Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 13

Stúdentablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 13
STBL. • Desember 1994 HÁSKÓLINN Bls. 13 Mjög góð hugmynd Stúdentablaðið sló á þráð- inn til Sveinbjöms Bjömssonar, Háskóla- rektors, til að fá hans álit á hug- myndum stúdenta um verkáætl- un fyrir HÍ til þriggja ára. Hvernig list Háskólarektor á hugmyndir stúdenta sem há- skólaráðsliðar Rösk\’u lögðu fram í Háskólaráði? Sveinbjörn Björnsson: „Þetta eru að mörgu leyti á- gætir punktar sem þarna korna fram og hugmyndin sem slík, að Háskólinn geri verkáætlun til þriggja ára, er mjög góð. Þetta er í þeim dúr sem menn hafa verið að hugsa sér að vinna. Við höfum verið að bíða eftir tillögum Þróunarnefndar Háskólans sem em væntanlegar á næstunni, en þær fjalla al- mennt um stefnumörkun fyrir Háskólann. Hugmyndir stúd- enta innihalda haldbærar tillög- ur sem hægt er að ráðast í að framkvæma. Vissulega er ég ekki sammála öllu sem þarna kemur fram en aðalatriðið er það að við viljum gera okkur verkáætlun og eins og bókað var á fundinum, ráðast sem fyrst í þau verkefni sem teljast brýn og framkvæmanleg. Sem eru hver? Sveinbjörn Björnsson: „Eitt af mörgu er t.d. hug- myndin urn að gera stjómsýslu- úttekt fyrir Háskólann. Varð- andi þá hugmynd ber að nefna, að þó menn væm sammála um að slík úttekt væri nauðsyn, þá greindi menn nokkuð um, hver ætti að framkvæma hana. Ríkis- endurskoðun - sent lítur einkum til Qármála Háskólans - vinnur hér á hverju ári en hvað varðar almenna úttekt varðandi stjóm- sýslu og uppbyggingu hennar, þá er ég ekki viss um að það séu til hérlendis menn sem þekkja nægilega vel til stjóm- sýslu háskóla. E.t.v. verður þá að sækja þá til útlanda. Það er hins vegar fullsnemmt að týna allt til hér sem mér leist vel á.“ Hver verða næstu skref í þessu máli? Sveinbjörn Björnsson: „Eftir þessa samþykkt okkar í háskólaráði verður dokað að- eins við og beðið eftir tillögum Þróunamefndar sem em vænt- anlegar fljótlega. Tillögur stúd- enta um verkáætlun koma raun- ar heim og saman við nokkuð sem ég hef verið að vinna að. Kjörtímabil rektors er 3 ár og þvi er eðlilegt að Háskólinn hafi áætlun til þriggja ára í senn. En í stuttu máli, þá emm við að skoða þau mál sem hægt er að hrinda i framkvæmd án mikils tilkostnaðar og em fram- kvæmanleg. Þá nefni ég t.d. mat á nántskeiðum og prófum sem má bæta, og ekki síður breytingar á verklagi varðandi framgang kennara, svo og ýms- ar breytingar á stjómsýslunni. Það er við að búast að eitthvað fari að hreyfast í málinu fljót- lega eftir áramót.“ Helstu hugmyndir •Stofnsett verði kennslutæknistofa •Reglulega verði haldin kennslutækniráðstefna fyrir Háskólann •Háskólinn styrki kennslumálaráðstefnur með ráðum og dáð •Kennslukönnun verði framkvæmd af Hástoð •Háskólinn beiti sér fyrir samnorrænu gæðamati •Reglulega verði lagt gæðamat á próf •Markmið verði sett um aukna lesaðstöðu •Hl setji stofnunum sínum starf- og siðareglur •Samskipta- og siðareglur fyrir Háskólakennara verði skjalfestar •Réttindaskrá stúdenta verði skjalfest •Stjórnsýsluúttekt verði gerð á Háskólanum •Umboðsmaður studenta hafi málskotsrétt fyrir hönd ónafngreindra skjólstæðinga til allra stjórnsýslustiga •Mynduð verði tengsl við erlenda vísindasjóði og samið við ríkið um greiðslufyrirkomulag •Samningar verði gerðir við erlenda háskóla um inntöku stúdenta og niðurfellingu skólagjalda •Komið verði á Háskólaútvarpi •Stofnað verði til „Hjarta Háskólans" Framkvæmdaáætlun haldist í hendur við fjárhag Háskólans Soffía Eydís Björgvins- dóttir og Guðrún John- sen eru tveir af háskóla- ráðsliðum Vöku. Þær ræddu við Stúdentabiaðið um hugmyndina að verkáætlun fyrir Háskólann. Hvernig líst ykkur á hug- myndina að 3ja ára verkáætl- un? „Mjög vel. Þetta er afar góð hugmynd sem slík og við erum sammála Agústi Einarssyni pró- fessor, sem lét þau orð falla á fundinum að þetta væri þarft framtak. Margar þessar hug- myndir eru að auki framkvæm- anlegar strax og það er kostur. Sem dæmi má nefna hugmynd- ina að gæðakönnun innan HI. Hún hefur legið niðri í 2-3 ár og þarft að taka hana upp á nýjan leik. Við leggjum áherslu á að slík könnun yrði höndum nem- enda sjálfra, t.d. í fyrirtækinu Hástoð. Gæðakannanir þarf að hefja á nýjan leik í hverja deild fyrir sig.“ Nú leggur Rösk\’a fram þess- ar hugmyndir í eigin nafni? „Það er i sjálfu sér aukaatriði. Það vita allir að þetta eru hug- myndir úr ýmsum áttum og sumar þeirra hafa verið í deigl- unni lengi og eru jafnvel í at- hugun. Háskólaráð leit þar að auki á þessi drög sem plagg frá öllum stúdentum en ekki einka- hugmyndir Röskvu. Röskva kemur hins vegar með þetta í heild og það er gott. Það er skoðun okkar Vökumanna að það sé sama hvaðan gott kemur. Nú er bara að vona að þessar hugmyndir koðni ekki niður í einhveri starfsnefnd og strax verði skoðað hvað er frarn- kvæmanlegt með litlum fyrir- vara og hvað þarfnast nánari skoðunar. Eins og kom fram á fundinum er margt þama bæði raunhæft og framkvæmanlegt og gott að stúdentar hafi gripið þetta frumkvæði.“ Hvernig hefur Vaka hugsað sér að koma inn íþessa vinnu? „Við höfum svo seni unnið að þessu. Það er ýmislegt þama sem Vaka og aðrir í Háskólan- unr hafa unnið að og em að vinna að. Fyrst og fremst leggj- um við áherslu á að þessi fram- kvæmdaáætlun haldist í hendur við fjárhag Háskólans. Raunar lúta sumar tillögur Röskvu að fjármögnun þeirra tillagna sem þarna em settar fram. Það er hins vegar brýnt að þar verði meira að gert, því það er lítið mál að konra með óskalista og góðar hugmyndir. Á þeinr er aldrei skortur. Þess vegna mun- unr við sennilega leggja áherslu á gömul og góð Vökumál eins og að Háskólinn nái langtíma- samningi við ríkið um fjárveit- ingu. Svo má nefna fleira til sem við vildum sjá þama inni, eins og að HI reyni að ná samn- ingum við erlenda rannsóknar- sjóði. Þessar hugmyndir miða að því eins og áður sagði, að tryggja Háskólanum fjánnagn. Það er gmndvallaratriði i allri þessari umræðu.“ Sinfóníuhljómsveit islands býður náinsmönnuih á afslœtti á sœíaraðir 25 - 28. Slík áskriftarskíftkin gilda eingöngu fyrir viðkomandi einstakling. lausamiða við in'riganginn rétt fyrir tónleika fá sœtaraðir. ftármmgini með 30% pii gefin út á nafn og tnsmenn sem kaupa 'mings afslátt á allar í vetur býðíÆ tarskírteiní $Íf|! krónur og gilda á éin. og eins. Námsmönnm Hr Istands inThnÆmfjr,n að kaupa afslát- mfráfy. sinn í fynfflrWHpeinin kosta 9.400 taÆnÍeika hljómsveitarinnar, eftir vali hvers íéssi skírteini á 5.000 krónur. Simt 622255 Frétta og frœðsluþjónmustan

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.