Stúdentablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 23
STBL. • Desetnber 1994
STÚDENTAR
Bls. 23
Engin mál eru of smá
Réttindaskrifstofa stúdenta er hluti þeiiTar þjón-
ustu sem öllum stúdentum stendur til boða á skrif-
stofu SHI. Hlutverk hennar er að standa vörð um
og tryggja rétt stúdenta innan skólans og auðvelda
einstaklingum að fá lausn sinna mála með því að
benda á réttar boðleiðir, reka á eftir og vasast í
málunum. Umsjón með Réttindaskrifstofunni hef-
ur Brynhildur Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri
Stúdentaráðs: „Þau mál sem berast eru af ýmsu
tagi og úr ölium deildum, allt frá einfoldum fyrir-
spumum upp í snúin kærumál. Við leggjum á-
herslu á að engin mál eru of smá, enda léttir stutt
kaffispjall oft áhyggjum af fólki. Sum mál eru
þess eðlis að menn vilja ekki kvarta undir nafni
og þá göngunt við í rnálið. Stundum er fomrlegt
bréf eða símtal allt sem þarf en önnur em erfiðari
og velkjast um vikurn saman. Þá stökkvum við til
og herðum reglulega þumalskrúfumar á kerfinu,
svo stúdentar sem í hlut eiga geti einbeitt sér að
náminu á rneðan."
Að sögn Brynhildar ber rnest á kvörtunum
varðandi próf, námsmat og einkunnaskil. „Annars
er ásóknin stöðugt að aukast, ekki endilega vegna
þess að meira er traðkað á rétti stúdenta, þótt
vissulega séu sumar deildir og skorir að herða
reglur sínar, það er vonandi frekar bættri kynn-
ingu að þakka. Það er reyndar vert að taka það
frarn fyrst minnst er á breytingar og hertar reglur,
að við leggjum mikla áherslu á að stúdentar séu
hafðir nreð í ráðurn. Menn ættu hiklaust að láta i
sér heyra eða hafa samband við okkur ef farið er á
bak við nemendur eða í bága við vilja þeirra.“
En er ekki langt i land að réttindamál stúdenta
komist í fastar skoróur?
„Það tekur a.m.k. sinn tíma að fá reglum og
hefðum breytt. Við höfunr lagt það til við félag
háskólakennara og í Háskólaráði að skráðar verði
siða- og verklagsreglur kennara, þar sem m.a.
væri íjallað um skyldur kennara varðandi próf.
Það er, held ég, einfaldasta leiðin til að tryggja
rétt stúdenta varðandi einkunnaskil, mat á próf-
um, o.fl. Tengt siðareglunum yrði staðfest rétt-
indaskrá stúdenta. Þá hefur verið lagt til í Há-
skólaráði að gerð verði úttekt á stjórnsýslu skól-
ans. Þannig skýrast væntanlega kæmleiðimar,
sem virðast vefjast mjög fyrir bæði kennurum og
nemendum."
Þeir sem vilja nýla sér þjónustu Rétlindaskrifstofu
stúdenta geta snúið sér tii skrifstofu Stúdentaráós, við
Hrinbraut eða hringt í sima 621080.
Vein á vein ofan
Nú nálgast prófin óðfluga
og prófskrekkur farinn að
gera vart við sig í Háskólan-
um. Allir þekkja óttann við
að klikka á eða klúðra prófi
enda ótal aðferðir til þess.
Mamma kom til hjálpar
Einn harðduglegur nemandi í menntaskóla
var á leið í stúdentspróf í stærðfræði. Nokkur
feginleiki var farinn að leika um kauða enda sá
hann fyrir endann á stærðfræðinámi í bili, var
vel undir próftöku búinn og bjartsýnn. Prófið
rennur upp og þá þegar nemandinn ætlar að
leysa fyrsta dæmið rennur upp fyrir honum:
Engin tölva! Hábjartur vormorgun breytist í
einni svipan í svartnætti enda öll dæmin óleys-
anleg ef engin er reiknivélin til að slá inn cósin-
us og sínus og vini þeirra. Eftir stundarörvænt-
ingu er staðið á fætur og stunið upp mjóróma
bón um að fá í Ijósi aðstæðna að hringja. Svo
er hringt í mömmu heima í Garðabænum sem
segist redda þessu: „Ekkert mál elskan mín,
“med det samme”“. Og svo er beðið, hver taug
er þanin til hins ýtrasta, klukkan tifar. Svitaperl-
um fjölgar línulega og ákafur hjartsláttur erfiðar
skýra hugsun. Skyndilega er þögnin rofin. Móð-
irin kemur askvaðandi og segir: „Þetta er í höfn,
haltu nú áfram að læra, góur, hér er tölvan", og
slengir fjarstýringunni að sjónvarpinu á skóla-
borðið. Það fylgir ekki sögunni hvernig prófinu
lauk hjá okkar manni, en viðkomandi ku hafa
flutt að heiman skömmu síðar.
Myrkraverk í þýskuprófi
Hann hafði alltaf átt í erfiðleikum með þýsk-
una og nú var komið að lokaprófi. Og hvað gera
menn þegar menn kunna ekki bofs í þýskri mál-
fræði og hafa að orðaforða í það mesta persónu-
fornöfn og sögnina að vera? Jú, menn grípa til
skröks og svindls og ámóta myrkraverka. Og öll
vitum við hvernig slíkt endar; glæpir borga sig
ekki (undantekningin sem sannar þá reglu er
„Iðnaðarbankaræninginn" góðkunni sem með
lambhúshettu og fjaðrandi göngulagi stal hálfri
milljón um hábjartan dag og hvarf á milli blokka
í Breiðholtinu og hefur ekki fundist enn, nú 10
árum síðarl). Nemandinn sem hér um ræðir var
ekki fyrr byrjaður á því að flytja glósurnar úr
orðabókinni yfir á prófið, er þýskættaður kennar-
inn stóð hann að verki og benti honum með
hægri handarhreyfingu að koma afsíðis. Rauður
af blygðun og titrandi af skömm er farið fram á
gang, þar sem kennarinn segir honum að bíða.
Kennarinn leit greinilega afbrotið ekki eins al-
varlegum augum og nemandinn því hann fór
fram og sótti nýja orðabók, óglósaða. En það var
til einskis, nemandinn hafði étið hattinn af
skömminni með því að stinga af í þokkabót og
sagan segir að skólagöngu hans hafi lokið með
þeim flótta. Pínlegt.
Eyrnatappar urðu honum að falli
Einn afbragðsstúdent hafði lengi átt í erfið-
leikum með að einbeita sér í prófum. Alls kyns
smáhljóð, hóst, kurr og pikk átti til að ræna
hann einbeitingunni svo og tæma hugann þekk-
ingu. Hann greip til þess ráðs að nota
eyrnatappa (ESB-tappana?) í prófum og utan yfir
þá heyrnaskjól til að loka öll aukhljóð úti. Þetta
gekk prýðivel í allri hans prófagöngu allt þar til í
byrjun eðlisfræðiprófs að kennari kemur inn og
lætur vita af villu í einu dæmi sem gilti 50%.
Nemendur bekkjarins leiðrétta villuna og varpa
öndinni léttar - nema einn. Maður með
eyrnatappa og heyrnarskjól hafði ekki tekið eftir
neinu og rembdist eins og rjúpa við staur að
leysa vitlaust dæmi.
JOLAFARGJÖLD
Brottför á tímabilinu 15. - 31.desember
Lágmarksdvöl 7 dagar Hámarksdvöl 1 mánuður
„U
m
A
GAUTABORG KR. 31.380.- *
STOKKHÓLMUR KR. 31.380.-
LUXEMBORG KR. 31.450.-
AMSTERDAM KR. 31.490.-
HAMBORG KR. 31.500.-
LONDON KR. 31.840.-
OSLO KR. 31.840.-
KAUPMANNAHÖFN KR. 31.980.-
* Brottför 21.des, heimkoma 7.jan
Innifalið:
Flugfar báðar leiðir og flugvallarskattar.
Ferðaskrifstofa Stúdenta
Sími 615656 Fax 19113