Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 24.11.1980, Qupperneq 4

Stúdentablaðið - 24.11.1980, Qupperneq 4
Stúdentablaðið 4 Útgefandi: SHÍ og SINE Ritstjórar: Jóhanna V. Þórhalls dóttir og Tómas Einarsson. Útgáfustjórn: SÍNE Stjórn SHÍ Ritstjórn og afgreiðsla: Félagsheimili stúdenta við Hringbraut/ 101 Reykjavík. Símar: 15959, 25315 og 28699. og Verð: Kr. 500 í lausasölu, áskrift- argjald á ári 5000 kr. Prentun: Blaðajprent. Steingeldur minnisvarði Háskóli íslands átti sér eitt sinn markmið og hugsjónir. Hann var lifandi eining í þjóð- félaginu. Nú er nær að líkja honum við fyrirtæki. Sömu atriði ráða ferðinni í mál- efnum hans—sem minnstur kostn- aður, — sem mest afköst. Háskóli íslands er sem stendur stefnu- laus stofnun. Stofnun án hugsjóna án mark- miða. Stofnun, sem byggir á hefðum gær- dagsins án þess að grilla í hvað bjó að baki þeirra. Steingeldur minnisvarði um eitt- hvað sem áður var. Fæstir sem hér starfa láta sig skólann einhverju varða. Sameigin- leg hugsjón finnst ekki. Háskólinn getur á engan hátt staðið undir því naf ni að kallast menntastofnun. Ráðleysi og handahóf eru helstu stjórntækin f innri málum. Það er sama hvert litið er, hvergi grillir í markmið. Fjárbeiðnir miðast við ákveðna prósentuhækkun frá fyrra ári. Yfirstjórn skólans leggst svo lágt að standa í nuddi við einstakar deildir og skorir um hvort ekki megi aðeins lækka einhvern lið f járbeiðna. Umsóknir um nýjar stöður ganga í gegnum sama lákúrulega karpið og persónumeting- inn. Kennslan er án markmiða. Hvorki kennarar né nemendur gera sér grein fyrir hverju starfið á að skila. Val námsefnis er handahófskennt, engin heildarmarkmið. Rannsóknir eru stefnulausar. Stúdentar villast hér inn fyrir tilviljanir, sumir þó meðákveðnar hugsjónir varðandi nám sitt. Oftast bíða þær verulegt skipbrot strax í fyrsta tíma. Oll umræða er í lámarki. Þannig er nú umhorfs í „æðstu mennta- stofnun landsins". Stofnun sem eitt sinn átti að bakhjarli hugsjónir borgarastéttar í sjálfstæðisbaráttu. Hugsjónir sem alþýðan gerði að nokkru leyti að sínum. Borgarastéttin á nú í ef nahagslegri kreppu. Kreppuvofan hefur staðið við þröskuldinn, ýmist innan eða utan, síðan stríðsgróðinn var uppétinn. Kreppan hefur einnig náð til menningarlífsins. Einkennin eru skýr á háskólanum. Hvernig leysir borgarastéttin sinar kreppur? Leið hennar er leið valdsins — leið f jármagnsins — leið fasismans. Hættan á þeirri leið er vissulega fyrir hendi og má nú þegar greina ýmis merki hennar. Kröfur eru uppi um lág- marks afköst við rannsóknir. Kröf ur um að vinstri sinnuðum skoðunum verði úthýst. Pólitiskar ofsóknir á hendur kenn- urum, — enn skortir þó kjark en ekki vilja til aðfylgja þeim eftir. Auknar kröfur um námshraða og námsafköst, Tilburðir í átt að auknum aðgangstakmörkunum o.fl. Kreppur eru veikleikaeinkenni kapítalísks þjóðfélags. Á meðan á þeim stendur reynir oft á styrkhlutföll stéttanna. Forræði á sviði mennta og menningarmála er eitt af kúgunartækjum borgarastéttarinnar. Háskóli Islands er einn hlekkurinn i þeirri keðju. Sá hlekkur er að ryðga í sundur. Sú staðreynd leggur vinstri sinnuðum stúdent- um og kennurum ákveðnar skyldur á herðar. Skyldur við vinnandi alþýðu þessa lands. Við getum ráðið miklu um það hver úrslitin verða. Við getum nýtt okkur óstjórn skólans til að ráða meiru um starf hans. Við getum og verðum að móta okkar eigin markmið út frá okkar eigin hugsjónum. Jón Guðmundsson. Styrkir til náms Styrkur til háskólanáms eöa rannsóknastarfa f Bretlandi Breska sendiráðiö i Reykja- vik hefur tjáð islenskum stjórnvöldum aö The British Council bjóði fram styrk handa íslendingi til náms eöa rannsóknastarfa við háskóla eða aðra visindastofnun i Bretlandi háskólaárið 1981—82. Gert er ráö fyrir aö styrkurinn nægi fyrir far- gjöldum til og frá Bretlandi, kennslugjöldum, fæði og hús- næði, auk styrks til bóka- kaupa. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi og að öðru jöfnu vera á aldrinum 25—30 ára. Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borist mennta- málaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 30. nóvember n.k. — Tilskilin eyöublöð, ásamt upplýsingum um nauðsynleg fylgigögn má fá i ráðuneytinu og einnig i breska sendiráðinu, Laufás- vegi 49, 101 Reykjavik. Menntamálaráðuneytið 1. október 1980. Styrkir til náms l Sviþjóö Sænsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa er- lendum námsmönnum til aö stunda nám f Sviþjóð náms- árið 1981—82. Styrkir þessir eru boönir fram i mörgum löndum og eru einkum ætlaöir námsmönnum sem ekki eiga kost á fjárhagsaöstoð frá heimalandi sinu og ekki hyggjast setjast að i Sviþjóð að námi loknu. Styrkfjárhæðin er 2.315.- sænskar krónur á mánuði námsárið, þ.e. 9 mánuöi. Til greina kemur að styrkur veröi veittur i allt að þrjú ár. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til Svenska Institutet, box 7434, S-103 91 Stockholm, Sveríge, fyrir 1. desember 1980 og lætur sú stofnun i té tilskilin um- sóknareyöublöð. Menntamálaráöuneytið 1. október 1980. Fjöldatakmarkanir að nýju A fundi deildarráðs lækna- deildar þ. 19 nóvember sl. var lögö fram tillaga um fjöldatakmarkanir i lækna- deild. Hljóðaði tillagan á þá lund að fjöldi nemenda upp á 2. ár skyldi takmarkaður við 36, og einnig skyldi hækka meðaltalseinkunn á milli ára úr 5.0 i 6.5 Var tillögunni frestað til fundar lækna- deildar I desember. Læknaúemar á 1. ári nú þurfa ekki að óttast að þessi tillaga nái til þeirra verði hún samþykkt, þvi I reglu- gerð er kveðið svo á um að tillögur um fjöldatak- markanir þurfa að hafa bor- ist háskólaráöi fyrir upphaf skólaárs og afgreiddar þá. — s. Enn skorið! A fundi háskólaráðs þ. 20 nóvember s.l. upplýstist aö skv. fjárlagafrumvarpi Ragnars Arnalds fyrir áriö 1981 er um aö ræða 8% niður- skurð á fjárlagatillögum háskólans. Má sjálfsagt tvö til þrefalda þessa prósentu- tölu til að fá út hlutfallslegan niðurskurð á upphaflegum beiönum deilda. Ætli það þurfi ekki aö fækka eins og um eina eða tvær deildir. Lifi skurðarmeistarinn! Próf felld niður? A háskólaráðsfundi 20. nóv. kom fram að prófhald skólans er að verða meiri háttar vandamál. Próf komast ekki fyrir i þvi húsnæði sem til þeirra er ætlað og rúmast ekki innan þeirra timamarka sem þeim eru sett. 1 umræöum um málið var varpað fram þeim möguleika aö fellla prófin niður alfarið og leysa málið á þann veg. Þessari hugmynd var ekki illa tek- ið. Stúdentar eygja nú bjarta framtið f prófmálum og verður það liklega húsnæðisekla skólans sem sér fyrir þvf. Fátt er svo með öllu illt að ekki fylgi nokkuð gott. Lifi húsnæöisskort- urinn. jg-

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.