Fréttablaðið - 22.09.2009, Blaðsíða 26
22 22. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR
FÓTBOLTI Það var vel við hæfi að það
væri Atli Guðnason sem tryggði
FH sinn annan Íslandsmeistaratit-
il í röð undir stjórn Heimis Guð-
jónssonar með því að skora bæði
mörkin í 2-0 sigri á Val á sunnu-
daginn. Heimir veðjaði strax á
Atla þegar hann tók við FH-liðinu
fyrir tveimur árum, Atli átti gott
tímabil í fyrra en hefur verið frá-
bær í sumar og hefur því launað
Heimi traustið.
Það var enginn Atli Guðnason í
FH-liðinu þegar liðið hafði fyrst
tækifæri til að tryggja sér titilinn
á heimavelli en tapaði 0-3 fyrir
Grindavík. Atli er mikilvægur
hlekkur í sóknarleiknum en hann
hefur komið að 21 marki FH-liðs-
ins í Pepsi-deildinni í sumar. Atli
hefur skorað 10 mörk sjálfur, gefið
9 stoðsendingar og fiskað 2 víti
sem hafa gefið mörk. Þetta er hans
langbesta tímabil en í fyrra kom
hann að 11 mörkum FH-liðsins.
Atli hafði komið inn af bekkn-
um í 25 af 30 leikjum sínum undir
stjórn Ólafs Jóhannessonar. Atli
viðurkennir að hann hafi verið
orðinn þreyttur á að bíða eftir
tækfærinu. „Það var fullt af fólki
sem var að ráðleggja mér að fara
eitthvað annað og fá að spila. Ég
þraukaði í FH og sé ekki eftir því
núna,“ segir Atli.
„Þegar Heimir tók við þá vissi
ég að ég var að fara að spila því
hann var búinn að segja mér það.
Hann sagði að hann vildi halda
mér en auðvitað væri þetta undir
mér komið að sýna að ég ætti að
vera í liðinu. Ég tel að ég hafi nýtt
það tækifæri nokkuð vel,“ segir
Atli og bætti við:
„Maður þarf að spila til að verða
betri og það er þessi gullna regla í
boltanum. Maður verður ekki betri
á því að horfa á fótbolta. Annars
væru Íslendingar miklu betri því
þeir horfa svo mikið á enska bolt-
ann,“ segir Atli í léttum tón.
Atli segir markmið liðsins hafa
verið að verða Íslands- og bikar-
meistari en hann vill frekar ein-
blína á að fagna meistaratitlinum
en að velta sér upp úr því sem liðið
missti af. „Ég var ekki með nein
sérstök markmið yfir fjölda marka
eða fjölda stoðsendinga. Mark-
miðið sem menn eiga að setja sér
þegar þeir eru í svona góðu liði er
að verða meistarar. Það er þá bara
aukaatriði hvað þú skorar sjálfur,“
segir Atli.
Atli Guðnason leikur vanalega
á vinstri vængnum þrátt fyrir að
vera réttfættur. „Minn leikur snýst
um það að koma mér í opin svæði
og það hentar mér mjög vel þegar
ég spila á öfugum kanti að koma
inn á völlinn og finna mér svæði
þar,“ segir Atli og hrósar mikið
Hirti Loga Valgarðssyni sem leik-
ur jafnan í vinstri bakverðinum.
„Ég spila með Loga í bakverðin-
um og hann er eins og vél sem
fer upp og niður kantinn. Það
er mjög þægilegt því ég get
farið inn og þá kemur hann
upp. Það eru ófá mörkin sem
við höfum skorað eftir svoleið-
is sóknir,“ segir Atli.
Atli segir að styrkur FH-liðs-
ins liggi í gæði æfinganna. „Það
mæta allir á æfingarnar til
þess að leggja sig fram og
við erum með það marga
góða leikmenn. Þegar
koma tuttugu góðir leik-
menn og leggja sig fram
þá verður eitthvað úr
æfingunum og við verð-
um betri og betri,“ segir
Atli og hann segir harða
samkeppnina um sæti í
FH-liðinu aðeins hvetja
sig áfram.
„Á bekknum í FH-lið-
inu eru alltaf góðir leik-
menn og þá skiptir engu
máli hver er inná. Maður
þarf ekki annað en að
horfa á bekkinn til þess
að fá innblástur í að gera
betur,“ segir Atli.
Atli ætlar sér að spila áfram í
FH næsta sumar, halda áfram
að reyna að bæta sig og reyna að
vinna tvennuna langþráðu.
„Ég er ekki að fara neitt þó að
maður skoði nú allt sem kemur
upp. Eins og staðan er í dag þá
verð ég bara í FH á næsta ári. Ég
er ekki að fara út til þess að fara
út. Það verður að vera
gott tilboð frá góðu liði
þar sem ég get fengið
að spila. Fyrsti
punkturinn er
að fá að spila
og peningar
og eitthvað
a n n a ð e r
bara aukaatriði,“ segir Atli sem
er í kennaranámi.
„Ég ætla að verða stærðfræði-
kennari. Ég er að klára það
núna í vor og svo veit ég
ekki hvað gerist eftir
það,“ segir Atli en hann
er án nokkurs vafa einn
af mönnum Íslandsmóts-
ins 2009.
ooj@frettabla-
did.is
sport@frettabladid.is
Óskar Örn Hauksson er leikmaður 21. umferðar Pepsi-deildar karla
að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði þrennu í ótrúlegum 7-3 sigri
KR á Stjörnunni á sunnudaginn er næstsíðasta umferð tímabilsins
í Pepsi-deild karla fór fram. Á sama tíma vann FH sigur á Val og
tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn.
KR var eina liðið sem átti enn möguleika á að ná FH að stig-
um fyrir umferðina á sunnudaginn. En Óskar sagði að KR-ingar
hafi ekki verið að gæla við það að neinu ráði.
„Ég get ekki sagt það. Ég átti ekki von á því að FH myndi
tapa þessum tveimur leikjum sem liðið átti eftir – þó svo
að þeir hafi verið gegn sterkum liðum,“ sagði Óskar en
FH mætir Fylki í Árbænum í lokaumferðinni á laugardag.
„Enda töpuðum við titlinum á sunnudaginn,“ bætti
hann við.
Leikurinn gegn Stjörnunni var skrautlegur sem
fyrr segir. Staðan var 3-0 í hálfleik, KR í vil, en
leikmenn skoruðu fimm mörk á aðeins níu
mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks.
„Þetta var mjög sérkennilegt. Liðin máttu
varla komast í sókn án þess að skora. Ég man ekki eftir því
að hafa lent í öðru eins enda ekki á hverjum degi sem
það eru skoruð tíu mörk í einum leik.“
Ef KR vinnur Val í lokaumferðinni á laugardaginn fær
liðið 48 stig – einu meira en FH fékk í fyrra þegar liðið varð
fyrsti Íslandsmeistarinn eftir tólf liða deild. „Sjálfsagt hefði
þetta dugað í efsta sætið einhvern tímann,“ sagði Óskar. „En
við verðum að una sáttir við okkar úr því sem komið er. “
FH varð um helgina Íslandsmeistari í fimmta sinn á sex árum
en þrátt fyrir þessa yfirburði segir Óskar vel mögulegt að velta
FH af stallinum.
„FH verður án efa sigurstranglegt á næsta ári alveg eins og á
undanförnum árum. Það er okkar hinna liðanna að velta þeim
úr sessi og er það vel hægt. Mér fannst stundum að önnur lið
hafi talið FH betra en það í raun og veru er. FH er vissulega með
afar sterkt lið en það er vel hægt að vinna það eins og við sýndum
í Kaplakrika í sumar. FH-ingar eiga alla þá virðingu skilið sem þeim
hefur verið sýnd enda árangur liðsins það góður. En það er
svo okkar að gera betur en þeir.“
ÓSKAR ÖRN HAUKSSON: LEIKMAÐUR 21. UMFERÐAR PEPSI-DEILDAR KARLA
Vel hægt að velta FH-ingum af stallinum
> Lið 21. umferðarinnar
Fréttablaðið hefur valið lið 21. umferðar í Pepsi-deild
karla. Það er skipað eftirtöldum leikmönnum: Mark-
vörður: Gunnar Sigurðsson ( FH). Vörn: Árni Kristinn
Gunnarsson (Breiðabliki), Dennis Siim (FH), Tommy
Nielsen (FH) og Jón Guðni Fjóluson (Fram, á mynd).
Miðja: Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík), Bjarni Guð-
jónsson (KR), Ólafur Ingi Stígsson (Fylki)
og Óskar Örn Hauksson (KR). Sókn:
Atli Guðnason (FH) og Guðmundur
Pétursson (Breiðabliki).
Taekwondo
Fullorðnir byrjendur: 12.500 kr. önnin
Mánud., þriðjud., fi mmtud. kl 19:00 og laugard. kl. 10:30
Börn (8-12 ára): 8.500 kr. önnin
Þriðjud. kl 18:10 og fi mmtud. kl 18:00
Æfi ngar fara fram í ÍR-heimilinu Skógarseli 12
Nánari uppl. í síma 823-4074 og 825-7267 eða á
www.irtaekwondo.net
Láttu sjá þig,
frír prufutími. FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Evr-
ópu staðfesti í gær að Ísland væri
eina landið af átta sem fær úthlut-
að tveimur sætum í Meistaradeild
Evrópu á næstu leiktíð. Er þetta í
fyrsta sinn sem Ísland kemst í
hóp þessara þjóða og skýt-
ur til að mynda Noregi
ref fyrir rass.
„Við vissum að
við vorum mjög
nálægt þessu en héldum að
við værum fyrst og fremst í
keppni við Ítalíu,“ sagði Sig-
urður Ragnar Eyjólfsson
landsliðsþjálfari.
Þegar árangur félagsliða í
Evrópukeppnum undanfarin
fimm tímabil er reiknað-
ur kemur í ljós að íslensk
félagslið eru í áttunda
sæti. Ítölsk lið eru hins
vegar í sjöunda sæt-
inu. Noregur hefur
verið stórveldi í
kvennaknattspyrnu
undanfarin ár en
verður að sætta sig
við níunda sætið á list-
anum.
„Tölfræðin
lýgur ekki,“
sagði Sig-
urður
Ragnar.
„Og það er
bara hún sem
ræður.“
Valur hefur
þegar tryggt sér
Íslandsmeistara-
titilinn og þar með
þátttökurétt í Meist-
aradeildinni. En þrjú
lið – Breiðablik, Þór/KA og
Stjarnan – eru jöfn í 2.-4. sæti
deildarinnar með 36 stig. Ekk-
ert þeirra mætist innbyrðis
í lokaumferðinni.
Breiðablik stend-
ur best að vígi hvað
markahlutfall varð-
ar en Þór/KA er ekki
langt undan. Aðeins
munar einu marki og
hefur Þór/KA skorað
fleiri mörk en Breiða-
blik. Stjarnan á minnstan
möguleika, enda tíu mörk-
um á eftir Blikum.
„Það er mikið í húfi
fyrir þessi lið og þetta setur
skemmtilegan svip á loka-
hluta mótsins,“ bætti Sigurð-
ur Ragnar við.
Valur mætir ítalska liðinu
Torres Calcio í 32-liða úrslitum
Meistaradeildar Evrópu í næstu
og þarnæstu viku. - esá
Ísland fær tvö sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð:
Íslensk lið náðu betri árangri en norsk
SPENNANDI LOKAUMFERÐ
Fanndís Friðriksdóttir og félagar
í Breiðabliki mæta GRV á heimavelli í
lokaumferðinni en Rakel Hönnudóttir og
stöllur hennar í Þór/KA liði KR á útivelli.
Þraukaði í FH og sé ekki eftir því
Atli Guðnason hefur átt frábært tímabil með Íslandsmeisturum FH. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, veðj-
aði á Atla þegar hann tók við liðinu og hann hefur heldur betur launað honum traustið.
FRÁBÆR Atli
Guðnason er einn
af bestu mönnum
Pepsi-deildar karla í
sumar.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
ATLI GUÐNASON HJÁ FH
Undir stjórn Ólafs Jóhannessonar
Tímabil 2*
Leikir 30 (5 í byrjunarliði)
Mörk +stoðsendingar 4+4
Þáttur í mörkum 9
Undir stjórn Heimis Guðjónssonar
Tímabil 2
Leikir 41 (36 í byrjunarliði)
Mörk +stoðsendingar 14+15
Þáttur í mörkum 32
* Lék einn leik 2004 en var annars í b-deild-
inni 2004 (með HK) og 2005 (með Fjölni).
KÖRFUBOLTI Tímabilið í körfunni
hefst í kvöld þegar Powerade-
bikar karla fer af stað. Njarðvík
og Fjölnir mætast þá í Ljóna-
gryfjunni og bikarmeistarar
Stjörnunnar taka á móti Hamar.
Leikirnir hefjast klukkan 19.15.
Sigurvegari úr leik Njarðvík-
inga og Fjölnis mætir Keflavík
en sigurvegari úr hinum leiknum
mætir Snæfelli. - óój
Powerade-bikar karla í kvöld:
Karfan af stað
FÓTBOLTI Guðmundur Benedikts-
son fær skráð á sig fyrsta mark
KR í 7-3 leik á móti Stjörnunni í
Pepsi-deildinni á sunnudaginn en
það mun líklega aldrei verða full-
sannað hvort hann eigi markið.
„Ég ætla bara að vera alveg
hreinskilinn. Ég er ekki viss
hvort boltinn hafi farið í mig eða
ekki og hef bara ekki hugmynd
um það,“ sagði KR-ingurinn Guð-
mundur Benediktsson spurður
hvort hann hafi skorað markið
en það var ekki hægt að sjá það
fyrir víst á sjónvarpsupptökum.
Magnús Þórisson, dómari leiks-
ins, var í bestu aðstöðunni og
hann segir að Guðmundur hafi
skorað markið.
„Hann ræður víst. Ég kvarta
ekkert yfir því að fá þetta mark
því þau eru ekki það mörg eftir í
manni,“ sagði Guðmundur. - óój
Guðmundur Benediktsson:
Veit ekki hvort
ég skoraði
FIMM MÖRK Guðmundur Benediktsson
fagnar marki í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI