Stúdentablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 18
Bls. 18
M E N N I N G
STBL. • Desember 1994
••
o r s a g (f n
HANINN GALAR HATT OG
SNJALLT, HÆNAN RÆÐUR
ÞYLUR
Já, það er eins með fantasíufílana í eyðimörk Afríku, þeir eru þar og hafa aldrei
komið til tunglsins. Ekki einn. Til og með kvöldrökkrið á takmarkaðan líftíma, rétt
eins og við tvö. Þrátt fyrir eilífa endurholdgun.
Ég lít frekar á það sem upphaf sameiningar en afsprengi lostans. Sameiningin sjálf
er dauðadæmd, jafnvel þó að múrinn falli.
Sagði hann ekki að maðurinn væri alltaf einn?
Það má vera vegna þess að ég er kona, ekki teygjudýr. Það er eins með menn og
fíla, reynsluheimur þeirra er takmarkaður. Meðan heimur kvenna hefst, eins og upp-
risin sívaxandi Evrópa.
Nei, það svíkur þann sem vill láta blekkjast. Plastmenn svífa ekki á bleiku skýi og
polyesterkonur fjölga ekki mannkyninu. Lífið lýgur ekki.
Jón Fjörnir Thoroddsen
Jón skorar á Guöhjörn Finnbjörnsson
„Nú er Ijóðið
loksins dautt. “
Af öllum þeim skúmaskotum og
skuggasundum sem finnast í Há-
skólanum er einn staður þar sem
alltaf ríkir ljúfur ffiður. Ekki una
þar sér hinir stressuðu, enginn
sem er sárt kvalinn af kunnáttufysn virðist leita
þangað og ekki fmna spekingar í negrófil og
pervertisma þar mikla fróun. Þessi staður er
einna helst afdrep fyrir sérvitringa og utan-
veltusálir sem láta sér ekki nægja síbylju dags-
ins. „Einhvers skírra, einhvers blárra“ æskir
hugur þeirra. Þetta er niður á rekka 811 í Aðal-
byggingu - staður ljóðsins.
Hver er náttúra þessa fyrirbæris og þá það
sér einhverja von? Undirritaður var eitt sinn
kallaður til, niður í Stúdentakjallara til að Iesa
upp ljóð ásamt öðrum sérdikturum. Úrslit voru
þess: 7 skáld og 3 áheyrendur. „Nú er ljóóið
ioksins dautt“, laust óviljandi í huga manns og
virðast þessi orð
meira hæfandi
fyrir okkar tíma
en orð Steins
Steinarrs um rim
og stuðla. Ljóðið
virðist orðið ver-
gangs fyrirbæri
sem ftnnur sér
einna helst af-
drep inní
menntaskólum
og i Háskólan-
um, gömlu guf-
unni og skugg-
sælum kaffthúsum. Skáldið hefur hlotið þá
grimmilegustu meðferð sem hugsast getur. Al-
múginn hefur ákveðið að hefna sín á leirburð-
arstagli skáldsins með því að hætta að lesa það.
Eins og Inúítinn sem hefur brotið „tabú“ síns
samfélags er skáldið skilið eftir á hjambreið-
unni meðan samfélagið hverfur á vit nýrra
drauma. Það er synd að enginn sé eftir hjá
skáldinu, því deyjandi skáld er besta skáld,
eins og Jón gamli í Digranesi sannaði er hann
steytti á skerið og kvað rímur sem aldrei fyrr.
Draumur minn um að ljóðið fái að deyja eins
og hetja í snotru miðaldarkvæði verður þó
sennilega ekki uppfylltur. Það virðist vera að
veslast upp og einangrast á stofnunum eins og
títt er um gamalt fólk.
Þetta ástand er sumpart skáldunum sjálfum
að kenna, þó við marga sé að sakast. Þegar allt
kemur til alls virðist hægt að draga til saka
nokkuð breiðan hóp því það virðist vera miklu
fleiri sem „fremja yrkingar“ heldur en lesa eða
hlýða á ljóð nútildags og hér er einkar gaman
að minnast úrslitanna í kjallaranum. Þama
stendur hnífurinn í kúnni og spyrji menn sig
hvort þeir séu sekir eða saklausir.
Sambræðingur Þorsteins frá Hamri um Jór-
víkurferð Egils Skallagrímssonar og hlutskipti
nútímaskálda er galsafenginn en hefur fót fyrir
sér, þarsem segir að blóðöx bindi enda á
„marklítið drykkjuraus vort“. Það væri kannski
ráð að skella upp gapastokki í miðju Austur-
stræti, meðan jólabókaflóðið er í algleymingi
og láta þá sem vilja kalla sig skáld, yrkja sér til
lífs. Kannski fengjum við nýjar höfuðlausnir
og menn fæm að hlýða á.
Innst inni held ég þó að ástandi sé alls ekki
svo slæmt að til
slíkra aðgerða
þurfi að grípa.
Við þyrftum
einna helst að
læra að meta sér-
kenni ljóðsins og
gefa því sjens.
Það er eitthvað i
ljóðinu sem af-
þreying getur
ekki yfirtekið.
Þetta eintal frá
sálu til sálar, sem
býður upp á ein-
hverja „annarlega strönd þarsem skáldið og
hinn góði lesandi maóur mætast“, eins og Jón
úr Vör orðaði það. Vegna séreðlis síns er Ijóð-
ið ekki í beinni samkeppni við önnur afþrey-
ingarform eins og kvikmyndina og þess vegna
getur ekkert keppt við það. Ugglaust voru orð
mín að nú sé ljóði dautt of snemmsögð enda
meira hugsuð sem auglýsingatrikk.
Stúdentaráð klikkaði kvöldiö góða í Stúd-
entakjallaranum með því að auglýsa ekki vió-
burðinn fyrirfram. Til að enda þessa hugleið-
ingu fær að fljóta ein ábending til núverandi
menningarmálanefndar SHI, að koma í kring í
minnsta falli einu vel auglýstu kvöldi til heið-
urs ljóðinu áður en árið líður. Gefum því séns.
Bergsveinn Birgisson.
SAMTÖK
IÐNAÐARINS
Munið ódýru
Apex og hopp
fargjöldin
Reykjavík-Akureyri-Reykjavík 6,300 kr.
Reykjavík-Ísafjörður-Reykjavík 5,600 kr.
Reykjavík-Egilsstaðir-Reykjavík 7,800 kr.
Reykjavík-Vestmannaeyjar-Reykjavík 4,100 kr.
Hopp fargjald er fyrir 26 ára og yngri.
Uppgefið fargjald er fram og til baka, en má kaupa aðra leið.
Gerum sértilboð fyrir hópa, hvert á land sem er.
Kynntu þér apex og hopp fargjöld áPatreksfjörð, Þingeyri,
Sauðárkrók, Húsavík og Höfn.
Apex skal bóka með a.m.k. tveim dögum fyrir brottför.
Dvelja skal minnst þrjár nætur og mest mánuð.
FLUGLEIDIR
INNANLANDS
Reykjavíkurflugvelli • 101 Reykjavík • sími: 690 200
Stúdentakjallarinn
verður laus til útleigu í desember fyrir
einstaklinga og deildarfélög.
Nánari upplýsingar á skrifstofu FS
í síma 615959
nr
Félagsstofnun stúdenta