Stúdentablaðið - 01.02.1993, Blaðsíða 11
Kaffistofurnar
HJARTA skólalífsins
„...og það er löngu tímabært að setja málvísindalega
sálgreiningu í samhengi við skammtafræðina.“ Augun eru
pírð yfir gufunni úr kaffifantinum, hugsi. Skvaldur. A
næsta borði er flissað. „... svo fór hann að delera yfir rit-
gerðinni..." Bara ef veggirnar á kaffistofum Félagsstofnun-
ar stúdenta gætu talað. Hvílíkar sögur! Það er fátt mannlegt
sem ekki ber á góma þar. Nil humanum a me alienum puto,
kaffibollinn á fimmtíukall og rúnnstykki með osti fyrir níu-
tíu.
Ósköp virðist einfalt að vera stúdent í háskóla, þrjú,
fjögur ár á kaffistofunni í góðum félagsskap og svo gráðan.
Kannski ekki alveg svona. Reyndar heldur einn kennari í
heimspekideild þvf fram að bein fylgni sé milli dvalartíma
stúdenta á kaffistofunni og námsárangurs - þeim þaulsetn-
ustu gengur best! Þessi fullyrðing er studd óbirtum niður-
stöðum samanburðarrannsóknar. Einum árgangi stúdenta
var kynnt kenningin og þeir hvattir til kaffistofusamveru,
öðrum árgangi var ekkert leiðbeint um þennan nauðsynlega
þátt skólalífsins. Og sjá ...
Félagsstofnun rekur fimm kaffistofur á háskólasvæð-
inu. Hressing í mat og drykk við vægu verði. Kaffistofum-
ar eru í aðalbyggingunni, Lögbergi, Odda, Árnagarði og
Eirbergi. Þær eru opnar frá klukkan 9 á morgnana til 15:30
síðdegis nema sú í Odda, hún er opin frá klukkan 8 til
17:30.
„Slagsmál um stólana"
Oddi hýsir stærstu kaffistofu Háskólans og þá íjöl-
sóttustu. En sitja Oddaverjar drýgstan hluta dagsins á
kaffistofunni? Fyrir svörum urðu stjórnmálafræðinem-
arnir Þorvaldur og Stígur. Þeir komu sér saman um að
setan á kaffistofunni væri auðvitað „einstaklingsbundið
atferli" eins og þeir kusu að orða það. Stígur kvað
spuminguna þó ekki vera fjarri lagi. „En þetta er auðvit-
að alhæfing."
„Kaffistofan er of lítil miðað við fjöldann í húsinu,“
sagði Þorvaldur. „Hún er pökkuð í öllum frímínútum og
það eru slagsmál um stólana." Stígur kvað þetta bara
eiga við um álagspunktana en vissulega mætti segja að
kaffistofan væri vinsæll staður.
„Stúdentar
mættu
ganga
betur um“
„Blaður-
skjóður
og kaffi-
svelgir“
Á Gógóbarnum í
Árnagarði var þéttsetið
að venju og þær sögur
ganga að þar séu stúd-
entar venju fremur þaul-
setnir. „Mér virðast stúd-
entar hér vera ógurlegar
blaðurskjóður og kaffis-
velgir," sagði Magnús
Gestsson sagnfræðinemi
sem var gripinn við eitt
borðið.
Sjálfur kvaðst Magn-
ús reyna að vera lítið á
kaffistofunum. Um and-
rúmsloftið á kaffistof-
unni sagði Magnús:
„Þetta er eins og mötu-
neyti í plastpokaverk-
smiðju. Það er ekkert
sem bendir til þess að
hér sé menntað og gáfað
fólk, frekar en annars
staðar í þjóðfélaginu. Og
hér vantar listaverk á
veggina, láttu það endi-
lega fljóta með.“
Hólmfriður stjórnmálafræðinemi og félagsfræðinemarnir Valdís,
Helga og Finnbogi litu hvort á annað og fóru að hlæja þegar þau voru
spurð hvort þau væru langdvölum á kaffistofunni. „Það þýðir ekki að
þræta fyrir það,“ sagði Hólmfríður. Valdís sagði kaffistofusetumar vera
mikilvægt meðlæti með náminu. „Við lærum meira hér en í mörgum
tímunum."
Þau voru sammála urn að á kaffistofunni færu fiam bæði fróðlegar
umræður og heitar og mörgutn fræðilegum spumingum svarað. Hólm-
fríður sagðist kunna mjög vel við kaffistofuna, sérstaklega eftir að reyk-
ingar voru bannaðar þar. „Já, reykingabannið kemur til með að auka
veru okkur hér“ sagði Valdís. „Ef það er hægt,“ skaut þá Helga að.
„Mikilvægt meðlæti með náminu“
„Hér hittist fólk
og ræðir málin“
Birkir Þór Bragason eðlisfræðinemi sat á
kaffistofunni í aðalbyggingunni og hvíldi sig
fyrir næsta fyrirlestur. „Ég er nú ekki mikið
hér,“ sagði Birkir og bætti við að hann væri
mest í VRII. Honum líka kaffistofumar mjög
vel. „Þær em viss félagsaðstaða. Hér hittist
fólk og ræðir rnálin." Birkir hélt ekki að
mörg l'ræðileg vandamál væru beinlínis leyst
á kaffistofunum en þau væru vissuleg rædd
þar. „Menn skiptast á skoðunum og svona,“
sagði Birkir áður en hann rauk af stað í fyrir-
i lesturinn.
„Hér er alltaf þéttsetið"
sagði Inga Sigurjónsdóttir
sem hefur afgreitt kaffi og
meðlæti í kaffistofunni í
kjalla aðalbyggingarinnar í
níu vetur.
Inga hefur séð árganga
stúdenta koma og fara og
stúdentar sem hún seldi
kaffi fyrir nokkrum árum
hafa komið aftur á kaffi-
stofuna til hennar sem
kennarar. „Það hel'ur held-
ur dregið úr því að kennar-
ar komi hingað með nem-
endurnar til að halda um-
ræðutímana hér enda er
kaffistofan ekki svo stór.“
„Nemendur eru yfir-
leitt rnjög ánægðir með
verðið enda er reynt að
halda því niðri," sagði
Inga. Þegar hún var spurð
hvort hún væri ánægð með
nemendurna kvaðst hún
yfirleitt vera það en þó
yrði hún að segja að þeir
mættu ganga betur um.
Svo veldur það afgreiðslu-
fólkinu líka stöðugum erf-
iðleikum þegar kaffiboll-
arnir eru bornir út um allan
skóla og skildir eftir á
ýmsum stöðum.
Metsala í Bóksölu
Á tímabilinu frá 1. júní til
1. janúar var salan hjá Bóksölu
stúdenta meiri en nokkru sinni
fyrr í sögu fyrirtækisins. Salan
í desember jókst um nær þriðj-
ung frá því í fyrra.
Bóksala stúdenta bauð jóla-
bækurnar með 10 prósenta af-
slælli fyrir hátíðarnar. Að sögn
Sigurðar Pálssonar bóksölustjóra
virðast þó ekki nógu margir stúd-
entar nýta sér þennan afslátt.
Söluaukninguna hjá Bóksölunni
má ekki síst rekja til þess að
verslunin er orðin vel þekkt á al-
mennum markaði og þangað leita
sífellt fleiri.
Bóksalan sinnir víðtækri
þjónustu við stúdenta. Þar eru til
dæmis seldir miðar á leiksýning-
ar sem Stúdentaráð fær afsláttar-
kjör á, miðar á kvikmyndasýn-
ingar Hreyfimyndafélagsins og
svo grænu kortin í strætisvagn-
ana. Gríðarleg sala hefur verið á
grænu kortunum hjá Bóksölunni.
Um miðjan janúar höfðu yfir 500
græn kort verið seld og þá var
verið að panta aðra sendingu
með hraði.
Undir stjórn Siguröar Páls-
sonar hafa margvíslegar
umbætur veriö geróar á
Bóksölu stúdenta og
verslunin er oröin vel
þekkt á almennum
markaöi.