Stúdentablaðið - 01.02.1993, Blaðsíða 8
Sumt fólk er með þeim ósköpum gert
aö þaö bókstaflega getur ekki séö ann-
aö fólk í friði. Hnýsnin er því í blóö bor-
in, afskiptasemin ógurleg og forvitnin
flestu sterkari. Daginn út og inn dundar
þaö sér viö naflaskoöun, gægist, gaspr-
ar, skoöar og skipar. Fyrir allmörgum
árum var afráðið aö einangra þennan
flokk stúdenta og koma á fót léttri sér-
deild. Félagsmálastofnun tók þátt í
kostnaðinum eins og viö stofnun ann-
arra sambýla og því hlaut deildin nafniö
félagsvísindadeild. Húsnæöiö var merkt
(erlendum gestum til viövörunar) „Odd
inhabitants“, skammstöfunin Oddi er þó
sennilega þekktari.
Félags-
mála-
sambýlið
Svona
erum viö
Brynhildur Þórarinsdóttir
„Odd inhabitants“
Merkilegt nokk, aðalfagið í fé-
lagsvísindadeild er félagsfræði.
Þar lærir fólk að strika línurit og
lita súlurit og telja skepnur í
brotabrotum og prósentum. Þar er
alþýða íslands skilgreind á vís-
indalegan hátt: Fjöldi bifreiða á
hverja 1000 íbúa er jafn fjölda
vikulegra framhjáhalda á hektara.
Þeir sem ekki samræmast
stöðlum félagsfræðinnar (eiga til
dæmis fleiri en 1,53 börn eða
borða ekki hreisturfé þrisvar í
viku) eru samfélagslega hættu-
legir og sendir beina leið í
þerapíu. Og þar taka sálar-
fræðinemar við - hjálpsemi
holdi klædd, reiðubúnir að
sverfa hornin og halann af
hinum innra manni. Arangur-
inn veltur þó á nánu sam-
starfi: sáli og sjúklingur
þurfa að leggjast á eitt.
(Legubekkurinn er helsta
stoð sálfræðingsins).
Stúdentasjúk-
dómur á
hjúpandi krossaprófa sem leysa
allan vanda tvístígandi fólks í ver-
öldinni. Slík kennsla var löngu
orðin tímabær. Hugsið ykkur bara
alla þá sem urðu kjarneðlisfræð-
ingar eingöngu vegna þess að þeir
vissu ekki að þeir hefðu mestan á-
huga á snyrtifræði!
Staðreyndin er hins vegar sú
að geð- og gjafafræði getur
hvaða jón sem er
praktíserað, hafi hann ein-
hvern snert af leikhæfi-
leikum. Kúnstin er að
spyrja gáfulegrar spum-
ingar djúpri og deyf-
andi röddu og endur-
taka svo síðasta hluta
svars sjúklingsins
með spurnartóni.
En sumir láta
sér ekki nægja að
hafa vit fyrir ná-
unganum eftir
að hann er
dottinn í
brunninn.
borð við blankheit er auðvitað af-
leiðing of náins sambands við föð-
urafa í frumbernsku og tengdur
kynferðislegri bælingu í leikskóla.
Nemar í náms- og félagsráð-
gjöf eru af sama sauðahúsi; ekkert
veitir þeim jafnmikla sælu og
sorgir náungans. Gjafa-
nemarnir læra
gerð af-
Þeir verða að móta manneskjuna
frá því hún er klippt frá kökunni.
Það kallast á fínu máli uppeldis-
fræði. I þeirri deild eru merkir
kúrsar á borð við „koppatamning I
og 11“ og „affrekjun örverpa".
Bókasafns- og upplýsinga-
fræði er eina fyrirbæri Háskólans
nokkur þróunarstig til baka,
striplast með hottintottum og lifað
á maurabuffi. Svo koma þær til
baka tannlausar af sælgætisleysi
og sturlaðar af sjónvarpsleysi,
gefa út pödduréttauppskriftabók
og heimta doktorsnafnbót fyrir.
Þeir sem láta sér ekki nægja
Hugsið ykkur bara alla þá sem urðu
kjarneðlisfræðingar eingöngu vegna þess
að þeir vissu ekki að þeir hefðu mestan
áhuga á snyrtifræði!
sem veitir líkamlega þjálfun (fyrir
utan loftkastaflokk Valdimars
Örnólfssonar). Þar eru kiljafæg-
ing, doðrantalyftingar og rykfeyk-
ing meðal kennslugreina. Lítið fer
fyrir hinum bóklega hluta námsins
enda kunna allir stafrófið. Safn-
fræðingar af öðrum toga lipla um
salarkynnin á sauðskinnsskóm.
Þeir kallast þjóðfræðinemar. Það
er fólkið sem sótti öll torfhleðslu-
og tógvinnunámskeið Þjóðminja-
safnsins og borðaði sviðakjamma
með sjálfskeiðungi í kafftpásum.
Mannfræðinemar eru kapítuli
út af fyrir sig; félagslega meðvit-
aðar stúlkukindur í kósakkapilsum
með lífríki Amasonfrumskógarins
dinglandi í eyrunum. Nafn fagsins
veldur oft misskilningi og því
slæðist ein og ein ógift dragtakona
með. Hún er þó fljót frá að hverfa
þegar í ljós kemur að mannfræðin
snýst ekki eingöngu um kvikyndi
af ákveðinni litningagerð eins og
kvennafræðin. Allar stefna á fram-
haldsnáms þar sem stokkið er
að falla inn í samfélögin heldur
vilja stjórna þeim fara í stjórn-
málafræði. Þar læra menn að tala
pólitísku; að hagræða og hylma
yfir. Önnur tíska sem vart verður
er barmnæluæðið. Stjórnmála-
fræðinemar líla við fyrstu sýn út
eins og gamaldags pönkarar enda
glitrandi Clinton/Bush og Denna/-
Dabba nælur í hjartastað. Amrísku
forsetakosningarnar snertu þó eiga
eins mikið og nemendur í hagnýtri
fjölmiðlafræði. Þeir sáu í hendi
sér að engin yrði þula með þulum
áns þess að hafa verslað í sama
kauffélagi og Hillarí og Barbara.
Þess vegna sigldu þeir Leifsleið,
fundu Vínland og gleyptu
glimmerauglýsingar og hormóna-
hamborgara uns hallærislegt móð-
urmálið vék fyrir mikilfenglegri
útlagaenskurni. Fjölmiðlar á
Fróni verða greinilega í góðum
höndum í framtíðinni.
Næstkomandi fimmtu-
dagskvöld mun Sigrún
Eövaldsdóttir leggja
sitt af mörkum til að
hrista upp í freðnum
búkum landans og upp-
hefja hina dýrmætu
fiðlu sína á sviði Há-
skólabíós. Þar mun
einnig veröa stödd, öll-
um að óvörum, Sinfón-
íuhljómsveit íslands
undir stjórn hins al-
þekkta, finnska hljóm-
sveitarstjóra Petri Sak-
ari.
Sigrúnu þarf vart að
kynna, en í stuttu máli: Hún
hóf sitt fiðlunám aðeins fimm
ára að aldri og lauk einleik-
araprófi frá Tónlistarskólan-
um í Reykjavík 1984, undir
leiðsögn Guðnýjar Guð-
mundsdóttur konsertmeistara
Sinfoníunnar. Þá lá leiðin til
Bandaríkjanna í framhalds-
nám sem hún lauk 1988. Sig-
rún hefur unnið til fjölda
verðlauna, komið fram mjög
víða og hlotið lofsamlega
dóma. Hún túlkar tónlistina á
sinn sérstaka og litríka hátt,
auk þess sem hún býr yfir
mikilli tækni.
Tónleikarnir hefjast á
Hátíðarforleik eftir Pál ísólfs-
son. Hann er fæddur 1893 og
því eru hundrað ár liðin frá
fæðingu hans í ár. Hann var
kunnur organisti og tónskáld.
Páll lætur eftir sig tvö verð-
launaverk, Alþingishátíðar-
kantötu (1930) og Skálholts-
kantötu (1956). Hátíðarfor-
leikurinn var saminn í tilefni
af opnun Þjóðleikhússins
1950 og hefur ekki heyrst
áður á tónleikum hljómsveit-
arinnar.
Rómönsur eftir
Árna Björnsson
Á eftir forleiknum mun
Sigrún stíga á svið og hefja
ieik sinn á tveim rómönsum
eftir annan íslenskan höfund,
Árna Björnsson. Verkið var
upphaflega samið fyrir fiðlu
og strengjasveit en verður nú
flutt í fyrsta sinn í hljómsveit-
arbúningi Atla Heimis
Sveinssonar.
Árni Björnsson leit fyrst
dagsins ljós árið 1905. Hann
lét ríkulega til sín taka á sviði
tónlistar bæði sem tónskáld
og flautu- og píanóleikari.
Hann starfaði sem kennari og
flautuleikari, m.a. í Sinfóní-
unni frá 1950 en árið 1952
var skjótur endir bundinn á
starfsferil hans er hann varð
fyrir fólskulegri líkamsárás
hér í Reykjavík.
Etýða í valsformi
Seinna verkið sem Sigrún
Eðvaldsdóttir mun flytja á-
horfendum, sem um þetta
leyti verða líklega búnir að
losa grýlukertin og orðnir vel
Sinfónía nr. 4
eftir Tsjaíkofskíj
Rússneska tónskáldið
Pjotr I. Tsjaíkofskíj (1840-
1893) var gefinn fyrir tónlist
frá barnæsku og var það á-
hugi sem nálgaðist hugsýki.
Hann útskrifaðist úr lög-
fræði en skömmu síðar lá
leiðin í tónlistarháskólann í
Tónlist
Helga Kristín Haraldsdóttir
volgir um eyrun, er kaprísa
eftir belgíska tónskáldið
Eugéne Ysaýe (1858-1931)
sem var mestur fiðlusnilling-
ur síns tíma ásamt því að vera
hljómsveitarstjóri og tón-
smiður. Hann byggði verkið á
etýðu í valsformi eftir Saint-
Saéns og ber það því hið þjála
nafn Caprice d'aprés l'étude
en forme de valse de Saint-
Saéns eða á einfaldaðri ís-
lensku etýða í valsformi.
St. Pétursborg. Námið gekk
svo vel að brátt var hann út-
nefndur prófessor við
Moskvutónlistarháskól-
ann.Verk hans vöktu litla
hrifningu í fyrstu og hann bjó
við fátækt allt til ársins 1876
þegar barónessan Nadezhda
von Meck gerði honum ótrú-
legt tilboð: Hún skyldi sjá
skáldinu fyrir lífsnauðsynjum
en hann mætti í staðinn aldrei
hitta hana persónulega, aðeins
hafa samband bréflega.
Þrátt fyrir samkynhneigð
giftist Tsjaíkofsíj en afleið-
ingarnar voru hörmulegar og
leiddu hann næstum til sjálfs-
morðs 1878. Hann andaðist úr
kóleru í St. Pétursborg aðeins
átta dögum eftir að hafa
stjórnað frumflutningi hinnar
frægu sinfónfu sinnar Pathét-
ique (1893).
Tsjaíkofskíj er þekktasta
tónskáld Rússa frá síðari
hluta 19. aldar. Kunnust
verka hans eru sinfóníur hans
og ballettar (t.d. Svanavatnið
og Hnotubrjóturinn sem sýnd-
ir eru lil skiptis í ríkissjón-
varpinu hver jól). Hann var
meðal helstu tónskálda róm-
antísku stefnunnar og notaði
klassískt form til samræmis
við vestræna menntun sína en
var þó líklega rússneskastur
allra rússa í tónsmíð sinni eða
eins og hann sagði sjálfur í
bréfi til barónessunnar (í
lauslegri þýðingu): “Ég er
Rússi, Rússi, Rússi, alveg inn
að beinmergi.”
Kjörið tækifæri til þess að
kynnast einhverjum þessara
tónlistarstjarna nánar er
fimmtudagurinn 4. febrúar
1993 í Háskólabfói kl. 20, því
að einmitt þá munu stjörnurn-
ar verða þér í hag.
STUDENTABLAÐIÐ