis í sambandi við
menn á Patreksfirði og Grindavík
til að verða okkur úti um meira
hráefni,“ segir Kristinn. - shá
Niðursuða hefur náð fótfestu í Súðavík og byggir á þorskeldi á staðnum:
Fylla 2,5 milljónir lifrardósa
ÞORSKELDI Hrein og falleg lifur fellur til
þegar eldisþorski er slátrað og er gott
hráefni til niðursuðu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hefur einhvern tímann verið
brotist inn á heimili þitt?
Já 19%
Nei 81%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ert þú ánægð/ur með að FH
hafi unnið sinn fimmta Íslands-
meistaratitil í knattspyrnu á sex
árum?
Segðu skoðun þína á Vísir.is
KJÖRKASSINN