Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.09.2009, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 22.09.2009, Qupperneq 10
 22. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR ÚTIVIST Skálar Ferðafélags Íslands í Hrafntinnuskeri, við Álftavatn, í Hvanngili og Emstrum verða lok- aðir í vetur rétt eins og í fyrra og er verið að loka þeim um þessar mundir að því er fram kemur á vef Ferðafélags Íslands. Opið verður áfram í Langadal í Þórsmörk og Landmannalaugum. Þar verða skálaverðir fram eftir október. Ferðalangar geta fengið lykla að skálum Ferðafélagsins ef þeir vilja nota þá að vetrarlagi og geta sótt þá á skrifstofu félagsins. Skálarnir eru allir við göngu- leiðina vinsælu, Laugaveginn, sem liggur frá Landmannalaugum yfir í Þórsmörk og hafa því verið vel sóttir í sumar. - sbt Vetrarlokun hjá Ferðafélagi Íslands: Skálum á hálendinu lokað VIÐ ÁLFTAVATN Skálinn er vinsæll næt- urstaður ferðalanga. KENNARI NÁMSKEIÐSINS, SIGURÐUR JÓNSSON, LÆRÐI LJÓSMYNDUN Í SCHOOL OF VISUAL ARTS Í NEW YORK OG ÖÐLAÐIST MEISTARARÉTTINDI Í LJÓSMYNDUN ÁRIÐ 1989. HANN HEFUR HALDIÐ NÁMSKEIÐ Í STAFRÆNNI MYNDVINNSLU FYRIR LJÓSMYNDARAFÉLAG ÍSLANDS, LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS, MARGMIÐLUNARSKÓLANN, IÐNSKÓLANN Í REYKJAVÍK OG NÚ Í 5 ÁR HJÁ NTV. FYRIR HVERJA? Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við grafík og stafræna myndvinnslu og vilja ná dýpri þekkingu og skilningi á nær óendan- legum möguleikum þessa flotta verkfæris. Námið er undirbúningur fyrir alþjóðlegt próf sem gefur gráðuna: Adobe Certified Expert. INNTÖKUSKILYRÐI Þeir sem ætla í þetta nám þurfa að hafa einhverja reynslu í Photoshop og undir- stöðuþekkingu á Windows umhverfinu. Einnig þarf góða enskukunnáttu þar sem flest námsgögn eru á ensku.KENNSLUTILHÖGUN Mánudaga og miðvikudaga 18-22. Byrjar 05. okt. og lýkur 11. nóv. NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI PHOTOSHOP EXPERT - ALVÖRU PHOTOSHOP NÁMSKEIÐ - PHOTOSHOP EXPERT Við hjá NTV leyfum okkur að fullyrða að þetta sé eina námskeiðið sem uppfylli kröfur þeirra sem einhverja reynslu hafa í Photoshop. Námskeiðið er yfir- gripsmikið þar sem mikið er lagt upp úr þeim þætti sem snýr að eftirvinnslu s.s. litgreiningu, prófílum, upptöku aðgerða, skipulag, meðferð RAW skráa, og öllum þeim aðgerðum sem áður fyrr voru fram- kvæmdar í myrkrakompu. www.rannis.is/visindavaka - neytendasálfræði og markaðssetning matvæla Dr. Valdimar Sigurðsson frá viðskiptadeild HR fjallar um greiningu og mótun neytenda - hegðunar í verslunum. Er hægt að breyta verslun í tilraunastofu? Er eitthvað að marka neytendur? er í kvöld Annað VÍSINDAKAFFIÐ Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Menntamálaráðuneytið Iðnaðarráðuneytið Veistu hvað þú vilt? 22.september kl. 20:00 - 21:30 Súfi stinn Iðuhúsinu Allir velkomnir. Láttu sjá þig! AFGANISTAN „Ástandið er alvarlegt og hvorki hægt að ganga að sigri né ósigri vísum,“ segir Stanley A. McChrystal, æðsti yfirmaður herliðs Bandaríkjanna og NATO í Afganistan. Bandaríska dagblaðið Washing- ton Post birti í gær þriggja vikna gamla skýrslu McChrystals um ástand og horfur í Afganistan. Þessi skýrsla átti að fara leynt, þó nokkur efnisatriði hennar hafi verið gerð opinber þegar hann afhenti Robert Gates varnarmála- ráðherra hana í lok ágúst. McChrystal telur óhjákvæmilegt að fjölga allhressilega í erlenda herliðinu í Afganistan, eigi árang- ur að nást í langvinnri baráttu aðkomuhersins við uppreisnar- menn. Mikilvægara telur McChrystal þó að bæði erlenda herliðið og rík- isstjórn landsins ávinni sér traust heimamanna. Spilling ráðamanna er að mati hans jafnmikil ógn og uppreisnin, sem herliðið þarf að takast á við. „Veikleikar ríkisstofnana, ill- ræðisverk valdamanna, útbreidd spilling og misbeiting valds af hálfu ýmissa embættismanna, ásamt mistökum fjölþjóðaherliðs- ins sjálfs, hafa ekki gefið Afgön- um ríka ástæðu til að styðja rík- isstjórn sína,“ segir í skýrslu McChrystals. Til þess að breyta þessu verði fjölþjóðaherlið Bandaríkjanna og NATO að breyta verulega áhersl- um í starfi sínu. „Hernaðaraðferðir okkar mega ekki beinast eingöngu að því að ná landsvæðum á okkar vald eða brjóta uppreisnarsveitir á bak aftur, heldur verða athafnir okkar að beinast að þjóðinni.“ Hann segir fyrst og fremst nauð- synlegt að aðkomuherliðið og yfir- menn þess afli sér betri þekkingar á íbúum Afganistans og umgang- ist jafnframt heimamenn meira en hingað til, í staðinn fyrir að ein- angra sig bak við víggirðingar og í brynvörðum bifreiðum. Árangur náist ekki nema erlenda herliðið sé reiðubúið til þess að deila áhættunni með heimamönn- um. Í skýrslunni segir McChrystal einnig að þrír uppreisnarhópar séu stórtækastir í baráttu sinni gegn erlenda herliðinu og ríkisstjórn landsins: Einn hópurinn er skip- aður talibönum sem nú er stjórn- að frá borginni Quetta í Pakistan, annar hópur er tengdur hryðju- verkasamtökunum Al Kaída, en sá þriðji lýtur stjórn gamalreynda stríðsherrans Gulbuddins Hekmat- yars. Barack Obama Bandaríkja- forseti hefur verið að kynna sér skýrsluna ásamt helstu hernaðar- ráðgjöfum sínum. gudsteinn@frettabladid.is Engan veginn nóg að fjölga í herliðinu Herforinginn Stanley A. McChrystal vill 40 þúsund hermenn til Afganistans í viðbót við þá 90 þúsund sem eru þar fyrir. Segir brýnt að ávinna traust. STANLEY A. MCCHRYSTAL Yfirmaður herliðs Bandaríkjanna og NATO í Afganistan segir nauðsynlegt að breyta áherslum. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.