Fréttablaðið - 22.09.2009, Qupperneq 20
16 22. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR
timamot@frettabladid.is
MICHAEL FARADAY
FÆDDIST ÞENNAN DAG.
„Þeir eiginleikar sem nauð-
synlegt er að búa yfir til
þess að ná árangri eru ein-
beiting, skarpskyggni,
skipulagning, nýjungagirni
og færni í samskiptum.“
Michael Faraday (1791-1867)
var enskur efna- og eðlisfræð-
ingur. Hann vann að rann-
sóknum á rafsegulmagni og
rafefnafræði.
MERKISATBURÐIR
1631 Svíar leggja Erfurt undir
sig í þrjátíu ára stríðinu.
1930 Ferðafélag Íslands tekur
fyrsta sæluhús sitt í notk-
un. Húsið er í Hvítárnesi
upp undir Langjökli.
1957 Árbæjarsafn er opinber-
lega opnað almenningi
með viðhöfn.
1960 Frakkar viðurkenna sjálf-
stæði Malí.
1980 Írak ræðst á Íran og byrjar
þar með átta ára stríð.
1992 Fyrstu Ólympíuleikum
andlega fatlaðra lýkur í
Madrid. Íslendingar eru
sigursælir í sundi og fær
íslenskt sundfólk alls 21
verðlaun á leikunum, þar
af tíu gull. Sigrún Huld
Hrafnsdóttir vinnur til fleiri
verðlauna á leikunum en
nokkur annar keppandi.
Menntaskólinn í Kópavogi var
settur í fyrsta sinn þennan dag
árið 1973 af Ingólfi A. Þorkels-
syni skólameistara. Í fyrstu fór
starfsemi skólans fram í við-
byggingu við Kópavogsskóla
og voru nemendur alls 125
talsins í sex bekkjardeildum
en kennt var eftir bekkjarkerfi.
Árið 1982 var kennslukerf-
inu breytt og tekið upp svo-
kallað kjarnakerfi sem var millileið milli bekkjakerf-
is og áfangakerfis og MK varð því menntaskóli með
fjölbrautasniði. Menntaskólinn í Kópavogi var til
húsa í Kópavogsskóla fyrstu tíu árin en árið 1983
var starfsemi hans flutt í Víghólaskóla, það hús-
næði er enn notað.
Á vordögum 1991 hófust byggingaframkvæmd-
ir við skólann og var fyrsti hluti tekinn í notk-
un haustið 1993 og þrem-
ur árum síðar, 1996, var
risið glæsilegt verknáms-
hús fyrir hótel- og matvæla-
greinar. Árið 2002 var tekin
sú ákvörðun að rífa N-álmu
skólans og byggja í hennar
stað nýtt tveggja hæða bók-
námshús auk sérbúinnar
kennsluaðstöðu fyrir sérdeild
skólans. Á 30 ára afmæli
skólans 2003 var ný norðurálma tekin í notkun.
Haustið 1995 var kennslukerfinu breytt í núver-
andi horf eða hreint áfangakerfi og ári seinna hófst
kennsla í verknámsdeildum skólans.
Ingólfur A. Þorkelsson lét af störfum sem skóla-
meistari árið 1993 og við af honum tók núverandi
skólameistari, Margrét Friðriksdóttir.
Heimild: www.mk.is.
ÞETTA GERÐIST: 22. SEPTEMBER 1973
MK settur í fyrsta sinn
„Ég ætla að halda afmælisveislu í and-
dyri Laugardalshallarinnar í dag frá
klukkan 16 til 18. Þar verður opið hús
og allir eru velkomnir,“ segir Ragnar
Bjarnason, eða Raggi Bjarna eins og
langflestir Íslendingar kalla þennan
ástsæla tónlistarmann.
Ragnar er 75 ára í dag og ber aldur-
inn vel enda verið áberandi í tónlistar-
heiminum í sumar og heldur auk þess
á laugardaginn tvenna stórtónleika í
Laugardalshöllinni í tilefni afmælis-
ins. „Fyrri tónleikarnir verða klukk-
an 16 og þeir seinni klukkan 21 en ég
held að það sé orðið uppselt á þá,“ segir
Ragnar. Hann fær til sína góða gesti á
tónleikunum auk þess sem hann verð-
ur dyggilega studdur af fjörutíu manna
hljómsveit. „Með mér á sviðinu verða
menn og konur á borð við Björgvin Hall-
dórsson, Diddú, Guðrúnu Gunnarsdótt-
ur, Hemma Gunn, Ómar Ragnarsson,
Ladda, Mugison, Megas, Pál Óskar og
Stefán Hilmarsson auk hljómsveitanna
Sumargleðinnar og Buffs,“ segir Ragn-
ar kátur. Á tónleikunum verða rifjaðir
upp gamlir slagarar sem Ragnar söng
fyrr á árum, meðal annars með KK sex-
tettinum og Sumargleðinni. „Svo syngj-
um við og tröllum og höfum gaman
saman,“ segir hann léttur í lundu.
Ragnar segist ekki vanur því að gera
mikið úr afmælisdögum sínum. Yfirleitt
hafi það hist þannig á í gegnum tíðina
að hann hafi verið að skemmta öðrum
á afmælinu sínu. Töluvert var þó gert
úr sjötugsafmælinu, en þá hélt hann
þrenna tónleika á Broadway. „Það var
virkilega gaman og líklega eftirminni-
legasti afmælisdagurinn,“ telur hann.
Ragnar hefur mörg járn í eldinum.
Í dag kemur til dæmis út geisladisk-
ur með 69 lögum þar sem farið er yfir
söngferil Ragga Bjarna í tónum. „Þarna
eru til dæmis lög sem ég söng í byrj-
un sjötta áratugarins með pabba. Síðan
er komið víða við, hjá KK sextettinum,
hljómsveit Svavars Gests, og Sumar-
gleðinni og einnig hin og þessi lög
sem ég söng inn á 45 snúninga plötur á
sínum tíma,“ segir Ragnar en í mörgum
laganna syngja með honum þjóðþekktir
skemmtikraftar.
Auk plötuútgáfu og tónleikahalds er
nú unnið að heimildarmynd um söngv-
arann. „Já, þeir hafa verið að fylgja
okkur eftir með myndavélar síðasta árið
og tekið upp þær skemmtanir sem ég
hef verið á,“ útskýrir Ragnar en kann
þó ekki nánari skil á hvar ætlunin er
að sýna myndina þegar hún er fullbú-
in. „En það verður gaman að sjá hvernig
þetta kemur út,“ segir hann glaðlega.
En er eitthvað sem hann óskar sér í
afmælisgjöf? „Ég óska bara landinu og
þjóðinni velfarnaðar og að við komumst
út úr þessari kreppu sem ég veit að við
munum gera.“
solveig@frettabladid.is
RAGNAR BJARNASON: HELDUR UPP Á 75 ÁRA AFMÆLI
Býður þjóðinni til veislu í dag
75 ÁRA TÖFFARI Ragnar Bjarnason fékk lánaðan forláta kagga sem mun spila hlutverk í heimildarmynd sem verið er að gera um söngvarann.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Staða, hlutverk og sóknarfæri í
kreppunni verða til umfjöllunar á
ráðstefnu sem Sagnfræðifélag Ís-
lands stendur fyrir í Þjóðminjasafni
Íslands í dag klukkan 12.05.
Ráðstefnan nefnist Hugvísindi á
krepputímum og þar verður hugvís-
indafólki boðið til beinnar samræðu
við Katrínu Jakobsdóttur mennta-
málaráðherra. Ráðstefnan er auk þess
haldin með þátttöku Viðars Hreins-
sonar, framkvæmdastjóra Reykja-
víkurAkademíunnar, og Írisar Ellen-
berger, formanns Sagnfræðingafé-
lagsins.
Ætlunin er meðal annars að velta
fram ýmsum spurningum varðandi
hugvísindi og kreppuna; til dæmis
hvort yfirvofandi niðurskurður muni
bita jafn harkalega á þeim og öðrum
fræðigreinum. Hvort hugvísindi geti
lagt lið í uppbyggingu í íslensku sam-
félagi og ástæða sé þar af leiðandi til
að efla þau frekar.
Að loknum stuttum erindum frá
frummælendunum þremur verður
orðið gefið laust. Aðgangur er ókeyp-
is og öllum opinn.
Ráðstefnan mun opna hina árlegu
hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðinga-
félagsins en yfirskrift haustmisseris
er að þessu sinni Hvað er kreppa?
Hlutverk hugvísinda í kreppunni
SITUR FYRIR SVÖRUM Katrín Jakobsdóttir
menntamálaráðherra flytur erindi á ráðstefn-
unni í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ástkær eiginmaður minn, faðir og stjúp-
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Davíð Kr. Guðmundsson
Grænumýri 12, Seltjarnarnesi,
andaðist í Kaupmannahöfn sunnudaginn 20. sept -
ember sl.
Útför auglýst síðar.
Geirlaug Helga Hansen
Guðmundur Pétur Davíðsson Kristjana Ólafsdóttir
Guðjón Ómar Davíðsson Sigurlín Baldursdóttir
Kristín Davíðsdóttir Ólafur Jón Kristjánsson
Úlfar Þór Davíðsson
Einar Björgvin Davíðsson
Sverrir Davíðsson
Guðrún Helga Guðbjörnsdóttir
Selma Guðbjörnsdóttir Sveinn Anton Sveinsson
Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Svanur Kristinsson
Hildur Guðbjörnsdóttir Kristján Örn Jónsson
Björk Þráinsdóttir Hlynur Sigurjónsson
og barnabörn.
Alúðarþakkir fyrir samúð og vinarhug
vegna andláts og útfarar ástkærrar eigin-
konu minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Rannveigar Eddu
Hálfdánardóttur
Holtsflöt 6, Akranesi.
Sérstakar þakkir til Oddfellow-systra á Akranesi.
Einnig hjartans þakkir til félaga í félagsskapnum
Dásemd og annars starfsfólks Sjúkrahúss Akraness.
Guð blessi ykkur öll.
Kristján Emil Friðriksson
Dórothea Kristjánsdóttir Madsen Jørgen Elsted Madsen
Hálfdán Kristjánsson Ragnhildur Jónsdóttir
Rannveig Kristjánsdóttir
Kristján Emil Jónasson
og ömmubörn.
Yndislegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Kristinn Gestur
Finnbogason,
fyrrv. lögregluvarðstjóri, Hrafnistu
Reykjavík, áður Háaleitisbraut 151,
andaðist sunnudaginn 30. ágúst. Útförin fer fram frá
Digraneskirkju fimmtudaginn 10. september kl. 15.
Hallfríður Ásmundsdóttir
Finnbogi Grétar Kristinsson
Ásmundur Kristinsson Svava Loftsdóttir
Kristinn Finnbogason Snædís Kjartansdóttir
Friðrik Heiðar Ásmundsson Hildur Helga Sævarsdóttir
Loftur Ásmundsson Bergdís Heiða Eiríksdóttir
Eva Katrín Friðriksdóttir