Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 28.07.1974, Blaðsíða 2
Neil McMahon: Nýlendustefna Breta og írski lýðveldisherinn Árið 1969 réðust Norman- ir frá Englandi inn í Irland. Um langan aldur háðu soldát- ar innrásaraflanna landvinn- ingastríð á hendur Irum og sölsuðu til sín völdin. Irar þrjóskuðust við að beygja sig undir erlent vald og háðu blóðugt stríð við nýlendukúg- ara sína. Á fimmtándu og sextándu öld færðust völd borgarastétt- arinnar í aukana og þjóðríki mynduðust víða um Evrópu. Konungar neyddust til að slá af guðlegu valdi sínu og deila því með borgarastéttinni. Hún hafði í frammi gráðugar kröf- ur um gagngera nýtingu ný- lendna til þess að auka hagnað sinn. Enska valdastéttin gekk hart fram í gróðafíkn sinni á Ir- landi sem annarstaðar í krafti hernaðaryfirburða. Á graslendi Iranna voru háðar blóðugar orustur alla fimmtándu og sextándu öld. Enskir herflokk- ar lögðu landið undir sig smátt og smátt og innleiddu hina ill- ræmdu „Plantation Policy". Stefnt var að því að taka eign- arhaldi jarðir Iranna og skipa yfir þá enska drottnara, kúg- ara holla bresku krúnunni og kalvínismanum. I Ulster varð ráðsmennska Englendinganna djúptækust. Árið 1609 voru allir Irar í Ulster fluttir burt nema þeir, sem nauðsynlegir þóttu til vinnumennsku-í þræla- búðum ensku nýlendukúgar- anna. Hvaða máli skiptir trú manna í stéttarbaráttu Ulster- búa? 1 siðaskiptunum tóku Englendingar mótmælendatrú en nágrannar þeirra Irar héldu tryggð við kaþólskuna. Þessi klofningur í afstöðunni til ei- lífðarmálanna jók að sjálf- sögðu á ólguna. Kalvínistar af ensku bergi brotnir og afkom- endur þeirra héldu með harðri hendi um stjórnartaumana í Ulster frá 1610—1969. Valda- stétt mótmælenda hélt fast við sína kreddu kalvíniskuna til þess að viðhalda pólitískum og efnahagslegum sérhagsmunum borgarastéttarinnar. Samgang- ur mótmælenda og kaþólskra var bannaður með lögum. Kaþólsku fólki var meinað að eiga land, kaþólikki og mót- mælandi máttu ekki ganga í hjónaband, kaþólikki mátti ekki halda né sækja skóla. Þeir þurftu ekki að gegna herþjón- ustu né fengu að gegna opin- berum störfum. Tilgangur þessara lagaboða (Penal Code 1695) var ekki runninn undan rifjum hreintrúaðra guðsbarna heldur óbilgjörn valdníðsla valdhafa til þess að tryggja pólitiska og efnahagslega sér- hagsmuni sinna manna. En írsk alþýða lét ekki bugast og hélt baráttunni við kúgara sína áfram. Skærur voru tíðar en skipulagðar uppreisnir voru gerðar 1789, 1807, 1848 og 1867. Engels sýndi Irum mik- inn áhuga og heimsótti hann landið tvisvar 1856 og 1869 og kemst hann svo að orði í bréfi til félaga Marx, dagsettu 23. maí 1856. „Irland getur tal- ist fyrsta nýlenda Breta. Vegna náþýlis yið rnóðurlandið er írlandi enn stjórnað á hefð- bundinn hátt. Hér gefur að líta hvernig svokallað frjáls- ' ræði enskra borgara er reist á nýlendukúgun. Stöðug kúg- un hefur gert búendur auðugr- ar náttúru Irlands að sárfá- tækri þjóð". Uppreisnar- og þjóðernisandi hjá Irum var að verulegu leyti runnin undan rifjum Ira í Vesturheimi, sem tilneyddir höfðu orðið að flýja fátækt heimafyrir undan ofríki kúg- ara sinna. Árið 1858 voru samtökin I.R.B. (The Irish Republican Brotherhood) stofnuð af fólki, sem lifað hafði af blóðbaðið 1848. Tak- mark hreyfingarinnar var bylt- ing; kollvarpa ensku kúgunar- valdi með valdbeitingu. Þessi byltingarhreyfing sótti liðstyrk sinn í raðir alþýðu. Hún mætti harðri mótspyrnu afturhalds- afla, sem töldu ásýnd hennar og lunderni vofu kommúnism- ans. Árið 1867 gerði I.R.B. byltingartilraun, sem mistókst. Fjöldi manns var fluttur í breskar fangageymslur í Ástr- alíu. I.R.B. hélt samt velli og þróaðist snemma á þessari öld í samtök írska lýðveldishers- ins, I.R.A. Á 19. öld ruddi iðnbylting- in sér til rúms í Ulster. Valda- stéttin, kalvínistar, höfðu tögl- in og hagldirnar í dreifingu höfum að halda verkamönnum úr söfnuðum mótmælenda að- skildum frá kaþólskum stétt- arbræðrum sínum. Mótmæl- endur fengu hvatningu til að gæta sín á kaþólikkum, forð- ast þá sem mest og sýna þeim megnustu andúð. Kaþólikkar væru óvinir, sem með lýðveld- ishugsjón og andbreskum til- hneygingum ógnuðu sögulegri arfleifð mótmælenda í Ulster. Mótmælendaverkamenn létu blekkjast af þvættingi og klók- indum yfirboðara sinna, og sýndu kaþólskum stéttarbræðr- um megnustu óvild, ómeðvit- aðir um hinn raunverulega ó- Frá „blóðsunnudegi" 30.1. '72, þegar 11 írar voru myrtir. auðmagnsins og þar þróaðist iðnaður í stíl við þann breska. Til þess að styrkja völd sín og virðingu stofnaði borgara- stéttin með sér nýja hreyfingu til þess að hindra óánægju meðal sívaxandi verkalýðsstétt- ar úr röðum kalvínista, The Protestant Organe Order. I þessari hreyfingu mótmælenda voru landeigendur og verka- menn sameinaðir í einn hóp en valdið innan hreyfingarinn- ar var í höndum hinna fyrr- nefndu. Með því að höfða til trúar og siðavenja tókst vald- íslendingar sýna samstöðu með írskri alþýðu vegna „blóðsunnudags". vin: borgarastéttina. Auðvald- ið notaði dulu trúarofstæk- is til þess að hylja ætlunar- verk sín: arðrán verkalýðsins, hvort sem um kaþólikka eða mótmælendur var að ræða. Nú skal í stuttu máli verða rakinn aðdragandi I.R.A. Sem fyrr segir héldu I.R.B. velli eftir misheppnaða byltingartil- raun 1867. Eftir það gripu samtökin ekki til vopna en þann skort á baráttuvilja má rekja til hægrar iðnvæðingar utan Ulster og fámennrar verkalýðsstéttar.. Breskir land- eigendur voru fúsir til að selja Irum það land, sem þeir höfðu áður tekið af þeim með harðri hendi. Stétt sjálfseignarbænda myndaðist, en þeir voru síður róttækir, — kröfulitlir búrar ánægðir með lítinn hlut. Árið 1916 fór óánægja sí- vaxandi í röðum vannærðra verkamanna í Dublin, sem bjuggu við mestan húsnæðis- skort og lægst laun í allri álf- unni. Prósentutala látinna í Dublin var 27,6 á hverja 1000 íbúa, hærri dánartala en í nokkurri annarri borg í Evr- ópu með Moskvuborg á hælun- um. Ekki er að undra þó að Marx, Engels og síðar Lenín hefðu talið að sósíalískri bylt- ingu yrði fyrst hrundið af stokkunum í auðvaldsheim- kynnum alþýðu manna á Ir- landi. I apríl 1916 sameinuðu The Irish Sosialist Republican Irar í baráttuhug. Party og I.R.B. krafta sína undir forystu hins fræga Jam- es Connolly og gerðu enn eina byltingartilraun. Hún mistókst og innan viku höfðu Bretar slátrað öllum leiðtogum hreyf- ingarinnar og hundruð manna voru færðir undir lás og slá í breskum fangelsum. Þrátt fyrir mikið afhroð var þrótt- urinn ekki úr hreyfingunni, sem beitti sér í skæruhernaði. Fyrri hluta árs tók I.R.B. upp heitið I.R.A. þ.e. Irski lýðveld- isherinn. Eins og oft vill verða við svipuð skilyrði gerðust ráðvillt- ir þjóðernissinnar málpípur fólksins og mæltu með samn- ingaleiðinni, sem leiddi til sam- komulagsins í London í júlí 1921. Irlandi var skipt í tvö ríki, Fríríkið og Ulster, Norð- ur-Irland. í Ulster hélt borg- arastéttin, öll úr söfnuðum mótmælenda, völdum og með þátttöku sinni í Breska sam- veldinu setti hún traust sitt á herstyrk bresku valdníðing- anna. I.R.A. (Irski lýðveldisherinn) klofnaði í tvennt: annar hóp- urinn var samþykkur samn- - ingagerðinni en hinn hópurinn vildi halda baráttunni áfram, steypa ríkisstjórn valdastétt- arinnar af stóli og.sameina Irland í eitt sjálfstætt ríki. Afleiðing þessa ágreinings leiddi til ákafra og blóðugra innanlands deilna. Þeir íhalds- samari báru sigur úr bítum með stjórnarmyndun í Suður- Irlandi. Það varð hljótt um I.R.A. sem byltingarafl, en hreyfingin skrimti í návígi við harðstjórn auðvaldsins. En í herbúðum kaþólsku verkamannanna á Norður-lr- landi lifði baráttuviljinn. Fáir geta gert sér í hugarlund hvað kaþólskur verkalýður hefur orðið að þola undir fasískri landsstjórn. Kaþólikkum var meinaður mannsæmandi húsa- kostur og kosningaréttur til þings. Langt utan við hverfi kaþólskra voru verksmiðjur reistar og eiga verkamenn þeirrar trúar stórum miklu erfiðara með að fá vinnu. Hinn borgaralegi sameining- arflokkur mótmælenda réði lögum og lofum í hálfa öld. En af sömu orsökum og hver önnur fasistastjórn var þessi stjórn Iranna dæmd til þess að tortímast í valdaspilinu. Árið 1969 hrundu verkamenn af stað röggsamri mannréttinda- baráttu. 1 fyrstu voru arkaðar kröfugöngur en árekstrar urðu harðir milli göngufólks og hat- ramms lögregluvalds. Þar kom að fólkið undir forystu Berna- dettu Devlins reisti sér varn- arvirki í fátækrahverfunum. En vopn þeirra, lurkar og grjót, og mólotoff kokkteilar reynd- ust máttlítil vopn andspænis hertrukkum, skotvopnum og eiturgasi lögreglunnar. Ríkj- Framhald á 7. síðu. 2 — STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.