Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 24.11.1980, Qupperneq 24

Stúdentablaðið - 24.11.1980, Qupperneq 24
^TUDENTA BLADID 7. tbl. 56. árg. 24. nóv. 1980 Einar Páll Svavarsson: Með byltingu í farangrinum Þvi veröur vart á móti mælt að alþýða manna í Chile sé undirokuð. Eftir sjö ára ógnarstjórn herfor- ingjanna, virðist engu hafa vaxið fiskur um hrygg nema kúgunarmeðulum og manndrápstækni. Þetta vita allir og herforingj- arnir lika. Þess vegna fengu þeir Strauss gamla, nasistatrúðinn í lýðræðis- gerfinu, til að koma í heimsókn til Chile. Þá er Strauss kom heim til Þýskalands lét hann hafa eftir sér, að hann sæi ekki annað en að i Chile rikti lýðræði. Þá urðu margir hvumsa, eru menn þó ýmsu vanir úr þeim tranti. Þessar staöreyndir og margar aðrar komu fram á alþjóölegri ráöstefnu, sem undirritaöur sótti fyrir hönd stúdentaráös, I Ham- borg seinni hluta októbermán- aöar. Ráöstefnan fjallaöi um ástandiö i Chile og haföi þaö markmiö, aö lýsa yfir samstööu meö baráttunni gegn þarlendum fasistum. Þaö markveröasta, sem fram kom á ráöstefnu þess- ari, voru ræöur fulltrúa náms- manna i Chile. Þær innihéldu eftirtektarveröar upplýsingar, bæöi hvaö varöar stööu náms- mannahreyfingarinnar I Chile sem og hiö pólitiska ástand i land- inu almennt. Yfirdrepsskapur herfor- ingjanna í einni slikri ræöu kom m.a. fram aö stúdentahreyfingin i Chile hefur tekiö virkan þátt i baráttunni gegn hvers kona ger- ræöisöflum i áratugi. 1 þeirri bar- áttu hefur hún ávallt átt samstarf og samleiö meö alþýöunni. Saga þessarar baráttu er saga af hand- tökum, pyntingum, mannshvörf- um og manndrápum. Svo er enn i dag. Viöbrögö fasista eru einatt hin sömu. Hvers konar andóf eru kæft meö öllum tiltækum þving- unarmeöulum. Nú hafa fasistar meir aö segja sett upp sparisvip- inn, þykjast hafa dregiö vopnin úr sárum andófsmanna og eru farnir aö setja löggjöf og halda kosn- ingar. Á þessum yfirdrepskap tekur enginn mark, þvi slíkar formlegar breytingar breyta ekki fasisku eöli herforingjastjórnar- innar. Valdastaöa hennar grund- vallast á valdniöslu og misbeit- ingu þess afls sem hún ræöur yfir. Slikt á ekkert skilt viö lýöræöi og mun aldrei tengjast þvi oröi, sama hversu margar kosningar veröa haldnar i Chile. Vinstri menn skilgreina gjarnan ástandiö i Chile út frá þeim hagsmunum sem herfor- ingjarnir standa vörö um. Nefni- lega hagsmunum kapitalismans. Þannig þurfa Chilebúar ekki aöeins aö þola beina valdniöslu af hálfu hersins og lögrcglunnar, heldur einnig þær margbreyti- legu félagslegu og efnahagslegu takmarkanir sem fylgja kapital- ismanum. Ekki hvaö sist þar sem hann birtist i sinni herfilegustu mynd. Yfirgengileg fátækt Ein af ræöum Chilebúanna sýndi nánast i hnotskurn á hvern hátt allar þessar takmarkanir birtast i veruleikanum. Sem full- trúar þeirra stúdenta sem opin- berlega eru andsnúnir fasistum, vorunokkrir þeirra sendir i ,,ein- angrun” i litiö þorp á afskekktum staö. f þorpinu buggu aöeins fimmhundruö manns, en auövitaö var þar lögreglustöö. Var þeim gert aö tilkynna sig þangaö á klukkutima fresti. Ástandiö i þorpinu var fremur napurt og fátæktin yfirgengileg. Fólk hrein- lega ráfaöi um £ nokkurs viöur- væris. Sem dæmi um eymd þessa þorps bentu þeir á aö sérhvern dag heföi liöiö yfir aö minnsta kosti tvö börn, eingöngu af hungri. Bentu þeir á aö hér væri ekki um neitt einsdæmi aö ræöa, þannig væru kjör alþýöufólks i Chile. Nú sér hver og einn I hendi sér aö háskólarnir i Chile sækja ekki stúdenta sina til þessara þorpa. Þannig hefur efnahagskerfiö vinsaöúr stóran hluta ungmenna. 1 þéttari byggöum Chile er ástandiö engu betra. Efnahags- legrar og félagslegar takmark- anir meina mönnum aögang aö hvers konar réttindum og áhuga- sviöum sem þeir æskja. Steriliserað menntakerfi I ræðunni kom einnig fram aö sá hópur sem siðan kæmist inn I skólana ætti margs konar ógnir yfir höföi sér, ef hann sýndi snefil af mótþróa. Herforingjarnir hafa smiðaö menntastefnu sem er I fullu samræmi viö „hagsmuni þeirra og hagsmuni alþjóölegra auöhringa”. Til aö knýja á um framkvæmd þessarar stefnu hafa margir fræöimenn veriö reknir og rannsóknir hafa veriö bannaöar eöa takmarkaöar. Markmiö þess- arar stefnu er aö framleiöa ódýrt vinnuafl meö lágmarksþekkingu. Menntakerfiö er þannig mjög steriliseraö og framkallar fremur vandamál en menntun, þó aö þaö séfyrst og fremst þjóöfélagsgerö- in sem framkállar vandamálin. Sem dæmi nefndu þeir aö i grunn- skólum Chile væri vændi og alkó- hólismi kringum 20%. Astandiö er þannig ömurlegt i aila staöi og örbirgö almennings vex stööugt. Andspyrna Þrátt fyrir allar þessar tak- markanir og ógnir er samt starf- andi andspyrna i Chile. Skiptist hún einkum i þrennt. 1 fyrsta lagi er neðanjarðarstarfsemi. Hópar sem eru ólöglegir og starfa skipu- lagt og markvisst aö afnámi fasismans. t ööru lagi eru hálflög- legir hópar. Skipulagöir kringum ákveöin mál. I þriöja lagi löglegir hópar, t.d. stúdentahreyfingin. Töldu Chilebúarnir aö næsta verkefni i andstööunni væri aö samhæfa þessi þrjú sviö. Bentu þeir einnig á aö námsmenn og flóttamenn erlendis undirbyggju heimkomu meö byltingu I far- angrinum. Þetta fólk setti einmitt tölu- veröan svip á ráöstefnuna. 1 Evrópu er fjöldi pólitiskra flótta- manna frá Chile. Kringum þetta landlausa fólk þrifst tiltekin menning, sem eflaust er einn sá þáttur sem grundvallar samstööu þeirra. Fengu ráöstefnugestir smjörþefinn af þessum menn- ingarheimi er þeim var boðiö á tónleika meö hljómsveitinni Inti Illimani. Voru tónleikarnir ákaf- lega ánægjuleg upplifun og staö- festu svo ekki veröur um villst, aö Chilemenn gleyma seint falli All- ende. Einar Páll Svavarsson f .... .. ■ Stoðirhrynja Hrynja þar stoðir fjallsins það niður fellur finn ég þar tímans í eldi hrunsins vá. Svo fer með það allt, það að endingu niður skellur sem uppheima stærstum krafti ætlaði að ná. Þrýstingsins fallhraði í feiknarinnar ómi fer þar i skriðunum niður brattans hnjúk Sem Niflheima gervallir herskarar þar hljómi haldi þar vörð um hinn eilifa lífsins kúk. G.J. Benediktsson. Jólafundir SÍNE " Jólafundir SINE, verða haldnir 22. desember og 3. janúar, klukkan 15.00. Auk fastra liða eins og venjulega, verður lána- frumvarpið og helstu baráttumál hreyfingar- innar rædd. Félagar fjölmennum i F.S. Stjórn SINE. Kvenfrelsi og sósíalismi Um þessar mundir er um ára- tugur liöinn siöan konur hér á landi endurvöktu baráttu slna gegn þvi að vera þrælar endur- framleiöslu vinnuaflsins: gegn þvi aö vera i verstu, lægst launuðu og óöruggustu störf- unum: gegn þvi aö vera dæmdar til aö lifa viö einangrun, einhæfni og efnahagslegt ósjálfstæöi á heimilunum: og gegn þvi aö persónuleiki og lif þeirra sé ákvaröaö út frá kyni þeirra. A ýmsu hefur gengiö þennan ára- tug, en þvi veröur ekki neitaö aö fylgjendum málstaöarins hefur fariö sifjölgandi. A sama tima hefur fariö fram stööug stefnumarkandi umræöa. Hún hefur þó veriö háö þeim ann- mörkum hve litib er birt á prenti á islensku um kvenfrelsispólitik. Þvi var þaö aö Fylkingin ákvaö aö leggja sitt af mörkum og gefa út ofannefnda bók: Kvenfrelsi og sósialismi. Er hún nú i vinnslu og kemur út i desember. t henni er greindur uppruni og eöli kvennakúgunar frá sögulegu og efnislegu sjónarmiði. Hún út- skýrir itarlega hvernig fjöl- skyldan er helsta tækið sem notaö er til þess að viðhalda og efla kúgun kvenna. Fjallar bókin ekki aðeins um stööu kvenna i þróuðu auövaldslöndunum, heldur einnig i nýlendunum, hálfnýlendunum, A-Evrópu, Sovétrikjunum og Kina. Einnig er i bókinni að finna út- skýringar á þvi hvers vegna kúgun kvenna er ekki eðlilegt eða varanlegt einkenni mannlegs samfélags, heldur bendir á skyld- leikann milli undirokunar kvenna og annarra forma misréttis sem þrifst i þjóöfélaginu. Sérstaklega bendir bókin á það hlutverk sem kvenfrelsishreyfingin gegnir fyrir baráttuna gegn grund- vallarstoðum stéttaþjóöfélagsins. En bókin lætur ekki viö þaö sitja aö lýsa aðeins einkennum kvennakúgunarinnar. I henr einnig settar fram stjórnlist og stefnuskrá sem viö teljum nauö- synlegar til aö konur geti þróaö fram frelsisbaráttu sina. Þessi bók mun eiga erindi bæöi til þeirra sem hafa áhuga á aö kynna sér greiningu sósialista á kvenfrelsismálum og þeirra, sem hafa áhuga á þvi hvernig konur geti best skipulagt sig i barátt- unni gegn undirokuninni. Hún veröur um 120 blaðsiður aö lengd, myndskreytt. Verður hún seld hjá Fylkingunni á kr. 4500, sem er án smásöluálagningar. Þaö er opið mánudaga til föstudaga klukkan 17-19. Einnig er hægt að panta bókina i póstkröfu i sima 17513 eða bréfleiöis á sama staö, Laugavegi 53a. Aðrir liklegir sölustaöir eru Bóksaia stúdenta og Bókabúð Máls og menningar. • Sérstök athygli skal vakin á þvi aö Fylkingarfélagar munu verða tilbúnir til aö kynna og ræöa efni bókarinnar á fundum hjá hverjum sem er, bæði stórum hópum og smáum. Aður hefur komið út i sömu rit- röö Skipulagskenning Lenins- mans og er hún fáanleg á sama staö. (Fréttatilkynning frá Fylking- unni) Ritst i órastaða Staða ritstjóra (fyrir SHÍ) við Stúdentablaðið er laus til umsóknar. Umsóknir, er greini frá menntun og starfsreynslu, berist skrifstofu SHÍ fyrir 1. janúar 1981.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.