Fréttablaðið - 22.09.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.09.2009, Blaðsíða 8
 22. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1. Hver skoraði bæði mörk FH í sigrinum gegn Val á sunnu- daginn? 2. Hver er höfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Antichrist? 3. Hver á í málaferlum gegn De Villepin, fyrrverandi forsæt- isráðherra Frakklands? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 Auglýsingasími – Mest lesið A T A R N A í september Glæsilegar vörur nú á Tækifærisverði. Láttu drauminn rætast. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Skoðið Tækifæristilboðin á www.sminor.is Umboðsmenn um land allt. Tæki færi HEILBRIGÐISMÁL Verið er að vinna að tillögum um verkaskiptingu sjúkra- húsanna á suðvesturhorninu, segir Ögmundur Jónasson heilbrigðisráð- herra. Hann segir alrangt að uppi séu áform um að leggja St. Jósefs- spítala niður hægt og í hljóði eins og Sigurjón Vilbergsson, sérfræðing- ur við spítalann, hélt fram í grein í Morgunblaðinu á sunnudag. Hið rétta sé að spítalinn hafi orðið fyrir skerðingu í fjárframlög- um eins og aðrar heilbrigðisstofn- anir landsins. „Það má ekki rugla því saman við önnur áform um spít- alann. Markmiðið er að efla hann þegar til lengri tíma er litið, það er ekki hugmyndin að hann verði í óbreyttu formi, en við viljum að hann gegni lykilhlutverki í Hafnar- firði og sannarlega að hann sinni fleiru en öldrunarþjónustu.“ Undir þetta tekur Árni Sverris- son, forstjóri spítalans. Hann segir sparnaðaraðgerðir vera lið í því að skera niður um 120 til 130 milljón- ir í rekstri spítalans eins og honum bar að gera miðað við fjárhags- áætlanir. „Okkar verkefni hér inn- anhúss var að skera niður. Vegna óvissu um spítalann í byrjun árs þá byrjuðum við seinna á niðurskurði en aðrir en vonumst til þess að ná settu markmiði á árinu.“ Fyrrver- andi heilbrigðisráðherra, Guðlaug- ur Þór Þórðarson, lagði til í upphafi árs að St. Jósefsspítali yrði öldrun- arstofnun. Meðal þess sem gripið hefur verið til í sparnaðarskyni í ár eru uppsagnir, en til að ná settum markmiðum hefur kaupum á þjón- ustu fjórtán sérfræðinga spítal- ans, sem fá greitt sem verktakar, verið hætt það sem eftir lifir árs. Alls eru sérfræðingarnir fjörutíu. Vonast Árni til að þessar ráðstaf- anir dugi til að mæta niðurskurð- arkröfum. Árni bendir á að tillögur þær sem nú sé verið að vinna að muni síðan leggja línurnar um framtíð spítal- ans og því ekki hægt að segja í bili hvaða sérfræðingar muni vinna áfram við spítalann. Eins og sakir standa eru lyflækningadeild, hand- lækningadeild, meltingarsjúkdóma- deild, augndeild og þrjár skurðstof- ur á spítalanum. Heilbrigðisráðherra segir að ljóst sé að meiri verkaskipting og hag- ræðing verði á rekstri skurðstofa á suðvesturhorninu. Annað sé ekki hægt að segja í bili um áætlanir um framtíð spítalanna. sigridur@frettabladid.is Sérhæfing sjúkrahúsa undirbúin St. Jósefsspítali mun ekki starfa áfram í óbreyttri mynd. Hvorki eru þó uppi áform um að leggja hann niður né gera hann að öldrunarstofnun. Unnið er að sérhæfingu sjúkrahúsanna á suðvesturhorninu. ST. JÓSEFSSPÍTALI Mun verða sjúkrahús með sérhæfðara hlutverk en hann gegnir núna frá og með næstu áramótum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Meiri sérhæfing verður hjá sjúkra- húsunum á Suðvesturlandi; á Akranesi, Selfossi, í Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Reykjavík en verið hefur til þessa. Stjórnendur stofnan- anna hafa undanfarið unnið að til- lögum að því hvernig sú sérhæfing á að verða undir stjórn stefnumót- unarsviðs heilbrigðisráðuneytisins annars vegar og Huldu Gunnlaugs- dóttur, forstjóra Landspítalans, hins vegar. Faghópar á vegum sjúkrahús- anna fimm funda í fyrsta sinn í dag með hópnum en í faghópunum eru sérfræðingar sjúkrahúsanna og eiga þeir að gefa álit sitt og koma með tillögur um framtíðarverkaskiptingu sjúkrahúsanna. Framtíðarskipanin verður kynnt á næstu vikum. SÉRHÆFING Á SUÐVESTURHORNINU Ferskt ungnautahakk 35% afsláttur 974.- FRAKKLAND, AP „Ég veit að sann- leikurinn mun sigra,“ sagði Dom- inique de Villepin, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, þegar réttarhöld hófust í gær í máli Nicolasar Sarkozy forseta gegn honum og fjórum öðrum sakborningum. Sarkozy segir de Villepin hafa borið út óhróð- ur um sig fyrir forsetakosn- ingarnar 2007, en de Villepin hafði sjálfur lýst áhuga sínum á framboði fyrir þær kosningar. „Ég kem út úr þessu frjáls og með hreinan skjöld,“ sagði de Villepin, sem hafnar öllum ásök- unum forsetans. - gb Réttarhöld í Frakklandi: De Villepin seg- ist vera saklaus DOMINIQUE DE VILLEPIN Tillaga að starfsleyfi Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstað Flokkunar Eyjafjarðar ehf. á Glerárdal, Akureyrarbæ. Samkvæmt tillögunni verður Flokkun heimilt að urða allt að 12.000 tonn af almennum og óvirkum úrgangi á ári en starfsleyfi verður gefið út til tveggja ára. Tillagan, ásamt starfsleyfisumsókn, mun liggja frammi til kynningar í Ráðhúsi Akur- eyrar til 13. nóvember 2009. UMHVERFISMÁL STJÓRNMÁL Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, tekur þátt í pallborðsumræðum á heimsþingi Clinton stofnunarinnar í New York á föstudag. Bill Clinton stofnaði til þingsins þegar hann lét af emb- ætti forseta Bandaríkjanna. Þingið verður sett á morgun en það sitja þjóðarleiðtogar og aðrir stjórnmálamenn auk áhrifamanna á ýmsum sviðum, til dæmis vís- indum og viðskiptum. Barack Obama Bandaríkjaforseti ávarp- ar þingið á morgun en á því verð- ur rætt um hnattræn efnahags-, umhverfis- og félagsleg viðfangs- efni. Ólafur Ragnar verður málflytj- andi í pallboðsumræðum þar sem rætt verður um hvernig fjármála- markaðir geta þjónað almanna- heill á heimsvísu. Ólafur Ragnar sat þing síðasta árs og tók þá þátt í umræðum um loftlagsbreytingar og orkumál og baráttu gegn fátækt í heiminum. Í Ameríkuferðinni mun Ólaf- ur Ragnar líka sitja fund með hópi bandarískra hagfræðinga til að fjalla um reynslu Íslendinga, hina alþjóðlegu fjármálakreppu og hvað gera þurfi til að koma í veg fyrir að svo alvarleg áföll og kreppur endurtaki sig í framtíð- inni. Er fundurinn haldinn í boði Josephs Stiglitz Nóbelsverðlauna- hafa sem nýverið var á Íslandi. Ólafur Ragnar flytur jafnframt ræðu á leiðtogafundi bandaríska samkeppnisráðsins um orkumál og lokaræðu á málþingi Louise Blouin-stofnunarinnar um „lær- dómana sem draga má af fjár- málakreppunni og hvernig hægt er að byggja upp hagsæld að nýju á traustan og öruggan hátt“ eins og segir í tilkynningu forsetaemb- ættisins. Dorrit Moussaieff forsetafrú verður með í för og sækir mál- þing um einhverfu og umræðu- kvöldverð um þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna. bjorn@frettabladid.is Forseti Íslands tekur þátt í þremur alþjóðlegum málþingum í Bandaríkjunum í vikunni: Ræðir um fjármálamarkaði og almannaheill Á GÓÐRI STUNDU Bill Clinton og Ólafur Ragnar í Íslandsheimsókn Clintons árið 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.