Fréttablaðið - 22.09.2009, Side 12

Fréttablaðið - 22.09.2009, Side 12
12 22. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Stöðugleikasáttmálinn Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, segir gæta vaxandi óþreyju með að of langan tíma taki að þoka hlutunum áfram. Margt hafi færst til betri vegar síðustu viku, sérstaklega hvað varðar framkvæmdir og atvinnu- mál, en enn sé of stórum spurningum ósvarað í þeim efnum. Gylfi segir gríðarlega mikilvægt að stuðla að afnámi gjaldeyrishafta. Hann segir verulega skorta á lausnir á því sviði. Afgreiðsla Alþingis á ríkisábyrgð vegna Icesave hafi sett gjaldeyrismálin í biðstöðu, þar sem ekki fékkst afgreiðsla á málefnum Íslands hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum. Nú sé það mál komið á byrjunarreit. Þá segir Gylfi að lækkun stýrivaxta Seðlabankans sé nauðsyn- leg. Hann minnir á að næsti vaxtaákvörðunardagur sé á fimmtudag, en síðan ekki auglýstur fyrr en 5. nóvem- ber. Hann segir í besta falli hægt að vonast eftir því að stýrivextir haldist óbreyttir við næstu ákvörðun, miðað við orð seðlabankastjóra. Gylfi minnir á að kjara- samningum hafi verið frestað til að skapa aðstæður til þess að stýrivextir næðust niður fyrir 10 prósent fyrir 1. nóvember. Áfram- hald samningsins muni ráðast af vaxtaákvörðunum. Samtök atvinnu- lífsins hafi viljað segja samningnum upp í júnímánuði vegna vaxtastefnu stjórnvalda. Ákveðið hafi verið að skapa svigrúm til að lækka vexti og náist það ekki séu samningarnir í uppnámi. VAXANDI ÓÞREYJA GYLFI ARNBJÖRNSSON Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir of margt vanta upp á í uppfyllingu sáttmálans. Nauðsynlegast sé að efla atvinnu í landinu. Hann segir þó ekki reynslu komna á sáttmálann enn þá; brugðið geti til beggja vona með hann, hvort hann sé ómögulegur eða góður. Halldór segir það að hafa náð samkomulagi um launaþáttinn, að hækka laun upp á 210 þúsund krónur á meðan aðrir voru látnir bíða, hafi haft gríðarlega jákvæð áhrif. „Við þolum ekki kostnaðarhækkun umfram það sem orðið er í neinum rekstri. Sá þáttur er mun mikilvægari en menn gera sér grein fyrir.“ Halldór segir samráð hafa verið nægt og hann er ánægður með það. Þó vanti kannski nokkuð upp á að betur sé hlustað á tillögur samningsaðila. MÁ EKKI HÆKKA KOSTNAÐ HALLDÓR HALL- DÓRSSON Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir miður að lækkun vaxta sé ekki á áætlun. Þá hafi ekkert verið gert í gjaldeyrishöft- um, utan áætlun sem Seðlabank- inn lagði fram, en hún hafi valdið samtökunum vonbrigðum. Hún hafi verið of varkár. „Það sem er mikilvægast í sáttmálanum, utan ákvæði um vextina og höftin, eru áætlanir um að ráðast í framkvæmdir í samráði við lífeyrissjóðina og aðra fjárfesta. Hindrunum átti að ryðja úr vegi fyrir tilteknum stórframkvæmdum og þar erum við klárlega á eftir.“ Hannes segir samtökin hafa látið í ljós óánægju sína með þær tafir sem orðið hafa á verkefnum sáttmálans. „Okkur finnst það blasa við að það væri kjörin leið út úr efnahagskreppunni á Íslandi að stuðla að miklum fjárfesting- um í orkugeiranum, við iðjuver og gagnaver og fleira í þeim dúr.“ Hannes segir menn muni skoða málin í október hvort samningur- inn muni halda. Hann sé ekkert ólíkur öðrum samningum hvað það varðar að ákvæði hans verði að halda. LÆKKA ÞARF VEXTI HANNES G. SIGURÐSSON FRÉTTASKÝRING KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ kolbeinn@frettabladid.is Árni Stefán Jónsson, starfandi formaður BSRB, segir nokkuð hafa vantað upp á að boðað samstarf hafi verið rækt. Hann tiltekur skoðun á skuldum heimilanna, en viðsemjendum ríkisins hafi þótt þeir standa fyrir utan þá vinnu. Samkvæmt sáttmálanum hafi þeir átt að taka þátt í þeirri vinnu og nú hafi verið gerð bragarbót þar á. Komið sé á fast samráð við ríkisstjórnina og fundað sé einu sinni í mánuði. „Okkur finnst úrvinnsla sáttmálans ganga of hægt fyrir sig og það hefur farið í pirrurnar á fólki.“ Spurður hvort sáttmálanum verði sagt upp takist ekki að uppfylla skilyrði hans segir Árni það ekkert hafa verið rætt. „Menn verða að ráða ráðum sínum. Það hljóð er ekki komið í strokk- inn og við verðum að gera það sem er best fyrir samfélagið.“ ÓNÓGT SAMSTARF ÁRNI STEFÁN JÓNSSON Verkalýðshreyfingunni þyk- ir vinna við stöðugleikasátt- málann ganga heldur hægt. Hluti þeirra aðgerða sem þegar eiga að hafa litið dags- ins ljós er á eftir áætlun. Hinn 1. nóvember á stórum áföngum að vera náð. Sam- ráð hefur aukist og munu aðilar funda á morgun. Forsætisráðherra undirritaði stöð- ugleikasáttmála fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar 25. júní. Viðsemj- endur voru fulltrúar nánast allra vinnandi manna í landinu; Alþýðu- sambands Íslands, Bandalags háskólamanna, Samtaka starfs- manna fjármálafyrirtækja, BSRB og Kennarasambands Íslands, auk Samtaka atvinnulífsins og Sam- bands íslenskra fjármálafyrir- tækja. Sáttmálinn var tilraun til sam- stöðu um endurreisn efnahagslífs- ins og þegar kampakátir fulltrúar skrifuðu undir hann í Þjóðmenn- ingarhúsinu ríkti mikil bjartsýni. Viðræðurnar höfðu þó ekki geng- ið þrautalaust fyrir sig; fulltrúar ríkisstarfsmanna deildu við hinn almenna vinnumarkað um hvort ætti að setja hámark á niðurskurð hjá hinu opinbera og hvert það ætti að vera. Svo virtist sem ætl- aði að slitna upp úr viðræðum, en Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra kallaði samningsaðila á fund í Stjórnarráðinu og þaðan gengu menn sáttir út. Niðurstaðan varð sú að skattar verði lækkandi hlutfall aðlögunar- aðgerðanna eftir yfirstandandi ár. Samtals yrðu þeir ekki hærri en 45 prósent þeirra fyrir árin 2009 til 2011. Það þýðir að niðurskurð- ur hjá hinu opinbera mun nema 55 prósentum. Metnaðarfull áætlun Stöðugleikasáttmálanum er ætlað að vera rammi utan um hvernig atvinnu- og efnahagslíf landsins er endurreist. Hann er í fjórtán liðum og tekur á öllu frá kjarasamningum og skuldsettum heimilum til endur- reisnar banka og afnámi gjaldeyr- ishamla. Sáttmálinn er ekki bara háleit markmið sett í mikilfenglega frasa líkt og velferðarbrú og skjaldborg um heimilin. Í honum er að finna dagsetningar um hvenær ákveðn- um áföngum á að vera náð. Fyrst er að telja samninga á opin- berum vinnumarkaði sem ganga átti frá svo fljótt sem auðið væri að lokinni undirskrift. Það var gert og samið á svipuðum nótum og á almennum vinnumarkaði. Samið við lífeyrissjóði Til þess að stuðla að aukinni atvinnu skuldbatt ríkisstjórnin sig til að semja við lífeyrissjóði um að þeir fjármögnuðu stórar fram- kvæmdir, samkvæmt minnisblaði vegna verklegra framkvæmda frá júní. Í því eru að mestu tiltekin orkutengd verkefni; álver á Bakka, gagnaver á Norður- og Suðurlandi, koltrefjaverksmiðja og fleira. Stefnt var að því að þessum við- ræðum yrði lokið fyrir 1. septemb- er, en þeim er ekki lokið enn. Þær töfðust í sumar, en hófust aftur nú í september. Þá ætlar ríkisstjórnin að greiða götu þegar ákveðinna stórfram- kvæmda; svo sem vegna álvera í Helguvík og Straumsvík. Þá verði undirbúningsvinnu hraðað vegna áforma er tengjast meðalstórum iðnaðarkostum, svo sem gagnaver- um og kísilflöguframleiðslu. Eftir 1. nóvember eiga engar hindranir að vera í veginum af hálfu stjórn- valda hvað þessar framkvæmdir varðar. Stóri dagurinn Segja má að 1. nóvember verði stóri dagurinn í sögu stöðugleikasátt- málans. Þá á ýmsum verkefnum að vera lokið; eða kappkostað að svo verði. Endurskipulagningu á eign- arhaldi bankanna á að vera lokið þá, og leitast á við að aflétta hömlum á nýrri fjárfestingu fyrir þann dag. Raunar átti að leggja fram áætlun fyrir 1. ágúst um hvernig gjaldeyr- ishömlum verður aflétt. Aðilar vinnumarkaðarins lögðu á það ríka áherslu að hægt yrði að lækka stýrivexti Seðlabankans. Í sáttmálanum segir að þeir treysti því að með honum skapist forsend- ur fyrir því að lækka vextina í eins stafs tölu fyrir 1. nóvember. Stýrivextir eru nú 12 prósent og næsti vaxtaákvörðunardagur er á fimmtudaginn. Skuldsett heimili Þá var í sáttmálanum sérstaklega kveðið á um að bæta stöðu skuld- settra heimila. Hraða átti vinnu ráðherranefndar og gera tillögur í samráði við aðila vinnumarkað- arins um viðbótarúrræði ef þörf kræfi. Nefndin er enn að störfum og sumum verkalýðsforkólfum hefur þótt skorta á samráðið. Það horf- ir þó til bóta. Á miðvikudaginn munu fulltrúar hitta fjóra ráð- herra; forsætis-, fjármála-, iðnað- ar- og félagsmálaráðherra. Ljóst er að fjárlögin verða þar til umræðu, enda forsenda þeirra aðgerða sem grípa þarf til samkvæmt sáttmál- anum. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur haft í nógu að snúast í sumar út af Icesave-málinu. Viðmælendur Fréttablaðsins sýndu því flestir skilning þótt þeir hafi ítrekað að nú þyrfti að halda vel á málum. Stöð- ugleikasáttmálinn hefði ekki verið puntplagg og skilyrði hans þyrfti að uppfylla. Vinnumarkaður ósáttur við hægagang MIKIL GLEÐI Ósvikin gleði braust út þegar samningar náðust um stöðugleikasáttmálann og þeir sem skrifuðu undir hann voru þess fullvissir að með honum væri stigið skref til endurreisnar íslensks efnahagslífs. Enn eru vonir bundnar við sáttmálann þótt hægar hafi gengið að uppfylla ákvæði hans en fyrirhugað var. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Bónus heill kjúklingur 30% afsláttur 489.-

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.