Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.12.1994, Blaðsíða 10
Bls. 10 HÁSKÓLINN STBL. • Desember 1994 Stúdentablaðið Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla íslands Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Auðunn Atlason Ritstjórn: BirgirTjörvi Stefánsson, Guðmundur Tómas Árnason, Guðmundur Steingrímsson, Halldór Fannar Guðjónsson, Kristrún Heimisdóttir Auglýsingastjóri: Sæmundur Norðfjörð Ljósmyndari: Arnaldur Halldórsson Prófarkalestur: Gestur Svavarsson Umbrot og hönnun: Kraftaverk Filmuvinnsla og prentun: Oddi hf. Pennar: Ármann Jakobsson, Bergsveinn Birgisson, Birgir Tjörvi Stefánsson, Brynhildur Þórarinsdóttir, Bylgja Björnsdóttir, Flóki Halldórsson, Gestur Svavarsson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Þorsteinsson, Jón Fjörnir Thoroddsen, Kjartan Örn Ólafsson, Kristján Guy Burgess, Málfríður G. Gísladóttir, Orri Hauksson o.fl. Stúdentablaóið - blaö allra stúdenta. Þaö segir sig sjálft Sauðmenntastefnan egar landsmenn hafa smalað fé af afréttum á hausti þykir tímabært að kalla saman Alþingi og huga að löggjöf landsins. Haustin eru ekki aðeins tími gangna og rétta heldur leggur íjármálaráö- herra þá fram frumvarp til fjár- laga fyrir næsta fjárlagaár. A þessum síðustu og verstu tímum í efnahagsmálum kveð- ur við margþekktan niður- skurðartón í fjárlagafrumvarp- inu. Eins og svo oft áður kem- ur það í hlut fjársvelts Háskóla Islands að skera niður útgjöld. En er tíðin svo slæm eftir allt? Er ekki þjóðarskútan í mokfiskeríi norður í ballarhafi? Sagði ekki forsætisráðherra að ótvíræð teikn um efnahagsbata væru á lofti? Lásum við ekki í fyrirsögn í Morgunblaðinu 4.10.: „Greiðslur til landbúnað- ur aukast"? Mikið rétt, með hliðsjón af betri tíð með blóm í haga hefúr ríkisstjómin ákveð- ið að hækka greiðslumark í mjólkur- og sauðfjárfram- leiðslu á næsta ári. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að heildarframlag til mjólkurframleiðslu hækki úr 2.568 m. kr. í 2.616.000.000. kr. Að sama skapi hækkar fjár- framlag til sauðfjárframleiðslu úr 2.648 m. kr. í 2.703.000.000 kr. Á sama tíma stendur fjár- veitingin til HÍ í stað í krónu- tölum talið. Getur talist vits- munalegt á nokkurn hátt að veita öllu þessu opinbera fé í ó- opinbert sauðfé? Hvar getur Háskólinn fundið fjármagn svo að reka megi hann sem fullgilda akademíska menntastofnun? Á háskólinn að ráðast í frekari rekstur fjár- hættuspila á knæpum bæjarins eða á Háskólarektor að stjórna nýjum happdrættisleik í sjón- varpinu? Svörin er ekki að fínna í margplægðum happ- drættismarkaði heldur í þeirri atvinnugrein sem nú sækir fram, sauðfjárbúskapnum. Háskóli Islands ætti nú að koma sér upp góðum sauðfjár- stofni. Þær grænu grundir sem eru á Háskólasvæðinu og eng- um nýtast eru tilvalin beitilönd. Sauðfjáreldið gefúr vel af sér og ekki mega gleymast gullnir tekjumöguleikar sem felast í slátrun og öllu fremur geymslu á kjötinu. Allt veltur þetta á sjálfsbjargarviðleitninni eins og Megas benti á í kvæðinu Björg: Efmaður ber sig eftir björginni þá bœtir alvaldið því við sem vantar uppá. Flóki Halldórsson Ritstjóri skrifar Háskólinn á ekki að óttast umræðu Háskóli íslands hefur verið mikið í sviðsljósi fjölmiðla undanfarnar vikur. Mikið hefur verið greint frá baráttu stúdenta og starfsliðs Háskólans fyrir auknum fjáveit- ingum og þjóðarátak stúdenta fyrir bættum bókakosti hefur vak- ið verðskuldaða athygli og jákvætt umtal. En athyglin hefur ekki einvörðungu verið jákvæð. Fjögur dæmi: Umfjöllun íjöl- miðla um klám og ofbeldi á Internet í Tæknigarði vakti óhug manna um land allt. Ásakanir á hendur Félagsvísindastofnunar um brot á samkeppnislögum vöktu athygli, sem og umfjöllun Stöðvar tvö um skattsvik Jónasar Hallgrímssonar prófessors í læknadeild og samanburður hans máls við mál Björns Önundar- sonar. Siðast en ekki síst hafa þrjár af stofnunum HÍ - Sjávarút- vegsstofnun, Hagfræðistofnun og Alþjóðamálastofnun - verið í brennidepli ESB-umæðunnar á íslandi að undanförnu og verið gagnýndar fyrir slæleg vinnubrögð og hlutdrægni í efnisvali og úrvinnslu. Það er ekkert við gagnrýni á Háskólann, starfsmenn hans og stofnanir, að athuga ef hún er sanngjörn og á rökum reist. Opin gagnrýni er ein af forsendum opins samfélags og hún kallar á umræður og rökræður, eðlilegar og áleitnar spurningar kalla á svör. Þar hefur Háskólinn ekki staðið sig nægjanlega í stykkinu. Sérstaklega er þögn áðurnefndra stofnana Háskólans hávær, um langa hríð hafa þær setið þegjandi undir árásum og háðsglósum neðan úr Alþingi og gert sér að góðu það hlutskipti að vera bit- bein í pólitískum deilum um ESB-aðild. Þessum stofnunum var ætlað að gefa umræðum um Evrópusambandsmál aukna akademíska dýpt og gera vitræn skoðanaskipti um kosti og galla aðildar möguleg. Það hefur hingað til mistekist og þar virðist ekki eingöngu við óprúttna stjórnmálarefi aó sakast. Það útskýr- ir e.t.v. þögn forsvarsmanna stofnananna í allri þessari umræðu. Háskóli Islands á ekki að bregðast við utanaðkomandi gagn- rýni af fálætí. Háskólinn verður að svara ásökunum og spurn- ingum um sin mál ef hann á ekki að einangrast uppi á Melum. Opin umræða um málefni Háskólans, hvort sem það er starf- semi stofnana, siðareglur starfsmanna t.d. í skattsvikamálum eða hátterni stúdenta, á að vera Háskólanum kærkomið tækifæri til þess að taka á eigin málum. Háskóli íslands er lítill háskóli og í smæðinni felast möguleikar. Möguleikar viðbragðsflýtis og örra breytinga í takt við tímann. ÖIl umræða um málefni Há- skólans er í raun af hinu góða því hún opnar stofnunina og teng- ir hana samfélaginu. Háskólinn, bæði stúdentar og starfsmenn, eiga að taka þátt í þeirri umræðu af sjálfsgagnrýni og sanngirni. Að gefnu Nú er próftímabilið illræmda að hefjast, eins og allir vita. Stúdentar sitja æ sveittari við bókalestur, harma hversu illa þeir glósuðu og sjá eftir því að hafa verið á móti þeirri kenningu sem var kennaranum hvað hjartfólgnust, því hún er ábyggilega til prófs. Blessunarlega geta þeir fengið það bætt hjá félögum sínum og skrifað upp þeirra glósur. Oftast er það svo, þrátt fyrir allar gróusögur, að samkenndin er svo mikil hjá „þjáningarsystkinum“ innan Háskólans að glósubækur hvers og eins standa hinum opnar. Sumir gangast undir það að fara ekki í próf. Þeir hinir sömu gera þá verkefni, einir sér eða í hópum, gera ritgerðir, bæði smærri og stærri. Ávallt hafa þeir hinir sömu bölvað og ragnað yfir þeirri heimildafæð sem er á Háskólabókasafninu en beðið þess með óþreyju að roðamusterið við Melatorg yrði opnað, þó að það eitt og sér leysi auðvitað ekki neitt. Enn einu sinni upphefst bölvið og ragnið, þó lítillega breytt. Nú á loksins að opna roðamusterið, mögnuð opnunarhátíð verður haldin fyrsta des. og allir verða hamingjusamir og lifa happilli ewe aftör. En ekki allir (hér eftir kallaðir ,,sumir“). Það er ekki hægt að hugsa sér óheppilegri tímasetningu á flutningi háskólabókasafna, en seinasta mánuðinn fyrir próf. Þá þurfa sumir, sem ekki eru í prófum heldur eru að vinna lokaverkefni eða ritgerð, nefnilega á bókum og tímaritum að halda. Þau fást hins vegar ekki núna. Þau eru í kössunum. í fangi fólks sem er að hlaupa á milli húsa. Yfir Suðurgötuna. í roðamusterið. Það á að opna fyrsta des. Kjörtímabilinu er nefnilega að Ijúka. Biskupnum yfir íslandi, síra Ólafi Skúlasyni, líkaði ekki alls kostar áskorun stjórnmálafræðinema við Háskóla íslands. Stjórnmálafræðinemar læddu af lævísi ályktun inn í kvöldfréttir Ríkisútvarpsins þar sem þeir hvöttu alla Háskólanema til þess að segja sig úr þjóðkirkjunni og láta monn- ínganna renna til Háskólans. Þessi ályktun fór raunar ekki hátt fyrr en biskupinn fór að skammast og hneykslast í fjölmiðlum um þetta guðlast og þessi drottinsvik og skjóta í allar áttir. Hvað sem segja má um skylduaðild Háskólanema að þjóðkirkjunni vöktu ein ummæli biskups furðu, þar sem hann hélt því fram að svona tillögur samræmdust ekki akademískum borgurum. Við sem héldum einmitt að akademísk hugsun fælist í því að efast um alla sjálfsagða hluti og komast að niðurstöðu með „platónskum díalóg"? Akademísk hugsun stjórn- málafræðinema og önnur slík efasemdarvillutrú á greinilega ekki upp á pallborðið á biskupsstofu. Stú- adentar flestir kunna biskupi hins vegar bestu þakkir fyrir að draga sjónir landsmanna að fjársvelti Háskólans. tíð fáið 5% staðgreiðsluafslátt af brauðum og kökum hjá okkur með framvísun stiídentaskfrteinis BAKARIIÐ HAGAMEL 67 sími 21510

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.